Á YouTube-rásinni Architectural Digest má reglulega finna myndbönd þar sem þekkt fólk leyfir áhorfendum að kíkja í heimsókn og sjá heimili þeirra.
Að þessu sinni tók leikarinn Jerry Angelo Brooks, betur þekktur sem J.B. Smoove, sjálfur upp myndband þar sem hann sýnir inn í húsbíl.
Smoove byrjaði sinn ferill í gamanþáttunum Saturday Night Live en nýlega sló hann í gegn í þáttunum Curb Your Enthusiasm.
Smoove hefur tekið húsbílinn alveg í gegn og má til að mynda finna fimm sjónvarpstæki inni í bifreiðinni. Heldur betur smekklegur húsbíll eins og sjá má hér að neðan.