Nýr leikur gerist á Íslandi: Fékk hugmyndina að framhaldi Senua á ferðalagi um landið Samúel Karl Ólason skrifar 25. júlí 2020 11:18 Tameem Antoniades, einn stofnanda Ninja Theory, fékk hugmyndina að leiknum á ferðalagi um Ísland. Leikurinn Senua's Saga: Hellblade 2 mun gerast á Íslandi. Þetta var tilkynnt á kynningu Microsoft á fimmtudaginn en fyrirtækið Ninja Theory framleiðir leikinn. Í myndbandi sem sýnt var á kynningunni fór Tameem Antoniades, einn stofnanda Ninja Theory, yfir það hvernig hann hafi fengið hugmyndina að framhaldsleiknum á ferð um Ísland og það hvernig framleiðsluferlið hefur verið. Hann segir teymi sitt hafa skapað níundu aldar útgáfu af Íslandi sem Senua, söguhetja leiksins, eigi að ferðast um. Þeirra útgáfa sé eins „raunveruleg“ og hægt hafi verið að hafa hana. Starfsmenn Ninja Theory og aðrir sem koma að leiknum ferðuðust til Íslands vegna vinnslunnar og tóku myndir, tóku upp hljóð og margt fleira vegna framleiðslunnar. Senua er stríðskona frá Orkneyjum og í fyrri leiknum yfirgaf hún eyjarnar eftir að víkingar brenndu þorp hennar og myrtu nánast alla sem þar bjuggu. Markmið hennar var að bjarga sál kærasta síns en leikurinn átti einnig að endurspegla baráttu fólks við geðræn vandamál. Hér að neðan má sjá umrætt myndband sem sýnt var á fimmtudaginn. Leikjavísir Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Sjá meira
Leikurinn Senua's Saga: Hellblade 2 mun gerast á Íslandi. Þetta var tilkynnt á kynningu Microsoft á fimmtudaginn en fyrirtækið Ninja Theory framleiðir leikinn. Í myndbandi sem sýnt var á kynningunni fór Tameem Antoniades, einn stofnanda Ninja Theory, yfir það hvernig hann hafi fengið hugmyndina að framhaldsleiknum á ferð um Ísland og það hvernig framleiðsluferlið hefur verið. Hann segir teymi sitt hafa skapað níundu aldar útgáfu af Íslandi sem Senua, söguhetja leiksins, eigi að ferðast um. Þeirra útgáfa sé eins „raunveruleg“ og hægt hafi verið að hafa hana. Starfsmenn Ninja Theory og aðrir sem koma að leiknum ferðuðust til Íslands vegna vinnslunnar og tóku myndir, tóku upp hljóð og margt fleira vegna framleiðslunnar. Senua er stríðskona frá Orkneyjum og í fyrri leiknum yfirgaf hún eyjarnar eftir að víkingar brenndu þorp hennar og myrtu nánast alla sem þar bjuggu. Markmið hennar var að bjarga sál kærasta síns en leikurinn átti einnig að endurspegla baráttu fólks við geðræn vandamál. Hér að neðan má sjá umrætt myndband sem sýnt var á fimmtudaginn.
Leikjavísir Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Sjá meira