Miss Universe Iceland 2020 fer fram í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ 21. ágúst og verður keppnin í beinni útsendingu hér á Vísi. Alþjóðleg dómnefnd velur þar fulltrúa Íslands sem tekur síðan þátt í Miss Universe en ekki hefur verið staðfest hvar eða hvenær sú keppni fer fram. Næstu vikur verður kynning á keppendum hér á Vísi.
Móeiður Svala Magnúsdóttir er 23 ára. Hún er á kafi í hestamennsku og elskar alla útivist.
„Ég hef bæði verið að keppa og temja. Ég hef mjög mikinn áhuga á tísku og öllu því tengt. Og svo elska ég að vera með vinum og fjölskyldu og ferðast,“ segir Móðeiður.
Morgunmaturinn?
Hafragrautur eða jógúrt
Helsta freistingin?
Gúmmíhlaup
Hvað ertu að hlusta á?
Sorry-Joel Corry
Hvað sástu síðast í bíó?
Svo langt síðan ég fór, hef ekki hugmynd!
Hvaða bók er á náttborðinu?
Dagbókin
Hver er þín fyrirmynd?
Finnst mikilvægt að geta verið sín eigin fyrirmynd
Hvað ætlarðu að gera í sumarfríinu?
Hestbak, vinir og ferðalög (innanlands)
Uppáhaldsmatur?
Humar
Uppáhaldsdrykkur?
Coca cola
Hver er frægasta persóna sem þú hefur hitt?
Snoop Dogg
Hvað hræðistu mest?
Missa einhvern nálægt mér

Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í?
Datt í flugvél
Hverju ertu stoltust af?
Systkinum mínum
Hefurðu einhvern leyndan hæfileika?
Baka
Hundar eða kettir?
Verð að segja hundar
Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir?
Hlaupa
En það skemmtilegasta?
Klárlega hestbak
Hverju vonastu til að Miss Universe skili þér?
Góðri reynslu og yndislegum vinkonum
Hvar sérðu þig eftir 5 ár?
Í hörkugóðri vinnu, með fjölskyldu og hund.