Maðurinn sem gerði astraltertugubbið stígur fram Jakob Bjarnar skrifar 18. júní 2020 13:23 Ein helsta ráðgáta íslenskrar kvikmyndagerðar hefur nú verið leyst. Símon Jón er maðurinn sem gerði gubbið. „JJJááááá Hemmi minn – það var svo mikið ég sem gerði astraltertugubbið – jjjjjáááááá!“ segir Símon Jón Jóhannsson íslenskukennari sposkur. Símon Jón hefur nú sigið fram sem sá maður sem ber ábyrgð á einhverju frægasta proppsi sem um getur í íslenskri kvikmyndagerð. Nefnilega sjálfu astraltertugubbinu í vinsælustu kvikmynd Íslandssögunnar: Með allt á hreinu. Það gerir hann í frásögn á Facebooksíðu sinni sem hann birti í dag og varpar þar með ljósi á eina af helstu ráðgátum íslenskrar kvikmyndagerðar. „Sumarið 1982 vann ég sem pitsubakari á Horninu við Hafnarstræti í Reykjavík. Starfið hafði ég fengið í gegnum vinnumiðlun stúdenta og sló til. Þetta var skemmtilegt starf og skemmtilegt sumar. Ítalinn Luciano kenndi mér kúnstina að baka og þarna stóð ég sem sagt sumarlangt við pitsuofninn á Horninu og útbjó pitsur,“ segir Símon Jón. Á ýmsu gengur í veitingahúsi, að sögn kennarans sem þar öðlaðist reynslu sem hann bý enn að. Hvergi getið á kreditlistum „Hornið er eitt af fyrstu veitingahúsum landsins til að bjóða upp á pitsur og þetta sumar komu margir sem aldrei höfðu smakkað pitsur áður.“ En, svo er það dag einn að inn á staðinn kemur fólk sem var að vinna að atriði í kvikmynd á gömlu lögreglustöðinni bakatil við hliðina á Horninu. „Fólkið spurði hvort við gætum útbúið fyrir það ælu í plastpoka sem nota átti í myndinni. Þýski aðalkokkurinn atti pitsudrengnum í þann starfa. Ég skar niður eitthvað af grænmeti, kjötbitum og fleiri matarafgöngum, hellti sósusulli og mjólk yfir og bætti svo dágóðum slatta af tabasco saman við til að ná fram ælulegum lit. Úr varð bleikleitur matargrautur sem óneitanlega minnti á ælu. Þetta setti ég svo í glæran plastpoka og afhenti kvikmyndagerðarfólkinu. Síðan vissi ég ekki meir fyrr en um næstu áramót að ég fór og sá Með allt á hreinu. Þar birtist þá ælan góða sem astraltertugubb. Mín var þó hvergi getið á kreditlistanum.“ Missti af hlutverki í Landi og sonum Símon Jón segir að því miður sé þetta upphafið og jafnframt endirinn á frama hans í heimi tónlistar og kvikmynda. „Mér var einu sinni boðið að leika í kvikmyndinni Land og synir – það er ball í myndinni og ég átti að vera einn af ballgestum. En á þessum tíma var ég með sítt hár og skegg sem passaði ekki fyrir lífið á kreppuárunum. Þurfti því að láta klippa mig og raka en var ekki til í að fórna kúlinu og afþakkaði því tilboðið. Sé alltaf eftir því og ef ég hefði gripið tækifærið væri ég sennilega vestur í Hollywood en ekki í aumu og vanþakklátu kennaradjobbi í Flensborg,“ segir Símon Jón sem hefur starfað þar í 35 ár. Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Tónlist Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira
„JJJááááá Hemmi minn – það var svo mikið ég sem gerði astraltertugubbið – jjjjjáááááá!“ segir Símon Jón Jóhannsson íslenskukennari sposkur. Símon Jón hefur nú sigið fram sem sá maður sem ber ábyrgð á einhverju frægasta proppsi sem um getur í íslenskri kvikmyndagerð. Nefnilega sjálfu astraltertugubbinu í vinsælustu kvikmynd Íslandssögunnar: Með allt á hreinu. Það gerir hann í frásögn á Facebooksíðu sinni sem hann birti í dag og varpar þar með ljósi á eina af helstu ráðgátum íslenskrar kvikmyndagerðar. „Sumarið 1982 vann ég sem pitsubakari á Horninu við Hafnarstræti í Reykjavík. Starfið hafði ég fengið í gegnum vinnumiðlun stúdenta og sló til. Þetta var skemmtilegt starf og skemmtilegt sumar. Ítalinn Luciano kenndi mér kúnstina að baka og þarna stóð ég sem sagt sumarlangt við pitsuofninn á Horninu og útbjó pitsur,“ segir Símon Jón. Á ýmsu gengur í veitingahúsi, að sögn kennarans sem þar öðlaðist reynslu sem hann bý enn að. Hvergi getið á kreditlistum „Hornið er eitt af fyrstu veitingahúsum landsins til að bjóða upp á pitsur og þetta sumar komu margir sem aldrei höfðu smakkað pitsur áður.“ En, svo er það dag einn að inn á staðinn kemur fólk sem var að vinna að atriði í kvikmynd á gömlu lögreglustöðinni bakatil við hliðina á Horninu. „Fólkið spurði hvort við gætum útbúið fyrir það ælu í plastpoka sem nota átti í myndinni. Þýski aðalkokkurinn atti pitsudrengnum í þann starfa. Ég skar niður eitthvað af grænmeti, kjötbitum og fleiri matarafgöngum, hellti sósusulli og mjólk yfir og bætti svo dágóðum slatta af tabasco saman við til að ná fram ælulegum lit. Úr varð bleikleitur matargrautur sem óneitanlega minnti á ælu. Þetta setti ég svo í glæran plastpoka og afhenti kvikmyndagerðarfólkinu. Síðan vissi ég ekki meir fyrr en um næstu áramót að ég fór og sá Með allt á hreinu. Þar birtist þá ælan góða sem astraltertugubb. Mín var þó hvergi getið á kreditlistanum.“ Missti af hlutverki í Landi og sonum Símon Jón segir að því miður sé þetta upphafið og jafnframt endirinn á frama hans í heimi tónlistar og kvikmynda. „Mér var einu sinni boðið að leika í kvikmyndinni Land og synir – það er ball í myndinni og ég átti að vera einn af ballgestum. En á þessum tíma var ég með sítt hár og skegg sem passaði ekki fyrir lífið á kreppuárunum. Þurfti því að láta klippa mig og raka en var ekki til í að fórna kúlinu og afþakkaði því tilboðið. Sé alltaf eftir því og ef ég hefði gripið tækifærið væri ég sennilega vestur í Hollywood en ekki í aumu og vanþakklátu kennaradjobbi í Flensborg,“ segir Símon Jón sem hefur starfað þar í 35 ár.
Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Tónlist Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira