Bransinn bregst við nýjum takmörkunum: „Reiður og sár“ Stefán Árni Pálsson skrifar 30. júlí 2020 12:05 Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. Tveggja metra reglan tekur aftur gildi og er því ekki lengur valkvæð. Þá verða breytingar á landamærunum. Þetta kom fram í máli heilbrigðisráðherra á blaðamannafundi í dag. Reglurnar byggja á tillögum landlæknis sem ráðherra segist hafa samþykkt. Tíðindin komu sumum Íslendingum í opna skjöldu og þá sérstaklega tónlistarmönnum en hertar aðgerðir hafa mikil áhrif á lifibrauð þeirra. Bubbi Morthens er heldur betur ekki sáttur og segir að ferðamannabransinn ráði för á Íslandi. Við hin þurfum að taka höggið. Ferða bransin ræður landamæri opinn við hin tökum höggið— Bubbi Morthens (@BubbiMorthens) July 30, 2020 Emmsjé Gauti var ekki bjartsýnn fyrir blaðamannafundinn sem hófst klukkan 11 fyrir hádegi. Get ekki beðið eftir því að verða atvinnulaus aftur núna klukkan 11! :D— Emmsjé (@emmsjegauti) July 30, 2020 Og kannski var það skiljanlegt. Það eru svo blendnar tilfinningar í gangi. Auðvitað er þetta nauðsynlegt. Ég er samt svo reiður og sár.— Emmsjé (@emmsjegauti) July 30, 2020 Eins gott að það hafi verið gaman á Rey Cup litlu skítarnir ykkar.— Emmsjé (@emmsjegauti) July 30, 2020 Aron Kristinn Jónasson úr ClubDub segist vera orðinn atvinnulaus. jæja, þá er maður bara atvinnulaus— aron kristinn (@aronkristinn) July 30, 2020 Viðburðahaldarinn Steinþór Helgi Arnsteinsson birti nokkuð lýsandi tíst. pic.twitter.com/sp1VWRFx9a— Steinþór Helgi (@StationHelgi) July 30, 2020 Þorkell Máni Pétursson, útvarpsmaður og umboðsmaður, þakkar ríkisstjórninni fyrir „að draga okkur líka í svaðið.“ Skemmtistaða eigendur, viðburðarhaldarar og tónlistarfólk vill þakka ríkisstjorninni kærlega fyrir að draga okkur lika i svaðið. Höldum bara áfram að laga lekann í þakinu með fötu.— Máni Pétursson (@Manipeturs) July 30, 2020 Tónlistarmaðurinn Young Nazareth slær á létta strengi. Eru ekki allir spenntir fyrir fleiri livestream tónleikum? 🙃— Arnar (@youngnazareth) July 30, 2020 Leikkonan Saga Garðarsdóttir væri til í að loka landinu fyrir ferðamönnum. Mikið þætti mér gaman ef landið væri lokað fyrir ferðamönnum— Saga Garðarsdóttir (@harmsaga) July 30, 2020 Hagfræðingar finna til með tónlistarfólki. Hugur minn er hjá tónlistafólki, veitingamönnum og öllum þeim sem eiga allt sitt undir því að fólk geti komið saman.— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) July 30, 2020 Króli er ekki hrifinn af ferðamannaiðnaðinum. Credit: @meistarri pic.twitter.com/dTmIGvWMst— Króli🍍 (@Kiddioli) July 30, 2020 Jónas Óli, plötusnúður og meðeigandi á B5, er farinn að hugsa út í Skaupið. Hann er ekki sáttur með hertar aðgerðir. hver er að skrifa skaupið, hér er besti brandari ársins pic.twitter.com/sMxJuTJpY8— Jónas Óli (@jonasoli) July 30, 2020 Blaðamannafundurinn skemmti samt sumum. þetta var ekki aaalslæmur fundur. þetta gerðist til dæmis pic.twitter.com/huHCzRNhfT— Sóley Bergsteinsd. (@SoleyBergsteins) July 30, 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tónlist Mest lesið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið D'Angelo er látinn Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Lífið Fleiri fréttir D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Sjá meira
Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. Tveggja metra reglan tekur aftur gildi og er því ekki lengur valkvæð. Þá verða breytingar á landamærunum. Þetta kom fram í máli heilbrigðisráðherra á blaðamannafundi í dag. Reglurnar byggja á tillögum landlæknis sem ráðherra segist hafa samþykkt. Tíðindin komu sumum Íslendingum í opna skjöldu og þá sérstaklega tónlistarmönnum en hertar aðgerðir hafa mikil áhrif á lifibrauð þeirra. Bubbi Morthens er heldur betur ekki sáttur og segir að ferðamannabransinn ráði för á Íslandi. Við hin þurfum að taka höggið. Ferða bransin ræður landamæri opinn við hin tökum höggið— Bubbi Morthens (@BubbiMorthens) July 30, 2020 Emmsjé Gauti var ekki bjartsýnn fyrir blaðamannafundinn sem hófst klukkan 11 fyrir hádegi. Get ekki beðið eftir því að verða atvinnulaus aftur núna klukkan 11! :D— Emmsjé (@emmsjegauti) July 30, 2020 Og kannski var það skiljanlegt. Það eru svo blendnar tilfinningar í gangi. Auðvitað er þetta nauðsynlegt. Ég er samt svo reiður og sár.— Emmsjé (@emmsjegauti) July 30, 2020 Eins gott að það hafi verið gaman á Rey Cup litlu skítarnir ykkar.— Emmsjé (@emmsjegauti) July 30, 2020 Aron Kristinn Jónasson úr ClubDub segist vera orðinn atvinnulaus. jæja, þá er maður bara atvinnulaus— aron kristinn (@aronkristinn) July 30, 2020 Viðburðahaldarinn Steinþór Helgi Arnsteinsson birti nokkuð lýsandi tíst. pic.twitter.com/sp1VWRFx9a— Steinþór Helgi (@StationHelgi) July 30, 2020 Þorkell Máni Pétursson, útvarpsmaður og umboðsmaður, þakkar ríkisstjórninni fyrir „að draga okkur líka í svaðið.“ Skemmtistaða eigendur, viðburðarhaldarar og tónlistarfólk vill þakka ríkisstjorninni kærlega fyrir að draga okkur lika i svaðið. Höldum bara áfram að laga lekann í þakinu með fötu.— Máni Pétursson (@Manipeturs) July 30, 2020 Tónlistarmaðurinn Young Nazareth slær á létta strengi. Eru ekki allir spenntir fyrir fleiri livestream tónleikum? 🙃— Arnar (@youngnazareth) July 30, 2020 Leikkonan Saga Garðarsdóttir væri til í að loka landinu fyrir ferðamönnum. Mikið þætti mér gaman ef landið væri lokað fyrir ferðamönnum— Saga Garðarsdóttir (@harmsaga) July 30, 2020 Hagfræðingar finna til með tónlistarfólki. Hugur minn er hjá tónlistafólki, veitingamönnum og öllum þeim sem eiga allt sitt undir því að fólk geti komið saman.— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) July 30, 2020 Króli er ekki hrifinn af ferðamannaiðnaðinum. Credit: @meistarri pic.twitter.com/dTmIGvWMst— Króli🍍 (@Kiddioli) July 30, 2020 Jónas Óli, plötusnúður og meðeigandi á B5, er farinn að hugsa út í Skaupið. Hann er ekki sáttur með hertar aðgerðir. hver er að skrifa skaupið, hér er besti brandari ársins pic.twitter.com/sMxJuTJpY8— Jónas Óli (@jonasoli) July 30, 2020 Blaðamannafundurinn skemmti samt sumum. þetta var ekki aaalslæmur fundur. þetta gerðist til dæmis pic.twitter.com/huHCzRNhfT— Sóley Bergsteinsd. (@SoleyBergsteins) July 30, 2020
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tónlist Mest lesið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið D'Angelo er látinn Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Lífið Fleiri fréttir D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Sjá meira