Háskólanemarnir Nicolette og Michael ákváðu einn daginn að reisa smáhýsi á hjólum til að búa í.
Þetta unga fólk gerði nánast allt sjálf þegar kom að byggingarferlinu og það hafði verið draumur Nicolette í sex ára að eignast smáhýsi.
Hægt er að ferðast með húsið sem er á hjólum og getur parið því í rauninni búið hvar sem er.
Í rauninni hefur húsið allt til alls. Þar er svefnloft, eldhús, stofa og baðherbergi. Virkilega smekkleg eign eins og sjá má hér að neðan. Fjallað er um húsið á YouTube-síðunni FLORB.