Þjóðir um allan heim herða aðgerðir sínar Heimir Már Pétursson skrifar 14. mars 2020 23:14 Aðgerðir spænskra stjórnvalda munu án efa hafa mikil áhrif á ferðamannaiðnaðinn í landinu. Vísir/AP Neyðarástandi verður lýst yfir á Spáni eftir ríkisstjórnarfund á morgun. Götur helstu borga landsins voru auðar í dag en óttast er að tala smitaðra fari í tíu þúsund í komandi viku. Veitingastöðum, börum og verslunum á Spáni verður gert að loka samkvæmt neyðarráðstöfunum stjórnvalda. En einstaklingum sem greinst hafa með kórónuveiruna hefur fjölgað um fimmtán hundruð á einum sólarhring og 120 manns hafa látist vegna hennar. Pedro Sanchez forsætisráðherra Spánar ávarpaði þjóðina í spænska sjónvarpinu í dag. „Ég tilkynnti hans hátign konungnum í dag að neyðarástandi sem nær til alls Spánar (þar með Kanaríeyja) verði lýst yfir eftir sérstakan ríkisstjórnarfund á morgun. Stjórnarskráin gerir ráð fyrir að hægt sé að grípa til ráðstafana sem þessarra á hættutímum eins og nú ríkja því miður í landi okkar og um allan heim,” sagði Sanchez. Fólk sem talað var við á götum úti var flest á því að aðgerðir sem þessar væru nauðsynlegar, eins og hinn 67 ára gamli fyrrverandi veitingastaðaeigandi á eftirlaunum Juan Jose Fernandez „Ég er þeirrar skoðunar að forsætisráðherrarann hefði átt að lýsa yfir neyðarástandi fyrir 15 dögum. Það hefði bjargað miklu í þessu landi,” sagði Fernandez. Forsætisráðherrann sagði að nú verði allar stofnanir samfélagsins virkjaðar til fulls til að hefta útbreiðslu veirunnar en því miður væru horfur á að í næstu viku hafi um tíu þúsund manns smitast af kórónuveirunni. Götur helstu stórborga Spánar, Madrid og Barcelona eru hálf tómar þar sem fólk heldur sig að mestu heima. Carmen Melon var ein fárra á ferli í miðborg Madrídar í dag og var ánægð með hvað fáir voru á ferli. „Ég bý hér í miðborginni og ég er mjög ánægð með að sjá að hún er tóm. Mér líkar að fólk skuli haga sér skynsamlega og haldi sig heima. Ég þurfti að vinna í eina klukkustund í dag en eftir það mun ég einnig halda mig heima,” sagði Melon sem var með andlitsgrímu til að verjast smiti. Það eru ekki bara Bandaríkjamenn og Danir sem hafa sett takmarkanir á ferðalög til landa sinna. Ungverjar hafa nú þegar bannað komur fólks frá Ítalíu, Íran, Kína og Suður Kóreu og í dag var tilkynnt að allir sem koma frá Ísrael þurfi að fara í tveggja vikna sóttkví. Háskólum landsins hefur þegar verið lokað en á mánudag verður öllum öðrum skólum einnig lokað. Victor Urban forsætisráðherra og eiginkona hans mættu á heilsugæslustöð í dag þar sem hiti þeirra var mældur og mótefnapróf tekin. „Við verðum að búa okkur undir að þetta ástand muni ekki vara aðeins í vikur heldur mánuði. Líf okkar allra mun breytast, ekki bara í nokkrar vikur heldur mánuðum saman,” sagði Urban meðal annars í ávarpi sem var tekið upp heima hjá honum og sjónvarpað í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Neyðarástandi verður lýst yfir á Spáni eftir ríkisstjórnarfund á morgun. Götur helstu borga landsins voru auðar í dag en óttast er að tala smitaðra fari í tíu þúsund í komandi viku. Veitingastöðum, börum og verslunum á Spáni verður gert að loka samkvæmt neyðarráðstöfunum stjórnvalda. En einstaklingum sem greinst hafa með kórónuveiruna hefur fjölgað um fimmtán hundruð á einum sólarhring og 120 manns hafa látist vegna hennar. Pedro Sanchez forsætisráðherra Spánar ávarpaði þjóðina í spænska sjónvarpinu í dag. „Ég tilkynnti hans hátign konungnum í dag að neyðarástandi sem nær til alls Spánar (þar með Kanaríeyja) verði lýst yfir eftir sérstakan ríkisstjórnarfund á morgun. Stjórnarskráin gerir ráð fyrir að hægt sé að grípa til ráðstafana sem þessarra á hættutímum eins og nú ríkja því miður í landi okkar og um allan heim,” sagði Sanchez. Fólk sem talað var við á götum úti var flest á því að aðgerðir sem þessar væru nauðsynlegar, eins og hinn 67 ára gamli fyrrverandi veitingastaðaeigandi á eftirlaunum Juan Jose Fernandez „Ég er þeirrar skoðunar að forsætisráðherrarann hefði átt að lýsa yfir neyðarástandi fyrir 15 dögum. Það hefði bjargað miklu í þessu landi,” sagði Fernandez. Forsætisráðherrann sagði að nú verði allar stofnanir samfélagsins virkjaðar til fulls til að hefta útbreiðslu veirunnar en því miður væru horfur á að í næstu viku hafi um tíu þúsund manns smitast af kórónuveirunni. Götur helstu stórborga Spánar, Madrid og Barcelona eru hálf tómar þar sem fólk heldur sig að mestu heima. Carmen Melon var ein fárra á ferli í miðborg Madrídar í dag og var ánægð með hvað fáir voru á ferli. „Ég bý hér í miðborginni og ég er mjög ánægð með að sjá að hún er tóm. Mér líkar að fólk skuli haga sér skynsamlega og haldi sig heima. Ég þurfti að vinna í eina klukkustund í dag en eftir það mun ég einnig halda mig heima,” sagði Melon sem var með andlitsgrímu til að verjast smiti. Það eru ekki bara Bandaríkjamenn og Danir sem hafa sett takmarkanir á ferðalög til landa sinna. Ungverjar hafa nú þegar bannað komur fólks frá Ítalíu, Íran, Kína og Suður Kóreu og í dag var tilkynnt að allir sem koma frá Ísrael þurfi að fara í tveggja vikna sóttkví. Háskólum landsins hefur þegar verið lokað en á mánudag verður öllum öðrum skólum einnig lokað. Victor Urban forsætisráðherra og eiginkona hans mættu á heilsugæslustöð í dag þar sem hiti þeirra var mældur og mótefnapróf tekin. „Við verðum að búa okkur undir að þetta ástand muni ekki vara aðeins í vikur heldur mánuði. Líf okkar allra mun breytast, ekki bara í nokkrar vikur heldur mánuðum saman,” sagði Urban meðal annars í ávarpi sem var tekið upp heima hjá honum og sjónvarpað í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira