Blómlegir tónleikar fyrir fullan sal af plöntum í óperuhúsinu í Barcelona Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 23. júní 2020 11:22 Kvartettinn tekur lokaæfingu fyrir tónleikana blómlegu í Gran Teatre del Liceu í Barcelona. AP/Emilio Morenatti Liceu óperuhúsið í Barcelona opnaði dyr sínar í fyrsta sinn í rúma þrjá mánuði í gær. Tilefnið voru tónleikar fyrir laufskrúðugan áhorfendahóp, nánar tiltekið 2.292 stofublóm og pottaplöntur. UceLi kvartettinn lék I Crisantemi eftir Giacomo Puccini fyrir plönturnar sem fylltu hvert sæti salarins. Tónleikunum var jafnframt streymt svo að mannverur gætu líka fylgst með. Hægt er að sjá upptöku af streyminu hér að neðan. Óperuhúsið hefur verið lokað síðan takmörkunum vegna kórónuveirunnar var komið á á Spáni, en takmörkununum var aflétt á sunnudaginn. Landið hefur orðið afar illa úti í faraldrinum, en 293.584 hafa smitast og eru dauðsföll orðin 28.324 þegar þetta er skrifað. Listamaðurinn Eugenio Ampudia á hugmyndina að viðburðinum, en móðir jörð veitti honum innblástur í faraldrinum. „Ég heyrði í mun fleiri fuglum syngja,“ sagði listamaðurinn og sagðist einnig hafa tekið eftir að plöntur í garði sínum hafi vaxið hraðar. „Ég taldi mig þá geta tengt betur við bæði fólk og náttúruna, og á mun innilegri hátt.“ Í lok tónleikanna ómaði laufaþytur um salinn líkt og lófatak. Samkvæmt starfsfólki óperuhússins er ætlunin að gefa plönturnar til framlínustarfsmanna í heilbrigðisgeiranum. Menning Garðyrkja Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Liceu óperuhúsið í Barcelona opnaði dyr sínar í fyrsta sinn í rúma þrjá mánuði í gær. Tilefnið voru tónleikar fyrir laufskrúðugan áhorfendahóp, nánar tiltekið 2.292 stofublóm og pottaplöntur. UceLi kvartettinn lék I Crisantemi eftir Giacomo Puccini fyrir plönturnar sem fylltu hvert sæti salarins. Tónleikunum var jafnframt streymt svo að mannverur gætu líka fylgst með. Hægt er að sjá upptöku af streyminu hér að neðan. Óperuhúsið hefur verið lokað síðan takmörkunum vegna kórónuveirunnar var komið á á Spáni, en takmörkununum var aflétt á sunnudaginn. Landið hefur orðið afar illa úti í faraldrinum, en 293.584 hafa smitast og eru dauðsföll orðin 28.324 þegar þetta er skrifað. Listamaðurinn Eugenio Ampudia á hugmyndina að viðburðinum, en móðir jörð veitti honum innblástur í faraldrinum. „Ég heyrði í mun fleiri fuglum syngja,“ sagði listamaðurinn og sagðist einnig hafa tekið eftir að plöntur í garði sínum hafi vaxið hraðar. „Ég taldi mig þá geta tengt betur við bæði fólk og náttúruna, og á mun innilegri hátt.“ Í lok tónleikanna ómaði laufaþytur um salinn líkt og lófatak. Samkvæmt starfsfólki óperuhússins er ætlunin að gefa plönturnar til framlínustarfsmanna í heilbrigðisgeiranum.
Menning Garðyrkja Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira