„Hefur hjálpað okkur að jarðtengjast eftir margra ára ferðalög og hörku“ Stefán Árni Pálsson skrifar 16. júlí 2020 12:30 MAMMÚT gefur út plötuna 23.október. mynd/saga sig „Lögin tvö tilbiðja bæði eldinn og sólina sem færa okkur birtuna. Þetta eru lög sem eru á væntanlegu plötunni okkar, Ride The Fire, sem kemur út í haust,“ segir Katrína Mogensen söngkona í sveitinni MAMMÚT en sveitin gefur úr nýja plötu 23. október. Platan er tekin upp í bæði London og Reykjavík og er unnin á mun meiri hraða en fyrri plötur. „Hraðinn gerði okkur kleift að hugsa minna og treysta meira á ferlið. Titill plötunnar vísar svo í að leyfa ferlinu að leiða sig áfram, gleyma sér í því sem til manns kemur,“ segir Alexandra Baldursdóttir gítarleikari í MAMMÚT. Síðasta plata sveitarinnar, Kinder Version kom út 2017, en margt hefur breyst síðan þá en stærsta breytingin er sú að trommuleikarinn, Andri Bjartur Jakobsson, hætti í bandinu og við tók Valgeir Skorri Vernharðsson en Andri var búin að vera í Mammút frá árinu 2003. „Með nýrri tónlist koma alltaf nýjar áherslur, það hefur ekki enn almennilega komið í ljós hvaða nýju áherslur Ride the Fire mun hafa í för með sér á sviði. Við höfum lítið spilað nýja efnið, en það er oftast á sviði þar sem hugmyndir skerpast og bandið fléttast saman innbyrðis,“ segir Katrína. En hvernig hefur ástandið í heiminum farið í bandið MAMMÚT? „Við nennum ekki að tala um Covid,“ segja þær. „Framhaldið lítur þannig út í kjölfar útgáfunnar að við munum koma fram á Innipúkanum, gefa svo út meira efni og ferðast svo um fjöll og firnindi og kannski dimma dali,“ segir Alexandra. „Ride the Fire hefur hjálpað okkur að jarðtengjast eftir margra ára ferðalög og hörku í tónlistarbransanum. Hún er staðfesting á því að lífið er vesen og við elskum lífið,“ segir Katrína. Ride the Fire er fimmta plata hljómsveitarinnar. Í dag kemur út tveggja laga smáskífa með lögunum Sun and Me og Fire. Hér má hlusta á lögin. „Þetta er samtal við sólina. Textinn er tilraun til að fanga ofsafengna krafta hennar,“ segir Katrína. Tónlist Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira
„Lögin tvö tilbiðja bæði eldinn og sólina sem færa okkur birtuna. Þetta eru lög sem eru á væntanlegu plötunni okkar, Ride The Fire, sem kemur út í haust,“ segir Katrína Mogensen söngkona í sveitinni MAMMÚT en sveitin gefur úr nýja plötu 23. október. Platan er tekin upp í bæði London og Reykjavík og er unnin á mun meiri hraða en fyrri plötur. „Hraðinn gerði okkur kleift að hugsa minna og treysta meira á ferlið. Titill plötunnar vísar svo í að leyfa ferlinu að leiða sig áfram, gleyma sér í því sem til manns kemur,“ segir Alexandra Baldursdóttir gítarleikari í MAMMÚT. Síðasta plata sveitarinnar, Kinder Version kom út 2017, en margt hefur breyst síðan þá en stærsta breytingin er sú að trommuleikarinn, Andri Bjartur Jakobsson, hætti í bandinu og við tók Valgeir Skorri Vernharðsson en Andri var búin að vera í Mammút frá árinu 2003. „Með nýrri tónlist koma alltaf nýjar áherslur, það hefur ekki enn almennilega komið í ljós hvaða nýju áherslur Ride the Fire mun hafa í för með sér á sviði. Við höfum lítið spilað nýja efnið, en það er oftast á sviði þar sem hugmyndir skerpast og bandið fléttast saman innbyrðis,“ segir Katrína. En hvernig hefur ástandið í heiminum farið í bandið MAMMÚT? „Við nennum ekki að tala um Covid,“ segja þær. „Framhaldið lítur þannig út í kjölfar útgáfunnar að við munum koma fram á Innipúkanum, gefa svo út meira efni og ferðast svo um fjöll og firnindi og kannski dimma dali,“ segir Alexandra. „Ride the Fire hefur hjálpað okkur að jarðtengjast eftir margra ára ferðalög og hörku í tónlistarbransanum. Hún er staðfesting á því að lífið er vesen og við elskum lífið,“ segir Katrína. Ride the Fire er fimmta plata hljómsveitarinnar. Í dag kemur út tveggja laga smáskífa með lögunum Sun and Me og Fire. Hér má hlusta á lögin. „Þetta er samtal við sólina. Textinn er tilraun til að fanga ofsafengna krafta hennar,“ segir Katrína.
Tónlist Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira