Stéttaskipting í frægu hvítu afmælisveislunni hjá Neymar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júní 2020 10:30 Eins og sjá má á þessari mynd af Instagram síðu Neymar þá var greinilega mikið fjör í afmælisveislunni og allir að sjálfsögðu klæddir í hvítt. Mynd/Instagram Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar er mikill glaumgosi og á góðri leið með að verða þekktari fyrir að skemmta sér utan vallar en að skemmta knattspyrnuáhugafólki innan vallar. Neymar er ennþá dýrasti knattspyrnumaður heims og leikmaður franska Paris Saint Germain þótt hann vilji sjálfur ólmur komast aftur til Barcelona. Neymar er mjög hæfileikaríkur leikmaður en hefur að flestra mati ekki nýtt þá hæfileika til fulls. Leikaraskapur og veisluhöld eru tvö dæmi um það sem hefur verið að trufla hann. Kannski eru látlaus meiðsli hans síðustu ár bara óheppni þó sumir vilji halda öðru fram. Neymar had two rooms - one for married people and one for single people ??And Herrera's wife wouldn't even let him go to the toilet ??https://t.co/NDKG1DRGJw— GiveMeSport (@GiveMeSport) June 19, 2020 Spánverjinn Ander Herrera er nú liðsfélagi Neymar hjá Paris Saint Germain eftir að hafa komið þangað frá Manchester United. Ander Herrera var líka einn af þeim sem var boðið í 28 ára afmælisveislu Neymar fyrr í vetur. Neymar varð 28 ára gamall 5. febrúar síðastliðinn en á sama tíma var hann óleikfær vegna rifbeinsmeiðsla. Neymar bauð í svaka veislu í tilefni afmælisins sínu og það voru nokkrar reglur. Í fyrsta lagi þá urðu allir gestir að mæta í hvítu en það var líka önnur regla sem Ander Herrera sagði frá nýlega. Þeir sem voru í sambandi máttu nefnilega ekki skemmta sér á sama stað og þeir sem voru einhleypir. Pörin voru uppi í íbúðinni en þeir einhleypu fengu bara að vera niðri. Það þarf ekki segja meira um það hvort Neymar er í sambandi eða ekki. View this post on Instagram Fui feliz, atura ou surta 28 A post shared by ene10ta Érre neymarjr (@neymarjr) on Feb 6, 2020 at 1:03pm PST Þegar Ander Herrera var spurður um hvað hafi gerst í afmælisveislunni þá svaraði hann: „Hvað gerðist ekki?“ „Sannleikurinn er sá að þegar hann gerir eitthvað þá gerir hann það til þess að skemmta sér. Hann skipulagði veisluna til þess að hafa gaman. Ég hrósaði honum fyrir það,“ sagði Ander Herrera og umrædd stéttaskipting hafði áhrif á kvöld Spánverjans sem fékk ekki að vera með í aðalfjörinu. „Auðvitað leyfði eiginkonan mér hvorki að fara á klósettið eða fara niður til þeirra,“ sagði Ander Herrera. Franski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Sjá meira
Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar er mikill glaumgosi og á góðri leið með að verða þekktari fyrir að skemmta sér utan vallar en að skemmta knattspyrnuáhugafólki innan vallar. Neymar er ennþá dýrasti knattspyrnumaður heims og leikmaður franska Paris Saint Germain þótt hann vilji sjálfur ólmur komast aftur til Barcelona. Neymar er mjög hæfileikaríkur leikmaður en hefur að flestra mati ekki nýtt þá hæfileika til fulls. Leikaraskapur og veisluhöld eru tvö dæmi um það sem hefur verið að trufla hann. Kannski eru látlaus meiðsli hans síðustu ár bara óheppni þó sumir vilji halda öðru fram. Neymar had two rooms - one for married people and one for single people ??And Herrera's wife wouldn't even let him go to the toilet ??https://t.co/NDKG1DRGJw— GiveMeSport (@GiveMeSport) June 19, 2020 Spánverjinn Ander Herrera er nú liðsfélagi Neymar hjá Paris Saint Germain eftir að hafa komið þangað frá Manchester United. Ander Herrera var líka einn af þeim sem var boðið í 28 ára afmælisveislu Neymar fyrr í vetur. Neymar varð 28 ára gamall 5. febrúar síðastliðinn en á sama tíma var hann óleikfær vegna rifbeinsmeiðsla. Neymar bauð í svaka veislu í tilefni afmælisins sínu og það voru nokkrar reglur. Í fyrsta lagi þá urðu allir gestir að mæta í hvítu en það var líka önnur regla sem Ander Herrera sagði frá nýlega. Þeir sem voru í sambandi máttu nefnilega ekki skemmta sér á sama stað og þeir sem voru einhleypir. Pörin voru uppi í íbúðinni en þeir einhleypu fengu bara að vera niðri. Það þarf ekki segja meira um það hvort Neymar er í sambandi eða ekki. View this post on Instagram Fui feliz, atura ou surta 28 A post shared by ene10ta Érre neymarjr (@neymarjr) on Feb 6, 2020 at 1:03pm PST Þegar Ander Herrera var spurður um hvað hafi gerst í afmælisveislunni þá svaraði hann: „Hvað gerðist ekki?“ „Sannleikurinn er sá að þegar hann gerir eitthvað þá gerir hann það til þess að skemmta sér. Hann skipulagði veisluna til þess að hafa gaman. Ég hrósaði honum fyrir það,“ sagði Ander Herrera og umrædd stéttaskipting hafði áhrif á kvöld Spánverjans sem fékk ekki að vera með í aðalfjörinu. „Auðvitað leyfði eiginkonan mér hvorki að fara á klósettið eða fara niður til þeirra,“ sagði Ander Herrera.
Franski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Sjá meira