Real Madrid sannfærandi í sigri á Valencia | Sjáðu magnað mark hjá Benzema Ísak Hallmundarson skrifar 18. júní 2020 22:15 Benzem fagnar markinu góða. Stöð2sport/skjáskot Real Madrid sýndu gæði sín þegar þeir keyrðu yfir Valencia í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur voru 3-0 fyrir stórveldinu. Valencia fékk vítaspyrnu á 21. mínútu en Spánverjanum Rodrigo brást bogalistin á punktinum og tókst ekki að koma gestunum yfir. Staðan var markalaus í hálfleik en á 61. mínútu kom markahrókurinn Karim Benzema Real Madrid yfir. Marco Asensio bætti við marki fyrir Madrídinga 13. mínútum síðar, á 74. mínútu og staðan orðin 2-0. Á 86. mínútu var Benzema aftur á ferðinni þegar hann skoraði gjörsamlega sturlað mark, tók boltann á lofti og þrykkti honum upp í vinkilinn. Sjón er sögu ríkari en markið má nálgast hér að neðan. Með sigrinum minnkaði Real forskot Barcelona á toppnum niður í tvö stig en Valencia situr í 8. sæti deildarinnar. Spænski boltinn
Real Madrid sýndu gæði sín þegar þeir keyrðu yfir Valencia í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur voru 3-0 fyrir stórveldinu. Valencia fékk vítaspyrnu á 21. mínútu en Spánverjanum Rodrigo brást bogalistin á punktinum og tókst ekki að koma gestunum yfir. Staðan var markalaus í hálfleik en á 61. mínútu kom markahrókurinn Karim Benzema Real Madrid yfir. Marco Asensio bætti við marki fyrir Madrídinga 13. mínútum síðar, á 74. mínútu og staðan orðin 2-0. Á 86. mínútu var Benzema aftur á ferðinni þegar hann skoraði gjörsamlega sturlað mark, tók boltann á lofti og þrykkti honum upp í vinkilinn. Sjón er sögu ríkari en markið má nálgast hér að neðan. Með sigrinum minnkaði Real forskot Barcelona á toppnum niður í tvö stig en Valencia situr í 8. sæti deildarinnar.