Áður óséð verk eftir Picasso á uppboði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. júlí 2020 13:03 Kolateikning eftir Picasso frá árinu 1931 verður á uppboði í lok júlímánaðar. Sotheby's London Teikning eftir spænska listmálarann Pablo Picasso, sem ekki hefur áður komið fyrir sjónir almennings, verður á uppboði í lok þessa mánaðar. Verkið er frá 1931 og er metið á allt að einn og hálfan milljarð íslenskra króna. Verkið er kolateikning af konu og heitir Femme endormie eða Kona sofandi en listamaðurinn varðveitti það hjá sér til dauðadags. Bernard sonur hans erfði síðan verkið. Marie-Therese Walter og Pablo Picasso áttu í ástarsambandi á árunum 1927 og 1936. Tuttugu og átta ára aldursmunur var á milli þeirra en þau kynntust þegar Walter var táningur. Picasso og Walter áttu saman dótturina Maríu de la Concepción sem ætíð hefur verið kölluð Maya.Vísir/Getty Viðfang listaverksins er Marie-Thérèse Walter en þau áttu í ástarsambandi og hittust fyrst þegar Picasso var 45 ára en Walter einungis 17 ára. Picasso var að eigin sögn óhamingjusamur í hjónabandi sínu þegar Walter varð á vegi hans. Hann tók fyrst eftir henni þegar hann leit inn um gluggann á Galeries Lafayette í París árið 1927. Hann rölti í áttina til hennar og sagði: „Ég er viss um að við munum gera frábæra hluti saman. Ég heiti Picasso.“ Olivier Widmaier Picasso, dóttursonur listmálarans, segir Picasso hafa endurfæðst þegar hann hóf ástarsamband með Walter. Hún fyllti Picasso andagift en Walter er viðfang fjölda málverka, teikninga og höggmynda. Sum listaverkanna eru talin vera bestu verk listamannsins en ferill hans spannar átta áratugi. Þrjú af málverkunum sem Picasso gerði af Walter voru til sýnis á einkasýningu Pablos Picasso á Tate Modern-safninu í Lundúnum árið 2018. Á sýningu með verkum Pablos Picasso í Tate Modern-safninu í Lundúnum mátti sjá nokkur af þeim verkum sem fjalla um Marie-Thérèse Walter. Sýningin hét Picasso 1932 - ást, frægð, harmleikur.Vísir/Getty Picasso var giftur Olgu Khokhlovu þegar hann hóf ástarsamband með Walter. Hann átti þá soninn Paulo með Khokhlovu. Khokhlova var ballett-dansari frá Úkraínu en hún komst ekki að framhjáhaldinu fyrr en seint. Árið 1934 varð Walter ólétt að dóttur þeirra Picassos, Maríu de la Concepcion, en þegar Khokhlova komst að þunguninni bað hún um hjónaskilnað. Listamaðurinn Pablo Picasso á vinnustofunni sinni í París. Vísir/Getty Picasso var ekki trúr Walter frekar en Khokhlovu. Tveimur árum eftir fæðingu dóttur þeirra Walters og Picassos hélt Picasso framhjá Walter með Doru Maar sem Picasso taldi vera „vitsmunalegan jafningja“ sinn. Þegar Khoklova lést ákvað Picasso að biðja Walters en hún hafnaði bónorðinu eftir svikin. Walter framdi sjálfsvíg árið 1977. Myndlist Menning Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri fréttir Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið Sjá meira
Teikning eftir spænska listmálarann Pablo Picasso, sem ekki hefur áður komið fyrir sjónir almennings, verður á uppboði í lok þessa mánaðar. Verkið er frá 1931 og er metið á allt að einn og hálfan milljarð íslenskra króna. Verkið er kolateikning af konu og heitir Femme endormie eða Kona sofandi en listamaðurinn varðveitti það hjá sér til dauðadags. Bernard sonur hans erfði síðan verkið. Marie-Therese Walter og Pablo Picasso áttu í ástarsambandi á árunum 1927 og 1936. Tuttugu og átta ára aldursmunur var á milli þeirra en þau kynntust þegar Walter var táningur. Picasso og Walter áttu saman dótturina Maríu de la Concepción sem ætíð hefur verið kölluð Maya.Vísir/Getty Viðfang listaverksins er Marie-Thérèse Walter en þau áttu í ástarsambandi og hittust fyrst þegar Picasso var 45 ára en Walter einungis 17 ára. Picasso var að eigin sögn óhamingjusamur í hjónabandi sínu þegar Walter varð á vegi hans. Hann tók fyrst eftir henni þegar hann leit inn um gluggann á Galeries Lafayette í París árið 1927. Hann rölti í áttina til hennar og sagði: „Ég er viss um að við munum gera frábæra hluti saman. Ég heiti Picasso.“ Olivier Widmaier Picasso, dóttursonur listmálarans, segir Picasso hafa endurfæðst þegar hann hóf ástarsamband með Walter. Hún fyllti Picasso andagift en Walter er viðfang fjölda málverka, teikninga og höggmynda. Sum listaverkanna eru talin vera bestu verk listamannsins en ferill hans spannar átta áratugi. Þrjú af málverkunum sem Picasso gerði af Walter voru til sýnis á einkasýningu Pablos Picasso á Tate Modern-safninu í Lundúnum árið 2018. Á sýningu með verkum Pablos Picasso í Tate Modern-safninu í Lundúnum mátti sjá nokkur af þeim verkum sem fjalla um Marie-Thérèse Walter. Sýningin hét Picasso 1932 - ást, frægð, harmleikur.Vísir/Getty Picasso var giftur Olgu Khokhlovu þegar hann hóf ástarsamband með Walter. Hann átti þá soninn Paulo með Khokhlovu. Khokhlova var ballett-dansari frá Úkraínu en hún komst ekki að framhjáhaldinu fyrr en seint. Árið 1934 varð Walter ólétt að dóttur þeirra Picassos, Maríu de la Concepcion, en þegar Khokhlova komst að þunguninni bað hún um hjónaskilnað. Listamaðurinn Pablo Picasso á vinnustofunni sinni í París. Vísir/Getty Picasso var ekki trúr Walter frekar en Khokhlovu. Tveimur árum eftir fæðingu dóttur þeirra Walters og Picassos hélt Picasso framhjá Walter með Doru Maar sem Picasso taldi vera „vitsmunalegan jafningja“ sinn. Þegar Khoklova lést ákvað Picasso að biðja Walters en hún hafnaði bónorðinu eftir svikin. Walter framdi sjálfsvíg árið 1977.
Myndlist Menning Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri fréttir Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið Sjá meira