Lagið Jaja Ding Dong hefur vakið heimsathygli frá því að það kom fyrst út í kvikmynd Will Ferrells, Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, var frumsýnd á streymisveitunni Netflix í júní.
Myndin er að stórum hluta tekin upp á Húsavík og það var einmitt þar sem lagið Jaja Ding Dong var flutt, við gríðarlegan fögnuð Húsvíkinganna sem á hlýddu. Og sumar persónur myndarinnar voru hrifnari af laginu en aðrar.
Í kjölfarið var opnaður bar á Húsavík sem heitir Jaja Ding Ding.
Netflix framleiddi kvikmyndina og nú er hægt að hlusta á lagið í 10 klukkustundir á YouTube-síðu Netflix eins og sjá má hér að neðan.