Formúlu 1 stjarnan, Lewis Hamilton, er allt annað en sáttur með mörg lið innan formúlunnar sem og formúlusambandið. Hann er ekki sáttur með framgöngu þeirra í baráttunni gegn rasisma.
Hamilton skýtur föstum skotum í átt að sambandinu sem og nokkrum liðum að ekki hafi verið meira gert úr baráttunni í keppni helgarinnar.
Hamilton sem og fleiri krupu um helgina til þess að sýna baráttunni lið en þessi sexfaldi heimsmeistari ritaði færslu um þetta á Instagram-síðu sína.
„Í dag keyrði ég fyrir alla þá sem eru að berjast fyrir jákvæðum breytingum og berjast fyrir ójöfnuði, en því miður þá þurfum við sem íþrótt að gera svo mikið meira,“ byrjar Hamilton pistil sinn.
„Þetta er vandræðalegt hversu mörg lið hafa enn ekki tjáð sig um þetta eða að við höfum ekki getað fundið tíma til þess að ákveða eitthvað táknrænt sem við höfðum getað gert fyrir keppnina, til þess að reyna stöðva rasisma.“
„Það skiptir ekki máli hvort að þú stendur eða krýpur en við myndum sýna heiminum að F1 er sameinuð í því að það eigi að vera jafnrétti og engin aðgreining. F1 og FIA þurfa að gera meira.“