Eins og margir Íslendingar hafa tekið eftir þá er þjóðin heldur betur að ferðast innanlands. Því má sjá marga húsbíla á þjóðveginum víða um landið.
Á YouTube-síðunni The DIY Mommy má sjá umfjöllun um algjöra endurnýjun á innanhúshönnun á húsbíl sem hjón í Bandaríkjunum fjárfesti í á Facebook fyrr á þessu ári.
Bíllinn var allur málaður að innan, skipt var um gólfefni og ný húsgögn komið fyrir með frábærri útkomu eins og sjá má hér að neðan.