„Það er gríðarlega mikil tilhlökkun að fara af stað og spila tónlist fyrir fólk aftur. Það verður gaman að koma á staði sem við höfum ekki spilað á áður, og líka að heimsækja aftur þá sem við fórum á í fyrra,“ segir söngvarinn Valdimar Guðmundsson sem fer af stað um landið ásamt Erni Eldjárni í júní þar sem þeir munu heimsækja vel valda staði í öllum landshlutum.
Dagsskráin samanstendur af ljúfum tónum úr öllum áttum, þeirra uppáhaldslög í bland við aðrar tónlistarperlur. Það má með sanni segja að drengirnir hafi hreina unun af því koma fram saman og ávallt fengið einróma lof fyrir tónleika sína undanfarin ár.
„Það er fátt skemmtilegra en að keyra um landið og fá að spila tónlist á þessum frábæru stöðum og hitta frábært fólk. Við vonumst til að sjá sem flesta og lofum að þetta verður mikið stuð.“
Dagsskráin er eftirfarandi:
13. júní - Paddy´s Keflavík
14. júní - Röntgen Reykjavík
15. júní - Midgard Basecamp Hvolsvöllur
16. júní - Hafið Höfn
17. júní - Havarí Berufjörður
18. júní - Beituskúrinn Neskaupsstaður
19. júní - Gamli Baukur Húsavík
20. júní - Græni Hatturinn Akureyri
21. júní - Menningarhúsið Dalvík
22. júní - Grána Sauðárkrókur
23. júní - Vagninn Flateyri
25. júní - Skrímslasetrið Bíldudalur
26. júní - Flak Pareksfjörður FRÍTT INN