Tenet loks að koma í kvikmyndahús Heiðar Sumarliðason skrifar 22. júlí 2020 19:31 John David Washington leikur aðalhlutverkið í væntanlegri kvikmynd Christophers Nolans. Kvikmyndin Tenet er nýjasta verk leikstjórans Christophers Nolans, en samkvæmt spám átti hún að vera stórmynd sumarsins. Útbreiðsla Covid-19 hefur haft það í för með sér að útgáfu hennar hefur margoft verið seinkað. Kvikmyndaverið Warner Bros hefur nú gefist upp á að láta kórónuveiruna ráða för, og mun myndin koma út á svæðum sem þykja örugg. Upprunaleg áætlun Warner var að bíða veiruna af sér og gefa myndina út alls staðar í heiminum á sama tíma, líkt og tíðkast með flestar stórmyndir. Nú virðist útséð um að langt er í þann dag, því hefur kvikmyndaverið brugðist við og mun gefa myndina út á nokkrum svæðum í einu. Þetta var hátturinn á árum áður, þegar stórmyndir komu sjaldnast út á sama tíma um heim allan. Warner hafa ekki enn gefið út nákvæma dagsetningu útgáfunnar, en samkvæmt heimildum tímaritsins Hollywood Reporter mun hún vera í síðari hluta ágústmánaðar. Warner ætla þó að bíða þar til í september með að gefa hana út í Bandaríkjunum. Þar mun hún koma út hægt og rólega, og fara víðar eftir því sem fleiri fylki gefa grænt ljós á opnun kvikmyndahúsa. Þó svo að kvikmyndahús víða um heim hafi opnað aftur síðustu misserin, er það helst óttinn við ólöglegt niðurhal sem hefur staðið í vegi fyrir að kvikmyndaverin bandarísku gefi myndir sínar út. En líklegt þykir að komist Tenet í ólöglega dreifingu á netinu muni það hafa neikvæð áhrif á aðsókn á þeim svæðum sem hafa ekki enn opnað bíóin. Innanbúðarmenn í Hollywood segja þetta vera þann veruleika sem kvikmyndabransinn búi við í dag og að ekki verði beðið lengur. Engar tekjur séu að koma í kassann, því sé rekstur kvikmyndahúsa og kvikmyndavera í hættu og bregðast verði við því. Íslensk kvikmyndahús verða að teljast líkleg til að fá myndina til sýningar um leið og hún kemur út. Hér að neðan er hægt að sjá stiklu myndarinnar. Stjörnubíó Mest lesið „Hann var bara draumur“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Létt og ljúffengt eplasalat Matur Rífandi stemning í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Kvikmyndin Tenet er nýjasta verk leikstjórans Christophers Nolans, en samkvæmt spám átti hún að vera stórmynd sumarsins. Útbreiðsla Covid-19 hefur haft það í för með sér að útgáfu hennar hefur margoft verið seinkað. Kvikmyndaverið Warner Bros hefur nú gefist upp á að láta kórónuveiruna ráða för, og mun myndin koma út á svæðum sem þykja örugg. Upprunaleg áætlun Warner var að bíða veiruna af sér og gefa myndina út alls staðar í heiminum á sama tíma, líkt og tíðkast með flestar stórmyndir. Nú virðist útséð um að langt er í þann dag, því hefur kvikmyndaverið brugðist við og mun gefa myndina út á nokkrum svæðum í einu. Þetta var hátturinn á árum áður, þegar stórmyndir komu sjaldnast út á sama tíma um heim allan. Warner hafa ekki enn gefið út nákvæma dagsetningu útgáfunnar, en samkvæmt heimildum tímaritsins Hollywood Reporter mun hún vera í síðari hluta ágústmánaðar. Warner ætla þó að bíða þar til í september með að gefa hana út í Bandaríkjunum. Þar mun hún koma út hægt og rólega, og fara víðar eftir því sem fleiri fylki gefa grænt ljós á opnun kvikmyndahúsa. Þó svo að kvikmyndahús víða um heim hafi opnað aftur síðustu misserin, er það helst óttinn við ólöglegt niðurhal sem hefur staðið í vegi fyrir að kvikmyndaverin bandarísku gefi myndir sínar út. En líklegt þykir að komist Tenet í ólöglega dreifingu á netinu muni það hafa neikvæð áhrif á aðsókn á þeim svæðum sem hafa ekki enn opnað bíóin. Innanbúðarmenn í Hollywood segja þetta vera þann veruleika sem kvikmyndabransinn búi við í dag og að ekki verði beðið lengur. Engar tekjur séu að koma í kassann, því sé rekstur kvikmyndahúsa og kvikmyndavera í hættu og bregðast verði við því. Íslensk kvikmyndahús verða að teljast líkleg til að fá myndina til sýningar um leið og hún kemur út. Hér að neðan er hægt að sjá stiklu myndarinnar.
Stjörnubíó Mest lesið „Hann var bara draumur“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Létt og ljúffengt eplasalat Matur Rífandi stemning í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira