Ásakanir um spillingu fyrrverandi Spánarkonungs Kjartan Kjartansson skrifar 8. júlí 2020 21:29 Jóhann Karl, fyrrverandi Spánarkonungur, árið 2018. Hann er sakaður um ýmis konar fjármálalega spillingu. AP/Esteban Felix Forsætisráðherra Spánar lýsti áhyggjum sínum að uppljóstrunum um spillingarmál Jóhanns Karls, fyrrverandi konungs, sem er til rannsóknar á Spáni og í Sviss. Fyrrverandi konungurinn er sakaður um að hafa þegið milljónir evra í mögulegar mútur frá Sádi-Arabíu. Spænskir fjölmiðlar hafa greint frá því að rannsókn standi nú yfir í Sviss á hvort að fjármunir sem Jóhann Karl, sem afsalaði sér krúnunni árið 2014, þáði frá Abdullah, þáverandi konungi Sádi-Arabíu sem nú er látinn, hafi verið mútur í tengslum við járnbrautarframkvæmdir spænsks fyrirtækis. Áður hafði Hæstiréttur Spánar hafið rannsókn á ásökununum. Jóhann Karl er sagður hafa flutt stóran hluta um 100 milljóna evra til félaga síns og telja rannsakendur það mögulega hafa verið tilraun til að fela það fyrir yfirvöldum. Pedro Sánchez, forsætisráðherra, sagði ásakanirnar áhyggjuefni þegar þær voru bornar undir hann í dag. Lofaði hann lýðræðislegar stofnanir fyrir viðbrögð sín við ásökununum á hendur fyrrum konungi landsins, þar á meðal fjölmiðla, réttarkerfið og konungshöllin. Jóhann Karl hefur ekki viljað tjá sig um ásakanirnar. Talsmaður konungshallarinnar segir að Filippus fjórði konungur, sonur Jóhanns Karls, hafi ekkert vitað um meint fjármálamisferli föður síns, að sögn AP-fréttastofunnar. Hneyksli var ástæða þess að Jóhann Karl ákvað að afsala sér krúnunni fyrir sex árum. Hann naut töluverðra vinsælda eftir að hann átti þátt í að Spánn varð lýðræðisríki aftur eftir að einræðisherrann Francisco Franco lést árið 1975. Vinsældir konungs dvínuðu í seinni tíð, ekki síst eftir uppákomur eins og þegar myndir birtust af honum við fílaveiðar í Afríku í miðri efnahagskreppu. Dóttir hans Kristín og eiginmaður hennar voru síðar sökuð um spillingu sem setti einnig svartan blett á orðstír konungs. Spænskir konungar njóta friðhelgi fyrir saksókn en mögulegt er að Jóhann Karl, sem er 82 ára gamall, í ljósi þess að hann afsalaði sér embættinu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Filippus konungur svipti föður sinn lífeyri frá konungsfjölskyldunni og afsalaði sér arfi eftir hann í mars vegna ásakana um að Jóhann Karl hafi átt leynilega aflandsreikninga. Spánn Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Forsætisráðherra Spánar lýsti áhyggjum sínum að uppljóstrunum um spillingarmál Jóhanns Karls, fyrrverandi konungs, sem er til rannsóknar á Spáni og í Sviss. Fyrrverandi konungurinn er sakaður um að hafa þegið milljónir evra í mögulegar mútur frá Sádi-Arabíu. Spænskir fjölmiðlar hafa greint frá því að rannsókn standi nú yfir í Sviss á hvort að fjármunir sem Jóhann Karl, sem afsalaði sér krúnunni árið 2014, þáði frá Abdullah, þáverandi konungi Sádi-Arabíu sem nú er látinn, hafi verið mútur í tengslum við járnbrautarframkvæmdir spænsks fyrirtækis. Áður hafði Hæstiréttur Spánar hafið rannsókn á ásökununum. Jóhann Karl er sagður hafa flutt stóran hluta um 100 milljóna evra til félaga síns og telja rannsakendur það mögulega hafa verið tilraun til að fela það fyrir yfirvöldum. Pedro Sánchez, forsætisráðherra, sagði ásakanirnar áhyggjuefni þegar þær voru bornar undir hann í dag. Lofaði hann lýðræðislegar stofnanir fyrir viðbrögð sín við ásökununum á hendur fyrrum konungi landsins, þar á meðal fjölmiðla, réttarkerfið og konungshöllin. Jóhann Karl hefur ekki viljað tjá sig um ásakanirnar. Talsmaður konungshallarinnar segir að Filippus fjórði konungur, sonur Jóhanns Karls, hafi ekkert vitað um meint fjármálamisferli föður síns, að sögn AP-fréttastofunnar. Hneyksli var ástæða þess að Jóhann Karl ákvað að afsala sér krúnunni fyrir sex árum. Hann naut töluverðra vinsælda eftir að hann átti þátt í að Spánn varð lýðræðisríki aftur eftir að einræðisherrann Francisco Franco lést árið 1975. Vinsældir konungs dvínuðu í seinni tíð, ekki síst eftir uppákomur eins og þegar myndir birtust af honum við fílaveiðar í Afríku í miðri efnahagskreppu. Dóttir hans Kristín og eiginmaður hennar voru síðar sökuð um spillingu sem setti einnig svartan blett á orðstír konungs. Spænskir konungar njóta friðhelgi fyrir saksókn en mögulegt er að Jóhann Karl, sem er 82 ára gamall, í ljósi þess að hann afsalaði sér embættinu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Filippus konungur svipti föður sinn lífeyri frá konungsfjölskyldunni og afsalaði sér arfi eftir hann í mars vegna ásakana um að Jóhann Karl hafi átt leynilega aflandsreikninga.
Spánn Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira