Leipzig á meiri möguleika að vinna Meistaradeildina en Liverpool banarnir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júlí 2020 11:00 Diego Simeone, stjóri Atletico Madrid í leik Liverpool og Atletico Madrid á Anfield í Liverpool í mars. EPA-EFE/PETER POWELL Manchester City er sigurstranglegasta liðið í Meistaradeildinni af þeim sem eru enn á lífi í keppninni sem hefst á ný í næsta mánuði. Bestu lið Evrópu hafa einbeitt sér að því að klára deildarkeppnir sínar í júní og júlí en nú er farið að styttast í því að þau geti farið að einbeita sér að Meistaradeildinni. Lokakafli Meistaradeildarinnar fer fram með allt öðrum hætti en áður því hún verður nú kláruð á tíu dögum í ágúst og fara allir leikirnir fram í borginni Lissabon í Portúgal. Það á reyndar eftir að klára fjóra seinni leiki í sextán liða úrslitunum en svo tekur við eins leiks útsláttarkeppni eins og HM eða EM. Það var dregið út alla keppnina í síðustu viku og það hjálpaði mönnum að gera sér grein fyrir möguleikum hvers liðs fyrir sig. Tölfræðingarnir á fivethirtyeight.com hafa nú reiknað út sigurlíkur allra liðann sem eru eftir í Meistaradeildinni. ?? 12. Chelsea - less than 1% chance?? 9. Juventus - only 2% chance?? 4. Barcelona - 9% chanceThe awkward moment Liverpool lost to a team with only a 7% chance of winning ??https://t.co/N7BERSmb3y— GiveMeSport (@GiveMeSport) July 10, 2020 Manchester City er ekki komið áfram í átta liða úrslitin en það eru samt 29 prósent líkur á því að þeir vinni úrslitaleikinn í Meistaradeildinni og 41 prósent líkur á því að þeir komist þangað. Manchester City vann 2-1 útisigur á Real Madrid í fyrri leik þeirra í sextán liða úrslitunum en liðin mætast aftur á Ethiad leikvanginum í Manchester 7. ágúst næstkomandi. Næstmestar líkur eru á því að Bayern München vinni eða 23 prósent og franska liðið Paris Saint Germain er síðan í þriðja sætið með 15 prósent líkur. PSG sleppur við Manchester City, Real Madrid, Juventus, Barcelona og Bayern München á mögulegri leið sinni í úrslitaleikinn. RB Leipzig mætir Liverpool bönunum í Atlético Madrid í átta liða úrslitunum og það eru meiri líkur á því að þýska liðið verði Evrópumeistari (8%) en að liðið sem sló út Evrópu-, heims- og Englandsmeistara Liverpool. Það munar reyndar bara einu prósenti. Minnstar líkur á sigri í Meistaradeildinni eru þrjú lið sem eiga líka eftir að spila seinni leikinn sinn í sextán liða úrslitunum en það eru Lyon, Napoli og Chelsea. Chelsea tapaði 3-0 á heimavelli á móti Bayern München í fyrri leiknum og á nánast enga möguleika á því að komast áfram. Napoli náði hins vegar jafntefli á móti Barcelona og Lyon vann Juventus. Það breytir því þó ekki að bæði þessi lið eru með undir 1 prósent líkur á að þau fari alla leið í keppninni. Sigurlíkur liðanna sem eru eftir í Meistaradeildinni: Manchester City 29% Bayern München 23% Paris Saint Germain 15% Barcelona 9% RB Leipzig 8% Atlético Madrid 7% Atalanta 5% Real Madrid 2% Juventus 2% Lyon <1% Napoli <1% Chelsea <1% Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Fleiri fréttir „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Sjá meira
Manchester City er sigurstranglegasta liðið í Meistaradeildinni af þeim sem eru enn á lífi í keppninni sem hefst á ný í næsta mánuði. Bestu lið Evrópu hafa einbeitt sér að því að klára deildarkeppnir sínar í júní og júlí en nú er farið að styttast í því að þau geti farið að einbeita sér að Meistaradeildinni. Lokakafli Meistaradeildarinnar fer fram með allt öðrum hætti en áður því hún verður nú kláruð á tíu dögum í ágúst og fara allir leikirnir fram í borginni Lissabon í Portúgal. Það á reyndar eftir að klára fjóra seinni leiki í sextán liða úrslitunum en svo tekur við eins leiks útsláttarkeppni eins og HM eða EM. Það var dregið út alla keppnina í síðustu viku og það hjálpaði mönnum að gera sér grein fyrir möguleikum hvers liðs fyrir sig. Tölfræðingarnir á fivethirtyeight.com hafa nú reiknað út sigurlíkur allra liðann sem eru eftir í Meistaradeildinni. ?? 12. Chelsea - less than 1% chance?? 9. Juventus - only 2% chance?? 4. Barcelona - 9% chanceThe awkward moment Liverpool lost to a team with only a 7% chance of winning ??https://t.co/N7BERSmb3y— GiveMeSport (@GiveMeSport) July 10, 2020 Manchester City er ekki komið áfram í átta liða úrslitin en það eru samt 29 prósent líkur á því að þeir vinni úrslitaleikinn í Meistaradeildinni og 41 prósent líkur á því að þeir komist þangað. Manchester City vann 2-1 útisigur á Real Madrid í fyrri leik þeirra í sextán liða úrslitunum en liðin mætast aftur á Ethiad leikvanginum í Manchester 7. ágúst næstkomandi. Næstmestar líkur eru á því að Bayern München vinni eða 23 prósent og franska liðið Paris Saint Germain er síðan í þriðja sætið með 15 prósent líkur. PSG sleppur við Manchester City, Real Madrid, Juventus, Barcelona og Bayern München á mögulegri leið sinni í úrslitaleikinn. RB Leipzig mætir Liverpool bönunum í Atlético Madrid í átta liða úrslitunum og það eru meiri líkur á því að þýska liðið verði Evrópumeistari (8%) en að liðið sem sló út Evrópu-, heims- og Englandsmeistara Liverpool. Það munar reyndar bara einu prósenti. Minnstar líkur á sigri í Meistaradeildinni eru þrjú lið sem eiga líka eftir að spila seinni leikinn sinn í sextán liða úrslitunum en það eru Lyon, Napoli og Chelsea. Chelsea tapaði 3-0 á heimavelli á móti Bayern München í fyrri leiknum og á nánast enga möguleika á því að komast áfram. Napoli náði hins vegar jafntefli á móti Barcelona og Lyon vann Juventus. Það breytir því þó ekki að bæði þessi lið eru með undir 1 prósent líkur á að þau fari alla leið í keppninni. Sigurlíkur liðanna sem eru eftir í Meistaradeildinni: Manchester City 29% Bayern München 23% Paris Saint Germain 15% Barcelona 9% RB Leipzig 8% Atlético Madrid 7% Atalanta 5% Real Madrid 2% Juventus 2% Lyon <1% Napoli <1% Chelsea <1%
Sigurlíkur liðanna sem eru eftir í Meistaradeildinni: Manchester City 29% Bayern München 23% Paris Saint Germain 15% Barcelona 9% RB Leipzig 8% Atlético Madrid 7% Atalanta 5% Real Madrid 2% Juventus 2% Lyon <1% Napoli <1% Chelsea <1%
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Fleiri fréttir „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Sjá meira