Fyrsta einkasýningin af þessari stærðargráðu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. júlí 2020 15:30 Sigurður Atli Aðsend mynd Í gær opnaði Sigurður Atli Sigurðsson myndlistarsýninguna, Stigveldi, í Ásmundarsal. Þetta er fyrsta einkasýning Sigurðar Atla í Reykjavík sem er af þessari stærðargráðu en hún er framhald af þeim verkum sem hann hefur verið að þróa aðferðir við að vinna með kartonskurð sem aðferð við listsköpun og silkyþrykk á striga. Sigurður Atli Sigurðsson stundaði nám við Listaháskóla Íslands og framhaldsnám við École Supérieure d'Art et de Design Marseille-Méditerranée á árunum 2008 til 2013. Undanfarið hefur hann meðal annars haldið einkasýningar í PRÁM Studio í Prag og Skaftfelli á Seyðisfirði og tekið þátt í sýningum á Listasafni Íslands, Gallerí i8, Palais de Tokyo í París og International Print Center New York. Sigurður Atli rekur Prent & vini ásamt Leifi Ými Eyjólfssyni og hefur kennt við Listaháskóla Íslands frá 2016. Texti um sýninguna eftir Ástu Fanneyju Sigurðardóttir: „Sandkorn á botni sundlauga þyrpast saman undan straumi vatna, undan aðkomu straumvalda. Sandkorn í hvítunni augasteinn verður perla horfir inn um glugga með slökkt ljós. Horfir út um glugga í átt að myrkvuðum skógi, eða eru þetta þúfur og kjarr? Kassalaga reglulega byggjum við upp grunna, grunnum þá og setjum fram formfestu, skapalón sem fyllt er út með mönnum. Hver á fætur öðrum mynda þeir mismunandi einingar líkt og hliðar á teningi. Teningi sem kastað er aftur og aftur en ólíkt hendingum leitast hann við að mynda strúktúr þáverandi núverandi samþykktra gilda. „Fyrsta sannfæringin er kassalaga hola sem erfitt er að komast uppúr nema byggja stiga," sagði tvistafjarkasexan, „stiga úr rjóma í fötu og reyndu nú mús," sagði hún og hló. Staðfestingarskekkjan greiðir leið, kindastígurinn liggur beint við, liggur upp að hurð. Hurð sem talar timburlituð með hreyfingu vinda, gegnumtrekkir klukkuna frá einum punkti til annars, frá einni einingu til annarrar. En vísinum er miðstýrt af sandkorni augans. Við setjumst, augun beina fram, rétt eins og vísirinn bendir. Vandlega skorðuð bil mynda öryggi og reglu. Boltuð borð og stólar, rúsínur og gull? gildi? goggun? Mannsslit í líkama sögu eða samhengis eru för eftir stólfætur. Hér er ekki pláss fyrir pallbíl sem leggur skakkt í brekku. Hér eru ekki fléttur sem breiða úr sér eða þyrping spörfugla. Hér er setustofa og biðstofa og kennslustofa og fyrirlestrarsalur og fundarsalur og bíósalur og leikhús og ræðuhöld. Og armar og loftræsting og innstungur og áklæði og stólbök fyrir menn að vera menn og önnur stólbök fyrir menn að vera öðruvísi menn með annarri klukku og skekkju og næturtifi inn útum glugga að skógi af þúfum eða sandi?“ Myndlist Menning Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Sjá meira
Í gær opnaði Sigurður Atli Sigurðsson myndlistarsýninguna, Stigveldi, í Ásmundarsal. Þetta er fyrsta einkasýning Sigurðar Atla í Reykjavík sem er af þessari stærðargráðu en hún er framhald af þeim verkum sem hann hefur verið að þróa aðferðir við að vinna með kartonskurð sem aðferð við listsköpun og silkyþrykk á striga. Sigurður Atli Sigurðsson stundaði nám við Listaháskóla Íslands og framhaldsnám við École Supérieure d'Art et de Design Marseille-Méditerranée á árunum 2008 til 2013. Undanfarið hefur hann meðal annars haldið einkasýningar í PRÁM Studio í Prag og Skaftfelli á Seyðisfirði og tekið þátt í sýningum á Listasafni Íslands, Gallerí i8, Palais de Tokyo í París og International Print Center New York. Sigurður Atli rekur Prent & vini ásamt Leifi Ými Eyjólfssyni og hefur kennt við Listaháskóla Íslands frá 2016. Texti um sýninguna eftir Ástu Fanneyju Sigurðardóttir: „Sandkorn á botni sundlauga þyrpast saman undan straumi vatna, undan aðkomu straumvalda. Sandkorn í hvítunni augasteinn verður perla horfir inn um glugga með slökkt ljós. Horfir út um glugga í átt að myrkvuðum skógi, eða eru þetta þúfur og kjarr? Kassalaga reglulega byggjum við upp grunna, grunnum þá og setjum fram formfestu, skapalón sem fyllt er út með mönnum. Hver á fætur öðrum mynda þeir mismunandi einingar líkt og hliðar á teningi. Teningi sem kastað er aftur og aftur en ólíkt hendingum leitast hann við að mynda strúktúr þáverandi núverandi samþykktra gilda. „Fyrsta sannfæringin er kassalaga hola sem erfitt er að komast uppúr nema byggja stiga," sagði tvistafjarkasexan, „stiga úr rjóma í fötu og reyndu nú mús," sagði hún og hló. Staðfestingarskekkjan greiðir leið, kindastígurinn liggur beint við, liggur upp að hurð. Hurð sem talar timburlituð með hreyfingu vinda, gegnumtrekkir klukkuna frá einum punkti til annars, frá einni einingu til annarrar. En vísinum er miðstýrt af sandkorni augans. Við setjumst, augun beina fram, rétt eins og vísirinn bendir. Vandlega skorðuð bil mynda öryggi og reglu. Boltuð borð og stólar, rúsínur og gull? gildi? goggun? Mannsslit í líkama sögu eða samhengis eru för eftir stólfætur. Hér er ekki pláss fyrir pallbíl sem leggur skakkt í brekku. Hér eru ekki fléttur sem breiða úr sér eða þyrping spörfugla. Hér er setustofa og biðstofa og kennslustofa og fyrirlestrarsalur og fundarsalur og bíósalur og leikhús og ræðuhöld. Og armar og loftræsting og innstungur og áklæði og stólbök fyrir menn að vera menn og önnur stólbök fyrir menn að vera öðruvísi menn með annarri klukku og skekkju og næturtifi inn útum glugga að skógi af þúfum eða sandi?“
Myndlist Menning Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Sjá meira