Fótbolti

Barcelona og Juventus að klára leikmannaskipti

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Á leið til Barcelona.
Á leið til Barcelona. vísir/Getty

Brasilíski miðjumaðurinn Arthur gekkst undir læknisskoðun hjá ítalska meistaraliðinu Juventus í gær. Á sama tíma var Miralem Pjanic að gera nákvæmlega það sama í Barcelona.

Um er að ræða leikmannaskipti á milli stórveldanna en Juventus pungar út 70 milljónum evra fyrir hinn 23 ára gamla Arthur á meðan Barcelona greiðir Juventus 60 milljónir evra fyrir hinn 30 ára gamla Pjanic.

Leikmennirnir munu þó klára yfirstandandi leiktíð með sínu félagi en ganga þarf frá samkomulagi fyrir þann 30.júní og má reikna með yfirlýsingu frá félögunum síðar í dag.

Erfiðlega gekk að sannfæra Arthur um að yfirgefa Barcelona en hann gekk í raðir félagsins frá Gremio í heimalandinu sumarið 2018 og hefur fest sig í sessi í byrjunarliðinu í Katalóníu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×