Lífið

Katrín Jakobs horfir á Dennis Rodman taka fráköst til að peppa sig

Stefán Árni Pálsson skrifar
Katrín ræðir við Sölva um allt milli himins og jarðar. 
Katrín ræðir við Sölva um allt milli himins og jarðar. 

Katrín Jakobsdóttir er eins og þekkt er orðið harður stuðningsmaður Liverpool. Hún er ekki mikil körfuboltaáhugamanneskja og hefur ekki horft á Last Dance á Netflix.

Í viðtali við Sölva Tryggvason viðurkennir hún hins vegar að hún horfi á Dennis Rodman taka fráköst og Michael Jordan skora til þess að peppa sig í gang ef hana vantar orku.

„Sumir horfa í spegilinn og fara með einhverja möntru… ég tek bara Rodman,” segir Katrín.

Hún segist í viðtalinu jafnframt hafa gríðarlegt dálæti á Jurgen Klopp stjóra Liverpool og horfir gjarnan á blaðamannafundina með honum.

„Hann er bara eitthvað svo töff,” segir Katrín.

Annað brot úr viðtali Sölva við Katrínu má sjá hér að neðan en þar ræðir hún samstarf Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn og hvernig hún og Bjarni Benediktsson ná saman.

Klippa: Katrín Jakobsdóttir um samstarfið með Sjálfstæðisflokknum - Podcast með Sölva Tryggva

Þetta er fyrsti þáttur af Podcasti með Sölva Tryggva en í þeim sest Sölvi niður með áhugaverðum einstaklingum og fer yfir víðan völl með þeim.

Hér að neðan má sjá viðtalið við Katrínu í heild sinni en þar fer forsætisráðherra meðal annars yfir atburði síðustu mánaða, faraldur kórónuveiru og COVID-19.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.