Umferð jókst á höfuðborgarsvæðinu í júní Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 6. júlí 2020 07:00 Umferð jókst á höfuðborgarsvæðinu í júní. Umferð á höfuðborgarsvæðinu jókst um 1,2 prósent í júní. Þetta er fyrsti mánuður þessa árs þar sem aukning verður miðað við sama mánuð í fyrra. Mesta athygli vekur að aukning á mánudögum stuðlar að því að um aukningu er að ræða. Mest jókst umferðin um mælisnið Vegagerðarinnar á Reykjanesbraut eða um 3.2% en 1,6% samdráttur var á Hafnarfjarðarvegi. Aðeins í júní 2018 hefur mælst meiri umferð um lykilmælisniðin þrjú segir á vef Vegagerðarinnar. Meðalumferð á dag á höfuðborgarsvæðinu í júní. Umferð á mánudögum í júní jókst um 12% ef miðað er við mánudaga í júní í fyrra. Það kann þó að einhverju leyti að skírast af því að í júní í ár voru fimm mánudagar en fjórir í fyrra. Áhrif kórónaveirufaraldursins fara hratt dvínandi þessi misserin. Horfur út árið Reiknilíkan umferðardeildar hjá Vegagerðinni reiknar með um 9% samdrætti á höfuðborgarsvæðinu í ár. Líklegt þykir að samdráttur í umferðinni verði á svipuðu reiki og samdráttur í hagvexti ársins, sem áætlaður er 8% samkvæmt heimasíðu Seðlabankans. Umferð Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent
Umferð á höfuðborgarsvæðinu jókst um 1,2 prósent í júní. Þetta er fyrsti mánuður þessa árs þar sem aukning verður miðað við sama mánuð í fyrra. Mesta athygli vekur að aukning á mánudögum stuðlar að því að um aukningu er að ræða. Mest jókst umferðin um mælisnið Vegagerðarinnar á Reykjanesbraut eða um 3.2% en 1,6% samdráttur var á Hafnarfjarðarvegi. Aðeins í júní 2018 hefur mælst meiri umferð um lykilmælisniðin þrjú segir á vef Vegagerðarinnar. Meðalumferð á dag á höfuðborgarsvæðinu í júní. Umferð á mánudögum í júní jókst um 12% ef miðað er við mánudaga í júní í fyrra. Það kann þó að einhverju leyti að skírast af því að í júní í ár voru fimm mánudagar en fjórir í fyrra. Áhrif kórónaveirufaraldursins fara hratt dvínandi þessi misserin. Horfur út árið Reiknilíkan umferðardeildar hjá Vegagerðinni reiknar með um 9% samdrætti á höfuðborgarsvæðinu í ár. Líklegt þykir að samdráttur í umferðinni verði á svipuðu reiki og samdráttur í hagvexti ársins, sem áætlaður er 8% samkvæmt heimasíðu Seðlabankans.
Umferð Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent