Never Ever er lag sem margir kannast við en það kom út árið 1997 með bandinu All Saints.
Liðsmaður Take That, Gary Barlow fékk konurnar í All Saints með sér í lið á dögunum til að flytja lagið með sér með aðstoð myndbandstækninnar en öll voru þau á sitthvorum staðnum.
All Saints gáfu ekki út mörg vinsæl lög en þetta lag var eitt það allra vinsælasta í heiminum á sínum tíma.
Hér að neðan má sjá upptöku af flutningnum sem birtist á YouTube-síðu Barlow.