McLaren íhugar að selja hluta af Formúluliði sínu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 7. júlí 2020 07:00 McLaren munu skipta út Renault vélinni og fara yfir í Mercedes árið 2021, sem ætti að auka samkeppnishæfni liðsins. Getty McLaren liðið ætlar að selja minnihluta í Formúl 1 liði sínu til að tryggja framtíðar stöðugleika. McLaren hefur komið illa út úr kórónaveirufaraldrinum. 1200 manns misstu vinnuna hjá McLaren í maí, sem er um fjórðungur þeirra sem unnu hjá fyrirtækinu. Það er hluti af niðurskurðaraðgerðum sem fyrirtækið hefur gripið til. Ágreiningur er uppi á milli hluthafa og lánardrottna Mclaren um hver framtíðarstefna fyrirtækisins á að vera, samkvæmt frétt Autocar.co.uk um málið. Lausn náðist að hluta til í málið í síðustu viku þegar McLaren tók að láni 150 milljónir punda, rétt rúma 26 milljarða króna, hjá Ríkisbanka Bahrein á afar hagstæðum vaxtakjörum. Heimildir Autocar herma að nú hafi hluthafar gefið grænt ljós á að skoða frekari leiðir til tekjuöflunar, þar sem markmiðið er að tryggja stöðugleika til næstu fimm ára. Talsmaður McLaren sagði að „til skoðunar er að fjölga fjárfestum í kappaksturshluta fyrirtækisins.“ Kappakturshlutinn felur í sér Formúlu 1 lið McLaren. Liðið hefur náð á verðlaunapall í tveimur af síðustu þremur keppnum í Formúlu 1, síðast um liðna helgi í Austurríki. Fyrir tveimur árum keypti Michael Latifi, faðir Williams ökumannsins Nicloas Latifi í Formúlu 1 10% hlut í McLaren samsteypunni sem þá var metinn á 200 milljónir punda. Því má ætla að heildarverðmæti samsteypunnar hafi verið um 2 milljarðar punda eða um 347,6 milljarðar króna. Verðmæti samsteypunnar og þá sérstaklega kappaksturshluta hennar er þó líklegt til að hækka, árangurinn á brautinni hefur verið meiri. Eins er væntanlegt kostnaðarþak í Formúlu 1 líklegt til að leiða til enn meiri samkeppnishæfni liðsins. Engin tímalína hefur verið sett upp en heimildir herma að samtal sé þegar hafið og komið vel á veg. Þá herma heimildir að fleiri en einn mögulegur kaupandi sé í sigtinu. Formúla Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
McLaren liðið ætlar að selja minnihluta í Formúl 1 liði sínu til að tryggja framtíðar stöðugleika. McLaren hefur komið illa út úr kórónaveirufaraldrinum. 1200 manns misstu vinnuna hjá McLaren í maí, sem er um fjórðungur þeirra sem unnu hjá fyrirtækinu. Það er hluti af niðurskurðaraðgerðum sem fyrirtækið hefur gripið til. Ágreiningur er uppi á milli hluthafa og lánardrottna Mclaren um hver framtíðarstefna fyrirtækisins á að vera, samkvæmt frétt Autocar.co.uk um málið. Lausn náðist að hluta til í málið í síðustu viku þegar McLaren tók að láni 150 milljónir punda, rétt rúma 26 milljarða króna, hjá Ríkisbanka Bahrein á afar hagstæðum vaxtakjörum. Heimildir Autocar herma að nú hafi hluthafar gefið grænt ljós á að skoða frekari leiðir til tekjuöflunar, þar sem markmiðið er að tryggja stöðugleika til næstu fimm ára. Talsmaður McLaren sagði að „til skoðunar er að fjölga fjárfestum í kappaksturshluta fyrirtækisins.“ Kappakturshlutinn felur í sér Formúlu 1 lið McLaren. Liðið hefur náð á verðlaunapall í tveimur af síðustu þremur keppnum í Formúlu 1, síðast um liðna helgi í Austurríki. Fyrir tveimur árum keypti Michael Latifi, faðir Williams ökumannsins Nicloas Latifi í Formúlu 1 10% hlut í McLaren samsteypunni sem þá var metinn á 200 milljónir punda. Því má ætla að heildarverðmæti samsteypunnar hafi verið um 2 milljarðar punda eða um 347,6 milljarðar króna. Verðmæti samsteypunnar og þá sérstaklega kappaksturshluta hennar er þó líklegt til að hækka, árangurinn á brautinni hefur verið meiri. Eins er væntanlegt kostnaðarþak í Formúlu 1 líklegt til að leiða til enn meiri samkeppnishæfni liðsins. Engin tímalína hefur verið sett upp en heimildir herma að samtal sé þegar hafið og komið vel á veg. Þá herma heimildir að fleiri en einn mögulegur kaupandi sé í sigtinu.
Formúla Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti