Alltaf þrisvar í kalda pottinn og margt sem lærðist af kórónuveirunni Rakel Sveinsdóttir skrifar 11. júlí 2020 10:00 Framkvæmdastjóri Mannauðsfólks á Íslandi, Sigrún Kjartansdóttir. Vísir/Vilhelm Sigrún Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi, vaknar snemma á morgnana og skellir sér í ræktina þar sem hún kennir sjálf þrjá morgna í viku. Hún segir mikið álag hafa verið starfsmönnum mannauðsdeilda síðustu mánuði og margt hafi lærst af Covid sem er komið til að vera. Að hennar mati þurfa fyrirtæki ekki aðeins að huga vel að mannauðstjórnun heldur telur hún stöðu þeirra best eiga heima í framkvæmdastjórn. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna almennt frekar snemma. Þrjá morgna í viku kenni ég leikfimi klukkan 7:45 og þarf þá morgna að vakna rétt fyrir klukkan sex. Þessi morgunleikfimikennsla hefur gert það að verkum að mér finnst gott að vakna snemma hina dagana líka og jafnvel um helgar er ég komin á fætur milli klukkan sjö og átta.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég klikka aldrei á sturtunni. Sturtan er það fyrsta sem ég geri á hverjum morgni. Jafnvel þá morgna sem ég fer beint í leikfimisfötin og svo beint að kenna, þá fer ég alltaf í sturtu áður og mæti fersk í kennsluna. Eftir hvern tíma fer ég svo líka í heita nuddpottinn og kalda pottinn í sundlauginni en ég er að kenna leikfimi í World Class í Breiðholti sem er tengd Breiðholtssundlauginni. Sú laug er að mínu mati ein besta sundlaugin á bænum og ég sleppi því aldrei að fara í heitu pottana eftir hvern tíma samhliða því sem ég fer þrisvar sinnum í þann kalda líka. Þessi rútína er pínu heilög hjá mér. Þessir pottar og sérstaklega sá kaldi er allra meina bót enda labba ég endurnærð bæði á líkama og sál út úr ræktinni og sundlauginni á hverjum morgni.“ Hvernig er tónninn í þínu fólki fyrir haustið, þ.e. mannauðstjórum almennt? „Mannauðsstjórar og starfsmenn mannauðsdeildanna hafa heldur betur staðið í ströngu við skipulagningu og utan umhald allra aðgerðanna sem þurfti að grípa til þegar COVID reið yfir og svo einnig nú þegar allir starfsmenn eruð að koma aftur til baka. Ég finn fyrir miklum krafti og áhuga fólksins okkar við að nýta sér þau tækifæri sem sköpuðust við þessar einkennilegu aðstæður eins og til dæmis fjarvinna og fjarfundamenning. Þetta eru hlutir sem eru komnir til að vera og það verður áhugavert að sjá hvernig fyrirtækin og starfmennirnir ná að nýta sér þessa hluti sér til góðs. „Hluti“ sem við vorum í raun pínd til að fara út í. Síðan er mikið af nýjum og spennandi áskorunum sem við stöndum frammi fyrir eins og ný kynslóð starfsmanna sem er að koma inn á vinnumarkaðinn, sífelldar og endalausar tækniframfarir sem og mikilvægi þess að „fjöllbreytileiki“ starfsmanna fái að blómstra með öllum sínum séreinkennum sem bara efla og strykja skipulagsheildina.“ Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Þessa dagana er ég að ljúka undirbúningi Mannauðsdagsins okkar sem haldinn verður 2. október næstkomandi, en Mannauðsdagurinn er stærsti viðburður Mannauðs, sem er félag mannauðsfólks á Íslandi á hverju ári. Undirbúningurinn er heilmikill og hefst strax í byrjun hvers árs. Hann felst í því að velja viðfangsefni til umfjöllunar og finna bestu fyrirlesara sem völ er á til að fjalla um efnið, bæði erlenda og íslenska.Það þarf að funda með þeim og stilla upp heildardagskránni. Þegar því er lokið tekur markaðssetning dagsins við með tilheyrandi markaðsvinnu og sölu á aðgangsmiðum. Dagskrá Mannauðsdagsins má sjá á vefnum okkar www.mannaudsfolk.is. Ráðstefnan er opin öllum en í ár ber hún yfirskriftina „Framsækin mannauðsstjórnun – Lykill að breyttri framtíð“ og munum við fjalla mikið um þær nýju áskoranir sem standa stjórnendum og öllu mannauðsfólki fyrir dyrum í tengslum við breytta framtíð, nýja tækni og nýja kynslóð starfsmanna sem er að koma inn á vinnumarkaðinn. Svo er heilbrigð fyrirtækjamenning gríðarlega mikilvæg hverju fyrirtæki sem og vellíðan starfsfólks ásamt mikilvægi þess að fjölbreytileiki starfsmanna sé nýttur sem kostur en ekki litið á hann sem hindrun. Svo er það eitt stórt mál sem ég brenn mikið fyrir en það er staða „mannauðsstjórnunar“ innan fyrirtækjanna í dag. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir fyrirtæki að hafa öflugan mannauðsstjóra og gott og öflugt starfsfólk sem sinnir mannauðsmálum fyrirtækja. Í ljósi þess tel ég það bæði nauðsynlegt og mjög mikilvægt að mannauðsstjórinn sitji í framkvæmdastjórn fyrirtækisins og taki þátt í stefnumótun og öllu þeim ákvörðunum sem teknar eru í fyrirtækinu. Þannig nær hann að stýra mannauðsmálunum með meiri framsýni og framsækni en ella, því ef fyrirtækið hefur ekki á rétta starfsfólkinu á að skipa til að vinna í þeim verkefnum sem ákveðin eru, þá eru minni líkur á að fyrirtækið verði ofan á í samkeppninni. Þetta tel ég lykilatriði.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég er almennt frekar skipulögð og hef það „mottó“ að bíða ekki með hlutina til morguns ef ég get klárað þá í dag.Einnig hefur mér alltaf fundist gott að vinna mér hlutina í haginn og vera jafnvel búin með þá fyrir „deadline“. Það kemur oft eitthvað uppá sem þarf að sinna og þá hef ég góðan tíma til þess og get unnið það án þess að lenda í einhverju stressi með þá.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Þar sem ég kenni leikfimi upp úr klukkan sex þrjá morgna á viku, þá reyni ég að vera sofnuð fyrir miðnættið. Annars hef ég aldrei þurft að sofa mikið og finnst oft gott að nota kvöldin í alls konar hluti sem ég næ ekki að vinna yfir daginn. Og svo er líka mjög gott að gleyma sér yfir einhverjum spennuþættinum í sjónvarpinu.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir Hrikalega gamaldags í skipulagi og í fjarfundarhugleiðslu með Guðna Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum og í þetta sinn situr Einar Bárðason fyrir svörum sem segir skipulagið sitt gamaldags og plokkið hina bestu núvitund. 4. júlí 2020 10:00 Einstein, Newton og íslenska smjörið ferskt á borðinu í mánuð Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum og í þetta sinn er það Kolbrún Sigurðardóttir myndlistarmaður, hönnuður, kennari og framkvæmdastjóri sem situr fyrir svörum. 27. júní 2020 10:00 „Pommodoro“ tæknin, golfsveifla í tómu tjóni og öðruvísi sumar Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum og í þetta sinn er spjallið tekið við Magnús Sigurbjörnsson sem starfar sem stafrænn ráðgjafi en er einnig í meistaranámi í HR. 20. júní 2020 10:00 Kvennagengið Barmar í laxveiði, 202 km sund og praktísk verkefni á kvöldin Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum og þessa helgina segir Dögg Hjaltalín bókaútgefandi okkur frá uppáhalds laxveiðiánnum sínum, helstu verkefnunum og fleira. 13. júní 2020 10:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Sigrún Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi, vaknar snemma á morgnana og skellir sér í ræktina þar sem hún kennir sjálf þrjá morgna í viku. Hún segir mikið álag hafa verið starfsmönnum mannauðsdeilda síðustu mánuði og margt hafi lærst af Covid sem er komið til að vera. Að hennar mati þurfa fyrirtæki ekki aðeins að huga vel að mannauðstjórnun heldur telur hún stöðu þeirra best eiga heima í framkvæmdastjórn. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna almennt frekar snemma. Þrjá morgna í viku kenni ég leikfimi klukkan 7:45 og þarf þá morgna að vakna rétt fyrir klukkan sex. Þessi morgunleikfimikennsla hefur gert það að verkum að mér finnst gott að vakna snemma hina dagana líka og jafnvel um helgar er ég komin á fætur milli klukkan sjö og átta.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég klikka aldrei á sturtunni. Sturtan er það fyrsta sem ég geri á hverjum morgni. Jafnvel þá morgna sem ég fer beint í leikfimisfötin og svo beint að kenna, þá fer ég alltaf í sturtu áður og mæti fersk í kennsluna. Eftir hvern tíma fer ég svo líka í heita nuddpottinn og kalda pottinn í sundlauginni en ég er að kenna leikfimi í World Class í Breiðholti sem er tengd Breiðholtssundlauginni. Sú laug er að mínu mati ein besta sundlaugin á bænum og ég sleppi því aldrei að fara í heitu pottana eftir hvern tíma samhliða því sem ég fer þrisvar sinnum í þann kalda líka. Þessi rútína er pínu heilög hjá mér. Þessir pottar og sérstaklega sá kaldi er allra meina bót enda labba ég endurnærð bæði á líkama og sál út úr ræktinni og sundlauginni á hverjum morgni.“ Hvernig er tónninn í þínu fólki fyrir haustið, þ.e. mannauðstjórum almennt? „Mannauðsstjórar og starfsmenn mannauðsdeildanna hafa heldur betur staðið í ströngu við skipulagningu og utan umhald allra aðgerðanna sem þurfti að grípa til þegar COVID reið yfir og svo einnig nú þegar allir starfsmenn eruð að koma aftur til baka. Ég finn fyrir miklum krafti og áhuga fólksins okkar við að nýta sér þau tækifæri sem sköpuðust við þessar einkennilegu aðstæður eins og til dæmis fjarvinna og fjarfundamenning. Þetta eru hlutir sem eru komnir til að vera og það verður áhugavert að sjá hvernig fyrirtækin og starfmennirnir ná að nýta sér þessa hluti sér til góðs. „Hluti“ sem við vorum í raun pínd til að fara út í. Síðan er mikið af nýjum og spennandi áskorunum sem við stöndum frammi fyrir eins og ný kynslóð starfsmanna sem er að koma inn á vinnumarkaðinn, sífelldar og endalausar tækniframfarir sem og mikilvægi þess að „fjöllbreytileiki“ starfsmanna fái að blómstra með öllum sínum séreinkennum sem bara efla og strykja skipulagsheildina.“ Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Þessa dagana er ég að ljúka undirbúningi Mannauðsdagsins okkar sem haldinn verður 2. október næstkomandi, en Mannauðsdagurinn er stærsti viðburður Mannauðs, sem er félag mannauðsfólks á Íslandi á hverju ári. Undirbúningurinn er heilmikill og hefst strax í byrjun hvers árs. Hann felst í því að velja viðfangsefni til umfjöllunar og finna bestu fyrirlesara sem völ er á til að fjalla um efnið, bæði erlenda og íslenska.Það þarf að funda með þeim og stilla upp heildardagskránni. Þegar því er lokið tekur markaðssetning dagsins við með tilheyrandi markaðsvinnu og sölu á aðgangsmiðum. Dagskrá Mannauðsdagsins má sjá á vefnum okkar www.mannaudsfolk.is. Ráðstefnan er opin öllum en í ár ber hún yfirskriftina „Framsækin mannauðsstjórnun – Lykill að breyttri framtíð“ og munum við fjalla mikið um þær nýju áskoranir sem standa stjórnendum og öllu mannauðsfólki fyrir dyrum í tengslum við breytta framtíð, nýja tækni og nýja kynslóð starfsmanna sem er að koma inn á vinnumarkaðinn. Svo er heilbrigð fyrirtækjamenning gríðarlega mikilvæg hverju fyrirtæki sem og vellíðan starfsfólks ásamt mikilvægi þess að fjölbreytileiki starfsmanna sé nýttur sem kostur en ekki litið á hann sem hindrun. Svo er það eitt stórt mál sem ég brenn mikið fyrir en það er staða „mannauðsstjórnunar“ innan fyrirtækjanna í dag. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir fyrirtæki að hafa öflugan mannauðsstjóra og gott og öflugt starfsfólk sem sinnir mannauðsmálum fyrirtækja. Í ljósi þess tel ég það bæði nauðsynlegt og mjög mikilvægt að mannauðsstjórinn sitji í framkvæmdastjórn fyrirtækisins og taki þátt í stefnumótun og öllu þeim ákvörðunum sem teknar eru í fyrirtækinu. Þannig nær hann að stýra mannauðsmálunum með meiri framsýni og framsækni en ella, því ef fyrirtækið hefur ekki á rétta starfsfólkinu á að skipa til að vinna í þeim verkefnum sem ákveðin eru, þá eru minni líkur á að fyrirtækið verði ofan á í samkeppninni. Þetta tel ég lykilatriði.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég er almennt frekar skipulögð og hef það „mottó“ að bíða ekki með hlutina til morguns ef ég get klárað þá í dag.Einnig hefur mér alltaf fundist gott að vinna mér hlutina í haginn og vera jafnvel búin með þá fyrir „deadline“. Það kemur oft eitthvað uppá sem þarf að sinna og þá hef ég góðan tíma til þess og get unnið það án þess að lenda í einhverju stressi með þá.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Þar sem ég kenni leikfimi upp úr klukkan sex þrjá morgna á viku, þá reyni ég að vera sofnuð fyrir miðnættið. Annars hef ég aldrei þurft að sofa mikið og finnst oft gott að nota kvöldin í alls konar hluti sem ég næ ekki að vinna yfir daginn. Og svo er líka mjög gott að gleyma sér yfir einhverjum spennuþættinum í sjónvarpinu.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir Hrikalega gamaldags í skipulagi og í fjarfundarhugleiðslu með Guðna Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum og í þetta sinn situr Einar Bárðason fyrir svörum sem segir skipulagið sitt gamaldags og plokkið hina bestu núvitund. 4. júlí 2020 10:00 Einstein, Newton og íslenska smjörið ferskt á borðinu í mánuð Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum og í þetta sinn er það Kolbrún Sigurðardóttir myndlistarmaður, hönnuður, kennari og framkvæmdastjóri sem situr fyrir svörum. 27. júní 2020 10:00 „Pommodoro“ tæknin, golfsveifla í tómu tjóni og öðruvísi sumar Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum og í þetta sinn er spjallið tekið við Magnús Sigurbjörnsson sem starfar sem stafrænn ráðgjafi en er einnig í meistaranámi í HR. 20. júní 2020 10:00 Kvennagengið Barmar í laxveiði, 202 km sund og praktísk verkefni á kvöldin Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum og þessa helgina segir Dögg Hjaltalín bókaútgefandi okkur frá uppáhalds laxveiðiánnum sínum, helstu verkefnunum og fleira. 13. júní 2020 10:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Hrikalega gamaldags í skipulagi og í fjarfundarhugleiðslu með Guðna Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum og í þetta sinn situr Einar Bárðason fyrir svörum sem segir skipulagið sitt gamaldags og plokkið hina bestu núvitund. 4. júlí 2020 10:00
Einstein, Newton og íslenska smjörið ferskt á borðinu í mánuð Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum og í þetta sinn er það Kolbrún Sigurðardóttir myndlistarmaður, hönnuður, kennari og framkvæmdastjóri sem situr fyrir svörum. 27. júní 2020 10:00
„Pommodoro“ tæknin, golfsveifla í tómu tjóni og öðruvísi sumar Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum og í þetta sinn er spjallið tekið við Magnús Sigurbjörnsson sem starfar sem stafrænn ráðgjafi en er einnig í meistaranámi í HR. 20. júní 2020 10:00
Kvennagengið Barmar í laxveiði, 202 km sund og praktísk verkefni á kvöldin Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum og þessa helgina segir Dögg Hjaltalín bókaútgefandi okkur frá uppáhalds laxveiðiánnum sínum, helstu verkefnunum og fleira. 13. júní 2020 10:00