Hafna því að flóttamaðurinn sé smitaður Sylvía Hall skrifar 27. júlí 2020 07:18 Frá Pyongyang í Norður-Kóreu. Sé maðurinn smitaður er það fyrsta staðfesta tilfelli Covid-19 í Norður-Kóreu. Vísir/Getty Yfirvöld í Suður-Kóreu hafna því að maður sem flúði til landsins og sneri aftur til Norður-Kóreu fyrir rúmri viku síðan sé smitaður af kórónuveirunni. Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, lýsti yfir neyðarástandi vegna grunsins um að maðurinn væri smitaður, sem væri fyrsta staðfesta tilfelli Covid-19 í landinu. Hinn meinti smitberi er sagður hafa flúið Norður-Kóreu fyrir um þremur árum og snúið aftur þann 19. júlí. Á vef breska ríkisútvarpsins kemur fram að maðurinn sé grunaður um að hafa skriðið í gegnum frárennslisrör og synt um það bil 1,6 kílómetra til þess að koma sér yfir landamærin, en hann er sagður hafa farið svipaða leið þegar hann flúði fyrst fá norðrinu. Í gær var greint frá frá því að maðurinn væri grunaður um nauðgun í Suður-Kóreu. Yonhap fréttaveitan sagði yfirvöld hafa leitað 24 ára gamals manns frá Norður-Kóreu sem hafði nauðgað konu í síðasta mánuði sem flúði einnig frá landinu. Upptökur úr eftirlitsmyndavélum sýna að maðurinn synti yfir frá eyjunni Ganghwa og skreið svo undir gaddavír í frárennslisröri sem leiðir til Gulahafs. Þaðan synti hann yfir til Norður-Kóreu til borgarinnar Kaesong þar sem útgöngubanni hefur nú verið komið á vegna gruns um smit. Hingað til hafa norður-kóresk stjórnvöld haldið því fram að engin kórónuveirusmit hafi greinst í landinu. Því er mögulega um að ræða fyrsta opinbera tilfelli veirunnar í landinu lokaða. „Neyðaratvik varð í Kaesong þegar að flóttamaður, sem flúði til suðurs, sneri aftur með ólögmætum hætti og virðist smitaður af veirunni skæðu,“ sagði í fréttaflutningi ríkismiðilsins KCNA. Suður-Kórea Norður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Grunur um kórónuveirusmit í Norður-Kóreu Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, kallaði til neyðarfundar eftir að einstaklingur sem grunaður erum að vera smitaður af veirunni laumaðist yfir landamæri Norður- og Suður-Kóreu fyrr í mánuðinum. 25. júlí 2020 22:48 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira
Yfirvöld í Suður-Kóreu hafna því að maður sem flúði til landsins og sneri aftur til Norður-Kóreu fyrir rúmri viku síðan sé smitaður af kórónuveirunni. Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, lýsti yfir neyðarástandi vegna grunsins um að maðurinn væri smitaður, sem væri fyrsta staðfesta tilfelli Covid-19 í landinu. Hinn meinti smitberi er sagður hafa flúið Norður-Kóreu fyrir um þremur árum og snúið aftur þann 19. júlí. Á vef breska ríkisútvarpsins kemur fram að maðurinn sé grunaður um að hafa skriðið í gegnum frárennslisrör og synt um það bil 1,6 kílómetra til þess að koma sér yfir landamærin, en hann er sagður hafa farið svipaða leið þegar hann flúði fyrst fá norðrinu. Í gær var greint frá frá því að maðurinn væri grunaður um nauðgun í Suður-Kóreu. Yonhap fréttaveitan sagði yfirvöld hafa leitað 24 ára gamals manns frá Norður-Kóreu sem hafði nauðgað konu í síðasta mánuði sem flúði einnig frá landinu. Upptökur úr eftirlitsmyndavélum sýna að maðurinn synti yfir frá eyjunni Ganghwa og skreið svo undir gaddavír í frárennslisröri sem leiðir til Gulahafs. Þaðan synti hann yfir til Norður-Kóreu til borgarinnar Kaesong þar sem útgöngubanni hefur nú verið komið á vegna gruns um smit. Hingað til hafa norður-kóresk stjórnvöld haldið því fram að engin kórónuveirusmit hafi greinst í landinu. Því er mögulega um að ræða fyrsta opinbera tilfelli veirunnar í landinu lokaða. „Neyðaratvik varð í Kaesong þegar að flóttamaður, sem flúði til suðurs, sneri aftur með ólögmætum hætti og virðist smitaður af veirunni skæðu,“ sagði í fréttaflutningi ríkismiðilsins KCNA.
Suður-Kórea Norður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Grunur um kórónuveirusmit í Norður-Kóreu Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, kallaði til neyðarfundar eftir að einstaklingur sem grunaður erum að vera smitaður af veirunni laumaðist yfir landamæri Norður- og Suður-Kóreu fyrr í mánuðinum. 25. júlí 2020 22:48 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira
Grunur um kórónuveirusmit í Norður-Kóreu Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, kallaði til neyðarfundar eftir að einstaklingur sem grunaður erum að vera smitaður af veirunni laumaðist yfir landamæri Norður- og Suður-Kóreu fyrr í mánuðinum. 25. júlí 2020 22:48