Lokaumferðin í spænsku úrvalsdeildinni fór fram í kvöld en ekki var ýkja mikil spenna fyrir hana. Real Madrid búið að tryggja sér titilinn og lítil barátta um önnur sæti.
Leganes átti reyndar möguleika á að lyfta sér upp í öruggt sæti með sigri gegn meisturum Real Madrid í kvöld en þrátt fyrir hetjulega baráttu tókst þeim ekki að leggja Madridarliðið þar sem lokatölur urðu 2-2.
Real Sociedad tryggði sér síðasta sætið í Evrópudeildinni með því að gera 1-1 jafntefli við Atletico Madrid en fyrir lokaumferðina var ráðið að Real Madrid, Barcelona, Atletico Madrid og Sevilla væru á leið í Meistaradeild Evrópu á næstkomandi leiktíð.
Leganes, Mallorca og Espanyol kveðja spænsku úrvalsdeildina að þessu sinni.