Passa börn í brúðkaupum til að safna fyrir eigin barni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. júní 2020 07:00 Kolbrún Helga Pálsdóttir og Sonja Björg Írisar Jóhannsdóttir fundu sniðuga leið til þess að fjármagna tæknisæðinguna. Vísir/Vilhelm „Góðan dag! Við erum 28 ára gamalt par sem vinnum báðar á leikskóla og elskum að vera með börnum. Við erum að safna okkur fyrir okkar eigin barni…“ Svona hófst færsla sem Sonja Björg Írisar Jóhannsdóttir og Kolbrún Helga Pálsdóttir birtu í Facebook hópnum Brúðkaupshugmyndir. Voru þær að bjóða fram þjónustu sína við að passa börn annarra, þá sérstaklega í brúðkaupum sumarsins en í hópnum eru flestir að skipuleggja eigin brúðkaup. Færslan vakti mikla athygli og eru þær Sonja og Kolbrún strax búnar að bóka nokkrar helgar á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni Þær eru líka komnar með beiðnir fyrir brúðkaup og stórar veislur árið 2021 líka. En af hverju fengu þær þessa hugmynd fyrir sumarið? „Við þurfum að vinna svolítið fyrir því að geta orðið óléttar,“ segir Sonja í samtali við Vísi. Kostnaðurinn við að fá aðstoð við barneignir getur verið mikill hér á landi og því vildu þær leita frumlegra leiða til að safna fyrir barneignarferlinu. „Þegar við settum þetta á brúðkaupssíðuna þá var einhver sem benti okkur á Freyjusjóð. En það er pör að glíma við ófrjósemi og við erum ekki þar þannig að við myndum ekki vilja hafa það af einhverjum sem er að kljást við ófrjósemi.“ Krísa hjá mörgum brúðhjónum Sonja er með BSc gráðu í sálfræði og Kolbrún er með BA gráðu í uppeldis- og menntunarfræðum. „Við vorum báðar með áherslu á börn og málefni barna svo þetta er líka áhugamálið okkar.“ Báðar starfa þær á leikskólanum Langholt í Reykjavík, hafa verið „aupair“ og passa auk þess oft börn fyrir fólkið í kringum sig. Þær nýta nú þessa reynslu til að safna fyrir sínu fyrsta barni. „Þetta er okkar ástríða, að vera með börnum,“ segir Kolbrún. „Við höfum báðar passað börn frá því við vorum mjög ungar,“ bætir Sonja við. Mörg brúðhjón lenda í krísu fyrir brúðkaupið, þegar það uppgötvast að allir sem eru vanir því að aðstoða með barnapössunina eru á gestalistanum fyrir stóra daginn. Það getur því verið hentugt að fá utanaðkomandi aðila til þess að vera með börnin, hvort sem það er í heimahúsi eða í veislunni sjálfri, enda eiga brúðhjónin oft í nógu öðru að snúast. „Við erum alls ekki að sækjast eftir vorkunn með þessu. Við vitum að okkar forréttindum. Af því að við getum þá kjósum við að passa börn í frítíma okkar. Þetta er aukapeningur sem fer þá beint upp í þetta. Við sjáum fyrir okkur að sumarfríið muni snúast um að passa börn og spara,“ segir Sonja. Áhugasamir um veislupössunina geta sent þeim skilaboð á Facebook. Sonja segir að þær séu báðar spenntar fyrir því að ganga með barn og láta sig því dreyma um að eignast tvö.Mynd úr einkasafni Fannst hún fyndin á Twitter Parið ljómar af hamingju þegar blaðamaður sest niður með þeim, enda er margt spennandi að gerast hjá þeim þessa dagana. Þær festu nýlega kaup á sinni fyrstu íbúð saman, eru nýtrúlofaðar og svo eru þær byrjaðar að skoða hugsanlega sæðisgjafa svo þær geti stofnað fjölskyldu. „Við kynntumst á Tinder. Við höfðum þó tekið eftir hvorri annarri á Twitter, við erum svona Twitter týpur. Við vorum því búnar að sjá hvor aðra þar en svo urðum við „match“ á Tinder,“ segir Sonja. „Henni fannst ég ótrúlega fyndin,“ bætir Kolbrún svo glottandi við. „Hún tvítaði svo að hún hefði eytt Tinder aðganginum sínum og búið til nýjan, í glasi. Hún skýrði hann óvart Kolbrúb og mér fannst það ótrúlega fyndið. Þegar Kolbrúb kom upp á Tinder hjá mér hugsaði ég að þetta væri of fyndið til að segja ekki já.“ Þær byrjuðu að tala saman og komust meðal annars að sameiginlegri ást sinni á hljómsveitinni Írafár, Kolbrún var meira að segja í sérstökum aðdáendaklúbbi sem hélt úti bloggsíðunni Írafár Fan Club. Þær áttu margt sameiginlegt, eru jafn gamlar og náðu strax vel saman. „Við hittumst svo eftir svona mánuð,“ segir Kolbrún. „Svo þurfti ég að fara erlendis á ráðstefnu og skila einhverju verkefni svo þetta fór svolítið hægt af stað hjá okkur“ segir Sonja. Kolbrún segir að þetta hafi orðið til þess að hún óttaðist í smá stund að Sonja hafi bara misst áhugann eftir að þær hittust. Svo var þó ekki og ástarævintýri þeirra blómstraði hratt. „Maður er bara kominn á þennan aldur og veit hvað maður vill,“ segir Sonja. „Ég vissi það mjög snemma að ég vildi ala upp börn með henni, við erum með sömu áherslurnar og sýn á allt þetta. Það kom mjög snemma í ljós,“ segir Kolbrún. Vissi að þetta væri það rétta Sonja segir að áður en þær kynntust hafi þær báðar verið byrjaðar að spá í barneignum. „Við vorum byrjaðar að skoða möguleikana á að eignast barn einar, því við vorum hvorugar í sambandi og langaði að eignast börn. Við vorum á sama stað.“ Í byrjun töluðu þær um að fara hægt af stað með sambandið, gista bara ákveðið margar nætur saman í viku og fleira þess háttar. Það var þó fljótt að breytast og voru þær byrjaðar að leigja saman þremur mánuðum síðar. „Þetta er svolítið þekkt í lesbíuheiminum, að gera allt mjög hratt. Við hugsuðum bara, allt í lagi, við erum þá bara staðalímyndin,“ segir Kolbrún. „Ég vissi bara að þetta væri það rétta fyrir mig.“ Sonja tekur undir þetta og segir að þær hafi sömu sýn á lífið, sömu gildin. „Þetta hefur ekkert alltaf verið eitthvað bleikt ský en við viljum bara gera þetta saman, gera allt sem við getum og ef það eru ágreiningar þá getum við bara rætt það. Við erum báðar búnar að vera hjá sálfræðing og í sjálfsvinnu þannig að við eigum auðvelt með það.“ Kolbrún segi að þetta sé kannski eins og algjör klisja en þær séu mjög meðvitaðar um eigin tilfinningar og líðan hvor annarrar. „Oft er sagt að stelpur séu meiri tilfinningaverur en strákar en ég veit ekkert hvort að það sé eitthvað til í því, við erum allavega báðar það opnar að við viljum alltaf ræða allt,“ segir Sonja. Sonja og Kolbrún hafa ekki verið lengi saman en segja að þær hafi fundið strax að þær myndu eyða ævinni saman.Mynd úr einkasafni Höfðu báðar reiknað með að ganga með barn Eftir að þær ákváðu að þær vildu reyna að eignast barn ákváðu þær að kynna sér starfsemi sæðisbanka og tala við par sem hafði farið í gegnum þetta ferli. „Við leituðum til Maríu Rutar og Ingileifar sem er með Hinseginleikann því við höfum verið að fylgjast með þeim og kynnast þeim í gegnum netið.“ Hjónin Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir halda líka úti áhugaverðu hlaðvarpi sem kallast Raunveruleikinn og er aðgengilegt á helstu efnisveitum. Sonja segir að það sé margt sem þurfi að hugsa út í og ræða áður en farið er af stað í svona verkefni. „Við erum báðar konur og höfðum báðar gert ráð fyrr að ef við myndum eignast barn þá myndum við ganga með barnið. Fyrir mér var hugsunin um annað erfið í byrjun. Mun ég getað elskað barnið alveg jafn mikið ef hún gengur með barnið eins og ef ég hefði gert það sjálf? En við hittum þær og töluðum við fleira fólk sem hafði ættleitt og annað. Ég bara spurði að öllu sem ég var hrædd um að mögulega gæti gerst. Það svöruðu allir mjög hreinskilið með allt og þá varð ég strax róleg.“ Kolbrún tekur undir þetta. „Allar áhyggjur og efasemdir, ef að maður gæti kallað þær það, voru farnar. Allt varðandi tengsl ef maður er ekki blóðskyldur barninu.“ Fyrsta umferðin hálf milljón Eftir að hafa talað við önnur pör og kynnt sér möguleikana í boði var aðeins eitt sem kom þeim á óvart. „Bara hvað þetta er sjúklega dýrt,“ segir Kolbrún. „Miðað við gengið núna þá kostar hver skammtur 105 þúsund af gjafasæði. Svo þarf að kaupa sér rétt því það mega ekki fleiri en tvær fjölskyldur á Íslandi nota sæði frá sama aðila. Því þurfum við að kaupa leyfi til að nota þetta sæði á Íslandi. Það leyfi kostar 75 þúsund. Við fórum í viðtal hjá Livio og þar sagði hjúkrunarfræðingur að það væri eðlilegt að það þyrfti fjórar til átta tæknisæðingar áður en maður verður óléttur. Nú erum við að miða við í okkar fjárhagsáætlun fjóra skammta og þetta leyfi og svo kostar hver uppsetning, sem er bara að mæta á svæðið og láta sprauta því upp, 65 þúsund,“ segir Sonja. Að gera fjórar tilraunir kostar því í kringum hálfa milljón og er parið því að safna sér fyrir þeirri upphæð núna. Hugsanlega þurfa þær svo að halda áfram að safna ef þær þurfa að fara oftar til þess að þetta gangi upp. „Okkur langar það báðum og í rauninni skiptir það ekki máli. Við íhuguðum að taka skæri, blað, steinn,“ segir Sonja og hlær. „En við viljum eignast tvö börn svo við getum það báðar, með fyrirvara um að allt sé í lagi. Við erum búnar að fara í skoðanir og allt lítur vel út en maður veit náttúrulega aldrei.“ Vilja halda möguleikanum opnum Þá tók við ákvörðunin um það hvort þær vildu nota opinn eða lokaðan gjafa. „Ef hann er lokaður þá er ekki hægt að leita upplýsinga seinna,“ útskýrir Kolbrún. „Við viljum opna. Við viljum ekki taka þann valmöguleika af barninu. Það er ekki okkar.“ Þær segja að þetta sé dýrari valkostur en þær vilja halda þessum möguleika opnum, að barnið geti fengið nafn og aðrar upplýsingar sæðisgjafans ef það hefur áhuga á því í framtíðinni. Þær eru nú þegar byrjaðar að skoða listann yfir sæðisgjafa og segja að það geti verið örlítið yfirþyrmandi. „Þetta er eitthvað svo rangt, maður fær allar upplýsingar eins og útlit og heilsufarssögu fjölskyldumeðlima. Aldrei myndi maður spá í þessu áður en maður eignaðist barn með einhverjum. Þetta var bara orðið of mikið svo við ætlum að fara eftir innsæinu,“ segir Kolbrún. „Við ákváðum því að fara meira eftir tilfinningunni við valið, hitt verður bara of flókið. Maður getur séð handskriftina hans og heyrt röddina,“ bætir Sonja við. Meðvitaðar um forréttindastöðuna Eftir að þær eru búnar að safna fyrir ferlinu, þurfa þær ekki að bíða lengi eftir að byrja að reyna enda eru þær búnar að fara í viðtal og aðra undirbúningsvinnu. „Eftir að sæðið er komið kaupir maður sér egglospróf í apótekinu. Þegar maður er með egglos hringir maður í Livio og segir ég ætla að koma í uppsetningu,“ segir Sonja. Parinu finnst svekkjandi að svona meðferðir séu ekki niðurgreiddar meira af ríkinu. „Við höfum báðar tekið kvöld þar sem við erum hálf bugaðar yfir þessu. Meira segja hugsað æi hringjum bara í einhvern vin okkar. Af því að þetta er svo ógeðslega ósanngjarnt. Ef við værum í gagnkynhneigðu sambandi þá væri þetta ekki einu sinni pæling. En við munum finna okkar leið.“ Parið keypti nýlega sína fyrstu íbúð og sjá því ekki fram á að ná að safna hratt fyrir þessari meðferð, því ákváðu þær að fara á fullt í aukavinnu í sumar við að passa til þess að flýta ferlinu og komast hraðar af stað. „Við vitum alveg að við erum í forréttindastöðu, erum báðar með vinnu og gott bakland. Erum heppnar að mjög mörgu leyti en samt mun það taka langan tíma því við erum ekkert í hálaunastarfi, við vinnum báðar á leikskóla. Þá tekur svo langan tíma að safna fyrir þessu og svo virkar þetta kannski ekki strax og þá þurfum við að safna aftur fyrir næstu hálfu milljón,“ segir Sonja. „Varðandi forréttindstöðuna okkar þá erum við líka báðar með leg. Ef að það er ekki í lagi hjá annarri þá höfum við annað leg,“ bætir Kolbrún við. „Ef við værum tveir karlmenn þá værum við ekki einu sinni að ræða þetta, þá væri þetta ekki í boði,“ segir Sonja þá. Þær segjast meðvitaðar um að þær séu að mörgu leiti heppnar. „En stundum „sökkar“ þetta bara,“ segir Kolbrún í einlægni. „Ég held að margir viti ekki að ríkið er ekki að borga á móti manni. Svo var ótrúlega leiðinlegt að það kom frétt um daginn að Livio, sem er sænskt, hafi borgað út mörg hundruð milljónir í arðgreiðslur. Það er bara klikkaður gróði á því. Mér fannst það sárt að það sé fólk út í heimi sem að græði á því að við þurfum þessa aðstoð,“ segir Sonja. Parið vinnur með börnum alla daga og ætlar nú að vinna með börn í sínum frítíma, til þess að geta sem fyrst eignast eigið barn.Mynd úr einkasafni Bónorðið óvænt og fallegt Þær geta ekki beðið eftir því að verða foreldrar. Þær eru ákveðnar í að láta þetta verða á veruleika sem fyrst en þangað til ætla þær að gera íbúðina klára, þar verður svo aukaherbergið tilbúið til að verða breytt í barnaherbergi þegar draumurinn rætist. „Maður vill að allir hafi sömu réttindi,“ segir Kolbrún. Ef að parið myndi velja ættleiðingu væri biðin enn lengri, enda þurfa pör að uppfylla ákveðin skilyrði áður en sótt er um og svo er það alltaf kostnaðarsamt ferli líka. Meðal annars er óskað eftir því að pör hafi verið gift eða í skráðri sambúð í ákveðið langan tíma áður en að ættleiðingunni kemur. Sonja og Kolbrún trúlofuðu sig á dögunum. Bónorðið var skipulagt af Sonju með stuttum fyrirvara en heppnaðist fullkomlega, með smá aðstoð frá hljómsveitinni Írafár, þó að hljómsveitarmeðlimir hafi reyndar ekki vitað af því. „Ég er mjög hvatvís að eðlisfari, svo það er flott að hafa eina Kolbrúnu sem heldur mér á jörðinni,“ segir Sonja. „Hún er samt búin að breyta mér í einhvern væmnispúka. Ég veit ekki hvað ég hefði gert ef ég hefði fengið svona bónorð áður en ég kynntist henni,“ segir Kolbrún og hlær.“ Sonja fór á skeljarnar þegar þær horfðu saman á tónleika með Írafár í sjónvarpinu, sem var viðeigandi í ljósi þess hversu miklir aðdáendur þær eru. „Þetta var ótrúlega fallegt,“ segir Kolbrún. Sonja laumaðist til að taka upp myndband af þessu augnabliki og þær deildu því svo á samfélagsmiðlum og fengu sterk viðbrögð. „Við höfum fengið send skilaboð frá alls konar fólki sem þakkar okkur fyrir, fólk sem hefur horft á myndbandið,“ segir Sonja. Fyrstu mánuðir ársins hafa verið mörgum erfiðir og virtist þeirra saga gleðja marga. Þær stefna samt ekki á að gifta sig strax, enda er annað og stærra verkefni framar á forgangslistanum. Þær eru áfram jákvæðar og bjartsýnar og staðráðnar í að láta drauminn sinn rætast. „2020 átti að vera okkar ár og við ætlum ekkert að hætta við það.“ Helgarviðtal Frjósemi Hinsegin Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira
„Góðan dag! Við erum 28 ára gamalt par sem vinnum báðar á leikskóla og elskum að vera með börnum. Við erum að safna okkur fyrir okkar eigin barni…“ Svona hófst færsla sem Sonja Björg Írisar Jóhannsdóttir og Kolbrún Helga Pálsdóttir birtu í Facebook hópnum Brúðkaupshugmyndir. Voru þær að bjóða fram þjónustu sína við að passa börn annarra, þá sérstaklega í brúðkaupum sumarsins en í hópnum eru flestir að skipuleggja eigin brúðkaup. Færslan vakti mikla athygli og eru þær Sonja og Kolbrún strax búnar að bóka nokkrar helgar á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni Þær eru líka komnar með beiðnir fyrir brúðkaup og stórar veislur árið 2021 líka. En af hverju fengu þær þessa hugmynd fyrir sumarið? „Við þurfum að vinna svolítið fyrir því að geta orðið óléttar,“ segir Sonja í samtali við Vísi. Kostnaðurinn við að fá aðstoð við barneignir getur verið mikill hér á landi og því vildu þær leita frumlegra leiða til að safna fyrir barneignarferlinu. „Þegar við settum þetta á brúðkaupssíðuna þá var einhver sem benti okkur á Freyjusjóð. En það er pör að glíma við ófrjósemi og við erum ekki þar þannig að við myndum ekki vilja hafa það af einhverjum sem er að kljást við ófrjósemi.“ Krísa hjá mörgum brúðhjónum Sonja er með BSc gráðu í sálfræði og Kolbrún er með BA gráðu í uppeldis- og menntunarfræðum. „Við vorum báðar með áherslu á börn og málefni barna svo þetta er líka áhugamálið okkar.“ Báðar starfa þær á leikskólanum Langholt í Reykjavík, hafa verið „aupair“ og passa auk þess oft börn fyrir fólkið í kringum sig. Þær nýta nú þessa reynslu til að safna fyrir sínu fyrsta barni. „Þetta er okkar ástríða, að vera með börnum,“ segir Kolbrún. „Við höfum báðar passað börn frá því við vorum mjög ungar,“ bætir Sonja við. Mörg brúðhjón lenda í krísu fyrir brúðkaupið, þegar það uppgötvast að allir sem eru vanir því að aðstoða með barnapössunina eru á gestalistanum fyrir stóra daginn. Það getur því verið hentugt að fá utanaðkomandi aðila til þess að vera með börnin, hvort sem það er í heimahúsi eða í veislunni sjálfri, enda eiga brúðhjónin oft í nógu öðru að snúast. „Við erum alls ekki að sækjast eftir vorkunn með þessu. Við vitum að okkar forréttindum. Af því að við getum þá kjósum við að passa börn í frítíma okkar. Þetta er aukapeningur sem fer þá beint upp í þetta. Við sjáum fyrir okkur að sumarfríið muni snúast um að passa börn og spara,“ segir Sonja. Áhugasamir um veislupössunina geta sent þeim skilaboð á Facebook. Sonja segir að þær séu báðar spenntar fyrir því að ganga með barn og láta sig því dreyma um að eignast tvö.Mynd úr einkasafni Fannst hún fyndin á Twitter Parið ljómar af hamingju þegar blaðamaður sest niður með þeim, enda er margt spennandi að gerast hjá þeim þessa dagana. Þær festu nýlega kaup á sinni fyrstu íbúð saman, eru nýtrúlofaðar og svo eru þær byrjaðar að skoða hugsanlega sæðisgjafa svo þær geti stofnað fjölskyldu. „Við kynntumst á Tinder. Við höfðum þó tekið eftir hvorri annarri á Twitter, við erum svona Twitter týpur. Við vorum því búnar að sjá hvor aðra þar en svo urðum við „match“ á Tinder,“ segir Sonja. „Henni fannst ég ótrúlega fyndin,“ bætir Kolbrún svo glottandi við. „Hún tvítaði svo að hún hefði eytt Tinder aðganginum sínum og búið til nýjan, í glasi. Hún skýrði hann óvart Kolbrúb og mér fannst það ótrúlega fyndið. Þegar Kolbrúb kom upp á Tinder hjá mér hugsaði ég að þetta væri of fyndið til að segja ekki já.“ Þær byrjuðu að tala saman og komust meðal annars að sameiginlegri ást sinni á hljómsveitinni Írafár, Kolbrún var meira að segja í sérstökum aðdáendaklúbbi sem hélt úti bloggsíðunni Írafár Fan Club. Þær áttu margt sameiginlegt, eru jafn gamlar og náðu strax vel saman. „Við hittumst svo eftir svona mánuð,“ segir Kolbrún. „Svo þurfti ég að fara erlendis á ráðstefnu og skila einhverju verkefni svo þetta fór svolítið hægt af stað hjá okkur“ segir Sonja. Kolbrún segir að þetta hafi orðið til þess að hún óttaðist í smá stund að Sonja hafi bara misst áhugann eftir að þær hittust. Svo var þó ekki og ástarævintýri þeirra blómstraði hratt. „Maður er bara kominn á þennan aldur og veit hvað maður vill,“ segir Sonja. „Ég vissi það mjög snemma að ég vildi ala upp börn með henni, við erum með sömu áherslurnar og sýn á allt þetta. Það kom mjög snemma í ljós,“ segir Kolbrún. Vissi að þetta væri það rétta Sonja segir að áður en þær kynntust hafi þær báðar verið byrjaðar að spá í barneignum. „Við vorum byrjaðar að skoða möguleikana á að eignast barn einar, því við vorum hvorugar í sambandi og langaði að eignast börn. Við vorum á sama stað.“ Í byrjun töluðu þær um að fara hægt af stað með sambandið, gista bara ákveðið margar nætur saman í viku og fleira þess háttar. Það var þó fljótt að breytast og voru þær byrjaðar að leigja saman þremur mánuðum síðar. „Þetta er svolítið þekkt í lesbíuheiminum, að gera allt mjög hratt. Við hugsuðum bara, allt í lagi, við erum þá bara staðalímyndin,“ segir Kolbrún. „Ég vissi bara að þetta væri það rétta fyrir mig.“ Sonja tekur undir þetta og segir að þær hafi sömu sýn á lífið, sömu gildin. „Þetta hefur ekkert alltaf verið eitthvað bleikt ský en við viljum bara gera þetta saman, gera allt sem við getum og ef það eru ágreiningar þá getum við bara rætt það. Við erum báðar búnar að vera hjá sálfræðing og í sjálfsvinnu þannig að við eigum auðvelt með það.“ Kolbrún segi að þetta sé kannski eins og algjör klisja en þær séu mjög meðvitaðar um eigin tilfinningar og líðan hvor annarrar. „Oft er sagt að stelpur séu meiri tilfinningaverur en strákar en ég veit ekkert hvort að það sé eitthvað til í því, við erum allavega báðar það opnar að við viljum alltaf ræða allt,“ segir Sonja. Sonja og Kolbrún hafa ekki verið lengi saman en segja að þær hafi fundið strax að þær myndu eyða ævinni saman.Mynd úr einkasafni Höfðu báðar reiknað með að ganga með barn Eftir að þær ákváðu að þær vildu reyna að eignast barn ákváðu þær að kynna sér starfsemi sæðisbanka og tala við par sem hafði farið í gegnum þetta ferli. „Við leituðum til Maríu Rutar og Ingileifar sem er með Hinseginleikann því við höfum verið að fylgjast með þeim og kynnast þeim í gegnum netið.“ Hjónin Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir halda líka úti áhugaverðu hlaðvarpi sem kallast Raunveruleikinn og er aðgengilegt á helstu efnisveitum. Sonja segir að það sé margt sem þurfi að hugsa út í og ræða áður en farið er af stað í svona verkefni. „Við erum báðar konur og höfðum báðar gert ráð fyrr að ef við myndum eignast barn þá myndum við ganga með barnið. Fyrir mér var hugsunin um annað erfið í byrjun. Mun ég getað elskað barnið alveg jafn mikið ef hún gengur með barnið eins og ef ég hefði gert það sjálf? En við hittum þær og töluðum við fleira fólk sem hafði ættleitt og annað. Ég bara spurði að öllu sem ég var hrædd um að mögulega gæti gerst. Það svöruðu allir mjög hreinskilið með allt og þá varð ég strax róleg.“ Kolbrún tekur undir þetta. „Allar áhyggjur og efasemdir, ef að maður gæti kallað þær það, voru farnar. Allt varðandi tengsl ef maður er ekki blóðskyldur barninu.“ Fyrsta umferðin hálf milljón Eftir að hafa talað við önnur pör og kynnt sér möguleikana í boði var aðeins eitt sem kom þeim á óvart. „Bara hvað þetta er sjúklega dýrt,“ segir Kolbrún. „Miðað við gengið núna þá kostar hver skammtur 105 þúsund af gjafasæði. Svo þarf að kaupa sér rétt því það mega ekki fleiri en tvær fjölskyldur á Íslandi nota sæði frá sama aðila. Því þurfum við að kaupa leyfi til að nota þetta sæði á Íslandi. Það leyfi kostar 75 þúsund. Við fórum í viðtal hjá Livio og þar sagði hjúkrunarfræðingur að það væri eðlilegt að það þyrfti fjórar til átta tæknisæðingar áður en maður verður óléttur. Nú erum við að miða við í okkar fjárhagsáætlun fjóra skammta og þetta leyfi og svo kostar hver uppsetning, sem er bara að mæta á svæðið og láta sprauta því upp, 65 þúsund,“ segir Sonja. Að gera fjórar tilraunir kostar því í kringum hálfa milljón og er parið því að safna sér fyrir þeirri upphæð núna. Hugsanlega þurfa þær svo að halda áfram að safna ef þær þurfa að fara oftar til þess að þetta gangi upp. „Okkur langar það báðum og í rauninni skiptir það ekki máli. Við íhuguðum að taka skæri, blað, steinn,“ segir Sonja og hlær. „En við viljum eignast tvö börn svo við getum það báðar, með fyrirvara um að allt sé í lagi. Við erum búnar að fara í skoðanir og allt lítur vel út en maður veit náttúrulega aldrei.“ Vilja halda möguleikanum opnum Þá tók við ákvörðunin um það hvort þær vildu nota opinn eða lokaðan gjafa. „Ef hann er lokaður þá er ekki hægt að leita upplýsinga seinna,“ útskýrir Kolbrún. „Við viljum opna. Við viljum ekki taka þann valmöguleika af barninu. Það er ekki okkar.“ Þær segja að þetta sé dýrari valkostur en þær vilja halda þessum möguleika opnum, að barnið geti fengið nafn og aðrar upplýsingar sæðisgjafans ef það hefur áhuga á því í framtíðinni. Þær eru nú þegar byrjaðar að skoða listann yfir sæðisgjafa og segja að það geti verið örlítið yfirþyrmandi. „Þetta er eitthvað svo rangt, maður fær allar upplýsingar eins og útlit og heilsufarssögu fjölskyldumeðlima. Aldrei myndi maður spá í þessu áður en maður eignaðist barn með einhverjum. Þetta var bara orðið of mikið svo við ætlum að fara eftir innsæinu,“ segir Kolbrún. „Við ákváðum því að fara meira eftir tilfinningunni við valið, hitt verður bara of flókið. Maður getur séð handskriftina hans og heyrt röddina,“ bætir Sonja við. Meðvitaðar um forréttindastöðuna Eftir að þær eru búnar að safna fyrir ferlinu, þurfa þær ekki að bíða lengi eftir að byrja að reyna enda eru þær búnar að fara í viðtal og aðra undirbúningsvinnu. „Eftir að sæðið er komið kaupir maður sér egglospróf í apótekinu. Þegar maður er með egglos hringir maður í Livio og segir ég ætla að koma í uppsetningu,“ segir Sonja. Parinu finnst svekkjandi að svona meðferðir séu ekki niðurgreiddar meira af ríkinu. „Við höfum báðar tekið kvöld þar sem við erum hálf bugaðar yfir þessu. Meira segja hugsað æi hringjum bara í einhvern vin okkar. Af því að þetta er svo ógeðslega ósanngjarnt. Ef við værum í gagnkynhneigðu sambandi þá væri þetta ekki einu sinni pæling. En við munum finna okkar leið.“ Parið keypti nýlega sína fyrstu íbúð og sjá því ekki fram á að ná að safna hratt fyrir þessari meðferð, því ákváðu þær að fara á fullt í aukavinnu í sumar við að passa til þess að flýta ferlinu og komast hraðar af stað. „Við vitum alveg að við erum í forréttindastöðu, erum báðar með vinnu og gott bakland. Erum heppnar að mjög mörgu leyti en samt mun það taka langan tíma því við erum ekkert í hálaunastarfi, við vinnum báðar á leikskóla. Þá tekur svo langan tíma að safna fyrir þessu og svo virkar þetta kannski ekki strax og þá þurfum við að safna aftur fyrir næstu hálfu milljón,“ segir Sonja. „Varðandi forréttindstöðuna okkar þá erum við líka báðar með leg. Ef að það er ekki í lagi hjá annarri þá höfum við annað leg,“ bætir Kolbrún við. „Ef við værum tveir karlmenn þá værum við ekki einu sinni að ræða þetta, þá væri þetta ekki í boði,“ segir Sonja þá. Þær segjast meðvitaðar um að þær séu að mörgu leiti heppnar. „En stundum „sökkar“ þetta bara,“ segir Kolbrún í einlægni. „Ég held að margir viti ekki að ríkið er ekki að borga á móti manni. Svo var ótrúlega leiðinlegt að það kom frétt um daginn að Livio, sem er sænskt, hafi borgað út mörg hundruð milljónir í arðgreiðslur. Það er bara klikkaður gróði á því. Mér fannst það sárt að það sé fólk út í heimi sem að græði á því að við þurfum þessa aðstoð,“ segir Sonja. Parið vinnur með börnum alla daga og ætlar nú að vinna með börn í sínum frítíma, til þess að geta sem fyrst eignast eigið barn.Mynd úr einkasafni Bónorðið óvænt og fallegt Þær geta ekki beðið eftir því að verða foreldrar. Þær eru ákveðnar í að láta þetta verða á veruleika sem fyrst en þangað til ætla þær að gera íbúðina klára, þar verður svo aukaherbergið tilbúið til að verða breytt í barnaherbergi þegar draumurinn rætist. „Maður vill að allir hafi sömu réttindi,“ segir Kolbrún. Ef að parið myndi velja ættleiðingu væri biðin enn lengri, enda þurfa pör að uppfylla ákveðin skilyrði áður en sótt er um og svo er það alltaf kostnaðarsamt ferli líka. Meðal annars er óskað eftir því að pör hafi verið gift eða í skráðri sambúð í ákveðið langan tíma áður en að ættleiðingunni kemur. Sonja og Kolbrún trúlofuðu sig á dögunum. Bónorðið var skipulagt af Sonju með stuttum fyrirvara en heppnaðist fullkomlega, með smá aðstoð frá hljómsveitinni Írafár, þó að hljómsveitarmeðlimir hafi reyndar ekki vitað af því. „Ég er mjög hvatvís að eðlisfari, svo það er flott að hafa eina Kolbrúnu sem heldur mér á jörðinni,“ segir Sonja. „Hún er samt búin að breyta mér í einhvern væmnispúka. Ég veit ekki hvað ég hefði gert ef ég hefði fengið svona bónorð áður en ég kynntist henni,“ segir Kolbrún og hlær.“ Sonja fór á skeljarnar þegar þær horfðu saman á tónleika með Írafár í sjónvarpinu, sem var viðeigandi í ljósi þess hversu miklir aðdáendur þær eru. „Þetta var ótrúlega fallegt,“ segir Kolbrún. Sonja laumaðist til að taka upp myndband af þessu augnabliki og þær deildu því svo á samfélagsmiðlum og fengu sterk viðbrögð. „Við höfum fengið send skilaboð frá alls konar fólki sem þakkar okkur fyrir, fólk sem hefur horft á myndbandið,“ segir Sonja. Fyrstu mánuðir ársins hafa verið mörgum erfiðir og virtist þeirra saga gleðja marga. Þær stefna samt ekki á að gifta sig strax, enda er annað og stærra verkefni framar á forgangslistanum. Þær eru áfram jákvæðar og bjartsýnar og staðráðnar í að láta drauminn sinn rætast. „2020 átti að vera okkar ár og við ætlum ekkert að hætta við það.“
Helgarviðtal Frjósemi Hinsegin Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira