Lífið

Úrslitakvöld Eurovision verður 22. maí 2021

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hér má sjá inn í Ahoy-höllina í Rotterdam. 
Hér má sjá inn í Ahoy-höllina í Rotterdam. 

EBU hefur gefið það út að Eurovision-keppnin í Rotterdam fer fram dagana 18.-22. maí á næsta ári.

Fyrra undankvöldið verður þriðjudagskvöldið 18. maí, seinna undankvöldið 20. maí og síðan úrslitakvöldið sjálft 22. maí.

Keppnin verður haldin í Ahoy höllinni í Rotterdam.

Eins og alþjóð veit var keppninni aflýst í ár vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum.

Daði Freyr og Gagnamagnið áttu að koma fram fyrir Íslands hönd í ár og flytja lagið Think about things en svo verður ekki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.