Ólafur Arnalds tilnefndur til Emmy-verðlauna Kjartan Kjartansson skrifar 28. júlí 2020 16:19 Ólafur Arnalds eygir möguleika á Emmy-verðlaunum í haust. Benjamin Hardman Íslenski tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds var tilnefndur til bandarísku Emmy-sjónvarpsverðlaunanna fyrir besta titillag sjónvarpsþáttar í dag. Ólafur samdi titillagið fyrir glæpaþættina „Defending Jacob“. „Það var verið að tilnefna mig til Emmy-verðlauna,“ tilkynnti Ólafur fylgjendum sínum á Twitter nú í dag. I just got nominated for an Emmy Award! pic.twitter.com/nbhgplTtlZ— Ólafur Arnalds (@OlafurArnalds) July 28, 2020 Lag hans er eitt sex laga sem eru tilnefnd í flokknum besta frumsamda titillagið. Á meðal keppinauta Ólafs um verðlaunin er bandaríski rapparinn Rza úr sveitinni Wu-Tang en hann samdi tónlist fyrir heimildarmynd um sögu hennar. Eins og áður sagði samdi Ólafur titillag þáttanna en Atli Örvarsson samdi aðra tónlist í þeim. Til stendur að Emmy-verðlaunin verði veitt 20. september en ekki hefur verið tekin ákvörðun um snið verðlaunahátíðarinnar í ljósi kórónuveirufaraldursins. Tónlist Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Íslenski tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds var tilnefndur til bandarísku Emmy-sjónvarpsverðlaunanna fyrir besta titillag sjónvarpsþáttar í dag. Ólafur samdi titillagið fyrir glæpaþættina „Defending Jacob“. „Það var verið að tilnefna mig til Emmy-verðlauna,“ tilkynnti Ólafur fylgjendum sínum á Twitter nú í dag. I just got nominated for an Emmy Award! pic.twitter.com/nbhgplTtlZ— Ólafur Arnalds (@OlafurArnalds) July 28, 2020 Lag hans er eitt sex laga sem eru tilnefnd í flokknum besta frumsamda titillagið. Á meðal keppinauta Ólafs um verðlaunin er bandaríski rapparinn Rza úr sveitinni Wu-Tang en hann samdi tónlist fyrir heimildarmynd um sögu hennar. Eins og áður sagði samdi Ólafur titillag þáttanna en Atli Örvarsson samdi aðra tónlist í þeim. Til stendur að Emmy-verðlaunin verði veitt 20. september en ekki hefur verið tekin ákvörðun um snið verðlaunahátíðarinnar í ljósi kórónuveirufaraldursins.
Tónlist Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira