Kröfðu farþega til Íslands um niðurstöður skimunar fyrir brottför Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. júlí 2020 18:37 British Airways hefur beðist afsökunar. Vísir/EPA Breska flugfélagið British Airways hefur beðist afsökunar á að hafa skikkað farþega sína frá Heathrow-flugvelli í London til Reykjavíkur til að framvísa neikvæðum niðurstöðum úr kórónuveiruprófi fyrir brottför. Farþegar frá Bretlandi þurfa að undirgangast skimun við komuna á Keflavíkurflugvöll. Félagið er hætt að krefja farþega um neikvæða niðurstöðu kórónuveiruprófs. Frá þessu er greint í The Independent. Þar segir að fjöldi farþega hafi bókað ferð til „eyjunnar í Norður-Atlantshafi sem er nánast ósködduð af kórónuveirunni“ í gegn um ferðaskrifstofuna Discover The World. Þá er haft eftir Clive Stacey, stofnanda ferðaskrifstofunnar, að hann hafi gert ítrekaðar tilraunir til þess að hnekkja kröfu flugfélagsins. Það hafi þó ekki gengið. Farþegarnir áttu upprunalega að koma hingað til lands með Icelandair, en þegar félagið hafi fellt niður flugið hafi það komið þeim yfir til British Airways, eins og reglur gera ráð fyrir. Síðarnefnda flugfélagið hafi hins vegar krafið alla farþega um að framvísa neikvæðri niðurstöðu kórónuveiruprófs, sem þeir hafi þurft að afla sjálfir. Við komuna til Íslands eru það hins vegar niðurstöður skimunar á Keflavíkurflugvelli sem gilda. „Staðreyndin er sú að Íslendingar taka ekki gild nein önnur próf en sín eigin og þau eiga að vera framkvæmd við komuna til Íslands. Veslings farþegar British Airways voru varaðir við því að þeim yrði meinað um borð í vélina ef þeir tækju ekki próf fyrir fram,“ hefur Independent eftir Stacey. Þá segir að farþegarnir hafi sjálfir þurft að greiða fyrir prófin, bæði fyrir flugið til Íslands og við komuna. Þannig hafi farþegarnir þurft að greiða 150 pund fyrir próf fyrir brottför, eða um 26.000 krónur. Próf hér á landi kosta 9.000 krónur ef bókað er fyrir fram, en 11.000 krónur þegar bókað er á staðnum. Farþegarnir hafi því getað þurft að greiða allt að 37.000 krónur fyrir prófin. Farþegar til Íslands ekki lengur prófaðir fyrir brottför Þá ber Stacey landamæraskimun hér á landi söguna vel. Hann segir prófin ganga hratt fyrir sig og niðurstöður berist fljótt, eftir um fjóra til fimm klukkutíma. „Þegar maður ferðast um Ísland veit fólk að maður hefur verið prófaður og það tekur spennuna úr aðstæðunum.“ Flugfélagið hefur nú beðist afsökunar á málinu og kveðst hætt að krefja farþega til Íslands um niðurstöður úr skimun fyrir kórónuveirunni. „Við mælum með því að viðskiptavinir okkar kynni sér reglur á áfangastað áður en ferðast er,“ hefur Independent eftir talsmanni British Airways. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Fleiri fréttir Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Sjá meira
Breska flugfélagið British Airways hefur beðist afsökunar á að hafa skikkað farþega sína frá Heathrow-flugvelli í London til Reykjavíkur til að framvísa neikvæðum niðurstöðum úr kórónuveiruprófi fyrir brottför. Farþegar frá Bretlandi þurfa að undirgangast skimun við komuna á Keflavíkurflugvöll. Félagið er hætt að krefja farþega um neikvæða niðurstöðu kórónuveiruprófs. Frá þessu er greint í The Independent. Þar segir að fjöldi farþega hafi bókað ferð til „eyjunnar í Norður-Atlantshafi sem er nánast ósködduð af kórónuveirunni“ í gegn um ferðaskrifstofuna Discover The World. Þá er haft eftir Clive Stacey, stofnanda ferðaskrifstofunnar, að hann hafi gert ítrekaðar tilraunir til þess að hnekkja kröfu flugfélagsins. Það hafi þó ekki gengið. Farþegarnir áttu upprunalega að koma hingað til lands með Icelandair, en þegar félagið hafi fellt niður flugið hafi það komið þeim yfir til British Airways, eins og reglur gera ráð fyrir. Síðarnefnda flugfélagið hafi hins vegar krafið alla farþega um að framvísa neikvæðri niðurstöðu kórónuveiruprófs, sem þeir hafi þurft að afla sjálfir. Við komuna til Íslands eru það hins vegar niðurstöður skimunar á Keflavíkurflugvelli sem gilda. „Staðreyndin er sú að Íslendingar taka ekki gild nein önnur próf en sín eigin og þau eiga að vera framkvæmd við komuna til Íslands. Veslings farþegar British Airways voru varaðir við því að þeim yrði meinað um borð í vélina ef þeir tækju ekki próf fyrir fram,“ hefur Independent eftir Stacey. Þá segir að farþegarnir hafi sjálfir þurft að greiða fyrir prófin, bæði fyrir flugið til Íslands og við komuna. Þannig hafi farþegarnir þurft að greiða 150 pund fyrir próf fyrir brottför, eða um 26.000 krónur. Próf hér á landi kosta 9.000 krónur ef bókað er fyrir fram, en 11.000 krónur þegar bókað er á staðnum. Farþegarnir hafi því getað þurft að greiða allt að 37.000 krónur fyrir prófin. Farþegar til Íslands ekki lengur prófaðir fyrir brottför Þá ber Stacey landamæraskimun hér á landi söguna vel. Hann segir prófin ganga hratt fyrir sig og niðurstöður berist fljótt, eftir um fjóra til fimm klukkutíma. „Þegar maður ferðast um Ísland veit fólk að maður hefur verið prófaður og það tekur spennuna úr aðstæðunum.“ Flugfélagið hefur nú beðist afsökunar á málinu og kveðst hætt að krefja farþega til Íslands um niðurstöður úr skimun fyrir kórónuveirunni. „Við mælum með því að viðskiptavinir okkar kynni sér reglur á áfangastað áður en ferðast er,“ hefur Independent eftir talsmanni British Airways.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Fleiri fréttir Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Sjá meira