„Halló Laddi, þetta er bara út í hött!“ Stefán Árni Pálsson skrifar 23. júlí 2020 11:30 Óli Stef og Sölvi Tryggva áttu í líflegum umræðum um menntakerfið. Skjáskot Ólafur Stefánsson, frumkvöðull og fyrrverandi handboltakappi, telur mikilvægt að viðhalda barninu í sér, elta drauma sína og þora að vera „skrýtni karlinn“. Ólafur, jafnan kallaður Óli Stef, vinnur mikið með börnum og er á því að það sé rúmlega tímabært að fara að hrista upp í menntakerfinu. Þetta kom fram í máli Óla í viðtali við Sölva Tryggvason í nýjasta hlaðvarpsþætti þess síðarnefnda. „Það sem við erum með núna, allt inni, allir að gera það sama, ertu ekki að fokking djóka í mér?? Halló Laddi, þetta er bara út í hött!!” segir Óli m.a. í líflegri umræðu um menntakerfið. Hann bætir við að hann vilji ekki vera of neikvæður, þar sem kerfið eins og það er núna sé það skásta sem við höfum og það muni þurfa hugrekki til að gera breytingar. „Byltingin étur náttúrulega börnin sín og fyrstu tilraunirnar sem við gerum, það verður kannski alls konar, en þá erum við að minnsta kosti að prófa og þroskast og læra.“ Óli er harður á því að við séum meira og minna öll undir álögum frá aðalnámskrá og það sé kominn tími til að breyta því. „Ef við myndum hvíla aðalnámskrá í ákveðinn tíma, það myndi krefja okkur um að þurfa að finna tæknilausnir til að stýra kerfinu miðað við nútímann. Við gætum búið til einhvers konar „Uber“ fyrir skóla. Ef einhver þarf leigubíl, þá er leigubílstjóri klár. Gætum við hannað einhvers konar kerfi, þar sem kennararnir væru í startholunum sem leigubílstjórar, hver með sína sérþekkingu? Allir elska að kenna það sem þeir elska. Á öðrum endanum er manneskja sem brennur fyrir eitthvað innst inni og á hinum endanum er manneskja sem elskar að læra eitthvað. Ef við getum tæknilega fundið einhverja leið til að láta þessar manneskjur mætast þegar þær vilja mætast, búum það til, málið dautt!” Í viðtalinu fara Sölvi og Óli Stef yfir bræðralagið sem myndaðist hjá Silfurliðinu frá Ólympíuleikunum í Peking, það að þora að fara út fyrir boxið, elta draumana, hvernig við getum hlúið sem best að börnunum okkar og margt fleira. Hluta úr viðtali Sölva við Óla má sjá hér að neðan. Viðtalið má nálgast í heild á Spotify og YouTube. Podcast með Sölva Tryggva Skóla - og menntamál Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira
Ólafur Stefánsson, frumkvöðull og fyrrverandi handboltakappi, telur mikilvægt að viðhalda barninu í sér, elta drauma sína og þora að vera „skrýtni karlinn“. Ólafur, jafnan kallaður Óli Stef, vinnur mikið með börnum og er á því að það sé rúmlega tímabært að fara að hrista upp í menntakerfinu. Þetta kom fram í máli Óla í viðtali við Sölva Tryggvason í nýjasta hlaðvarpsþætti þess síðarnefnda. „Það sem við erum með núna, allt inni, allir að gera það sama, ertu ekki að fokking djóka í mér?? Halló Laddi, þetta er bara út í hött!!” segir Óli m.a. í líflegri umræðu um menntakerfið. Hann bætir við að hann vilji ekki vera of neikvæður, þar sem kerfið eins og það er núna sé það skásta sem við höfum og það muni þurfa hugrekki til að gera breytingar. „Byltingin étur náttúrulega börnin sín og fyrstu tilraunirnar sem við gerum, það verður kannski alls konar, en þá erum við að minnsta kosti að prófa og þroskast og læra.“ Óli er harður á því að við séum meira og minna öll undir álögum frá aðalnámskrá og það sé kominn tími til að breyta því. „Ef við myndum hvíla aðalnámskrá í ákveðinn tíma, það myndi krefja okkur um að þurfa að finna tæknilausnir til að stýra kerfinu miðað við nútímann. Við gætum búið til einhvers konar „Uber“ fyrir skóla. Ef einhver þarf leigubíl, þá er leigubílstjóri klár. Gætum við hannað einhvers konar kerfi, þar sem kennararnir væru í startholunum sem leigubílstjórar, hver með sína sérþekkingu? Allir elska að kenna það sem þeir elska. Á öðrum endanum er manneskja sem brennur fyrir eitthvað innst inni og á hinum endanum er manneskja sem elskar að læra eitthvað. Ef við getum tæknilega fundið einhverja leið til að láta þessar manneskjur mætast þegar þær vilja mætast, búum það til, málið dautt!” Í viðtalinu fara Sölvi og Óli Stef yfir bræðralagið sem myndaðist hjá Silfurliðinu frá Ólympíuleikunum í Peking, það að þora að fara út fyrir boxið, elta draumana, hvernig við getum hlúið sem best að börnunum okkar og margt fleira. Hluta úr viðtali Sölva við Óla má sjá hér að neðan. Viðtalið má nálgast í heild á Spotify og YouTube.
Podcast með Sölva Tryggva Skóla - og menntamál Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira