Svaf úti í garði í rauðri viðvörun í tíu daga í Covid Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. júní 2020 10:02 Vala fyrir utan tjaldið sitt Mynd/LífsKraftur Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, betur þekkt sem Vala, er ein af þeim konum sem nú þvera Vatnajökul. Þær safna fyrir Kraft og Líf ásamt því að hvetja fólk til útivistar og hreyfingar. Vala er búsett á Ísafirði og náði því ekki að æfa mikið með Lífskraftshópnum, en hún dó ekki ráðalaus. „Ég hef góða aðstöðu og góða félaga fyrir vestan til að æfa með,“ segir Vala um undirbúninginn fyrir ferðina yfir Vatnajökul. Hún ætlaði svo að koma til Reykjavíkur til þess að tengjast hópnum betur, en svo var veturinn erfiður veðurlega séð og Covid tók svo við. „Þetta fór ekkert alveg eins og ég planaði en ég tók bara mínar æfingar á Ísafirði. Í Covid tók ég tíu daga í tjaldi úti í garði.“ Það var þó ekki alveg eins og að vera á jökli, lofthitinn hærri og svo var hægt að fara inn í heita sturtu eftir kalda nótt í garðinum. Þetta var þó mikilvægur þáttur í að prófa búnaðinn og æfa það að tjalda og pakka tjaldinu saman, sem þær hafa gert á hverri nóttu á jöklinum. „Á hverjum morgni þurfti ég að berja snjóinn af því það snjóaði mjög mikið. Á hverjum degi var eiginlega rauð viðvörun.“ Hópurinn á Vatnajökli í gærMynd/LífsKraftur Hópurinn er á fullri ferð og á í kringum 25 kílómetra eftir af 150 kílómetra ferðalagi. Hulda Bjarnadóttir ræddi við Völu áður en hún lagði af stað. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Enn er hægt er að styðja við Lífskraft með því að senda SMS í símanúmerið 1900 Sendið textann LIF1000 fyrir 1.000 kr. Sendið textann LIF3000 fyrir 3.000 kr. Sendið textann LIF5000 fyrir 5.000 kr. Sendið textann LIF10000 fyrir 10.000 kr. Einnig er að styðja við Lífskraft með því að leggja inn á reikning 1161-26-9900, kt. 501219-0290, eða með AUR appinu í síma 789 4010. Það er ekki alltaf blessuð blíðan þegar maður þverar stærsta jökul Evrópu. Þetta myndband sýnir það þunga færi og veðrið hjá hópnum í fyrradag. Lífskraftur Fjallamennska Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Algjör kuldaskræfa en þverar nú Vatnajökul Kvennahópurinn sem nú þverar Vatnajökul er nú á sjöunda degi leiðangursins. Það var þungt færi hjá hópnum í gær, blöðrur og blautir fætur og kalt. Þrátt fyrir lélegt skyggni, birti þó til um miðjan dag og Snjódrífurnar gengu beint í austur átt. 13. júní 2020 17:11 Hópurinn ekki sterkari en veikasti hlekkurinn Snemma á sunnudag fór hópur kvenna af stað upp á Vatnajökul en þær ætla að þvera jökulinn á tíu dögum fyrir góð málefni. Snjódrífan Brynhildur Ólafsdóttir er fararstjóri leiðangursins ásamt Vilborgu Örnu Gissurardóttur pól- og Everestfara. 9. júní 2020 21:00 Magnað að vera á lífi og hafa heilsu til að geta í alvöru klifið þetta fjall Hulda Hjálmarsdóttir sigraðist á krabbameini fyrir 17 árum síðan. Hún er nú framkvæmdastjóri Krafts sem er að setja af stað hlaðvarpið Fokk ég er með krabbamein. Hulda tekur einnig þátt í verkefninu Lífskraftur og ætlar að þvera Vatnajökul. 7. júní 2020 09:00 Dómsmálaráðherra og 98 ára afi verndarar ferðarinnar Snjódrífurnar sem standa að baki átaksverkefninu, Lífskraftur, leggja af stað í göngu sína yfir Vatnajökul á morgun sunnudaginn 7. júní. 6. júní 2020 07:00 Mest lesið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Fleiri fréttir Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Sjá meira
Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, betur þekkt sem Vala, er ein af þeim konum sem nú þvera Vatnajökul. Þær safna fyrir Kraft og Líf ásamt því að hvetja fólk til útivistar og hreyfingar. Vala er búsett á Ísafirði og náði því ekki að æfa mikið með Lífskraftshópnum, en hún dó ekki ráðalaus. „Ég hef góða aðstöðu og góða félaga fyrir vestan til að æfa með,“ segir Vala um undirbúninginn fyrir ferðina yfir Vatnajökul. Hún ætlaði svo að koma til Reykjavíkur til þess að tengjast hópnum betur, en svo var veturinn erfiður veðurlega séð og Covid tók svo við. „Þetta fór ekkert alveg eins og ég planaði en ég tók bara mínar æfingar á Ísafirði. Í Covid tók ég tíu daga í tjaldi úti í garði.“ Það var þó ekki alveg eins og að vera á jökli, lofthitinn hærri og svo var hægt að fara inn í heita sturtu eftir kalda nótt í garðinum. Þetta var þó mikilvægur þáttur í að prófa búnaðinn og æfa það að tjalda og pakka tjaldinu saman, sem þær hafa gert á hverri nóttu á jöklinum. „Á hverjum morgni þurfti ég að berja snjóinn af því það snjóaði mjög mikið. Á hverjum degi var eiginlega rauð viðvörun.“ Hópurinn á Vatnajökli í gærMynd/LífsKraftur Hópurinn er á fullri ferð og á í kringum 25 kílómetra eftir af 150 kílómetra ferðalagi. Hulda Bjarnadóttir ræddi við Völu áður en hún lagði af stað. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Enn er hægt er að styðja við Lífskraft með því að senda SMS í símanúmerið 1900 Sendið textann LIF1000 fyrir 1.000 kr. Sendið textann LIF3000 fyrir 3.000 kr. Sendið textann LIF5000 fyrir 5.000 kr. Sendið textann LIF10000 fyrir 10.000 kr. Einnig er að styðja við Lífskraft með því að leggja inn á reikning 1161-26-9900, kt. 501219-0290, eða með AUR appinu í síma 789 4010. Það er ekki alltaf blessuð blíðan þegar maður þverar stærsta jökul Evrópu. Þetta myndband sýnir það þunga færi og veðrið hjá hópnum í fyrradag.
Lífskraftur Fjallamennska Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Algjör kuldaskræfa en þverar nú Vatnajökul Kvennahópurinn sem nú þverar Vatnajökul er nú á sjöunda degi leiðangursins. Það var þungt færi hjá hópnum í gær, blöðrur og blautir fætur og kalt. Þrátt fyrir lélegt skyggni, birti þó til um miðjan dag og Snjódrífurnar gengu beint í austur átt. 13. júní 2020 17:11 Hópurinn ekki sterkari en veikasti hlekkurinn Snemma á sunnudag fór hópur kvenna af stað upp á Vatnajökul en þær ætla að þvera jökulinn á tíu dögum fyrir góð málefni. Snjódrífan Brynhildur Ólafsdóttir er fararstjóri leiðangursins ásamt Vilborgu Örnu Gissurardóttur pól- og Everestfara. 9. júní 2020 21:00 Magnað að vera á lífi og hafa heilsu til að geta í alvöru klifið þetta fjall Hulda Hjálmarsdóttir sigraðist á krabbameini fyrir 17 árum síðan. Hún er nú framkvæmdastjóri Krafts sem er að setja af stað hlaðvarpið Fokk ég er með krabbamein. Hulda tekur einnig þátt í verkefninu Lífskraftur og ætlar að þvera Vatnajökul. 7. júní 2020 09:00 Dómsmálaráðherra og 98 ára afi verndarar ferðarinnar Snjódrífurnar sem standa að baki átaksverkefninu, Lífskraftur, leggja af stað í göngu sína yfir Vatnajökul á morgun sunnudaginn 7. júní. 6. júní 2020 07:00 Mest lesið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Fleiri fréttir Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Sjá meira
Algjör kuldaskræfa en þverar nú Vatnajökul Kvennahópurinn sem nú þverar Vatnajökul er nú á sjöunda degi leiðangursins. Það var þungt færi hjá hópnum í gær, blöðrur og blautir fætur og kalt. Þrátt fyrir lélegt skyggni, birti þó til um miðjan dag og Snjódrífurnar gengu beint í austur átt. 13. júní 2020 17:11
Hópurinn ekki sterkari en veikasti hlekkurinn Snemma á sunnudag fór hópur kvenna af stað upp á Vatnajökul en þær ætla að þvera jökulinn á tíu dögum fyrir góð málefni. Snjódrífan Brynhildur Ólafsdóttir er fararstjóri leiðangursins ásamt Vilborgu Örnu Gissurardóttur pól- og Everestfara. 9. júní 2020 21:00
Magnað að vera á lífi og hafa heilsu til að geta í alvöru klifið þetta fjall Hulda Hjálmarsdóttir sigraðist á krabbameini fyrir 17 árum síðan. Hún er nú framkvæmdastjóri Krafts sem er að setja af stað hlaðvarpið Fokk ég er með krabbamein. Hulda tekur einnig þátt í verkefninu Lífskraftur og ætlar að þvera Vatnajökul. 7. júní 2020 09:00
Dómsmálaráðherra og 98 ára afi verndarar ferðarinnar Snjódrífurnar sem standa að baki átaksverkefninu, Lífskraftur, leggja af stað í göngu sína yfir Vatnajökul á morgun sunnudaginn 7. júní. 6. júní 2020 07:00