Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - ÍBV | Eyjamenn virka sannfærandi í byrjun sumars Smári Jökull Jónsson skrifar 13. júní 2020 18:55 Sigurður Arnar Magnússon, varnarmaður ÍBV. vísir/bára Eyjamenn tryggðu sér í dag sæti í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í knattspyrnu með stórsigri Á Grindavík. Gary Martin skoraði þrennu og var sigur Eyjamanna aldrei í hættu. Strax eftir 55 sekúndur hafði Martin skorað fyrsta mark sitt. Hann var þá skyndilega kominn einn gegn Maciej Majewski markverði og skoraði örugglega. Hann virtist hins vegar brjóta á Sigurjóni Rúnarssyni áður en hann fékk boltann og því spurning hvort markið hefði átt að standa. Á 8.mínútu kom Telmo Castaneira ÍBV í 2-0 með góðu skoti úr teignum og þannig var staðan í hálfleik. Hafi einhverjir haldið að gestirnir myndu slaka á eftir hlé var sú ekki raunin. Strax á 52.mínútu kom Gary Martin þeim í 3-0 þegar hann fylgdi eftir stangarskoti Óskars Óskarsson og Castaneira gerði sitt annað mark á 63.mínútu og kom ÍBV í 4-0. Í lokin komu síðan tvö mörk. Gary Martin fullkomnaði þrennuna með marki úr vítaspyrnu á 86.mínútu og með síðustu spyrnu leiksins lagaði Aron Jóhannsson stöðuna fyrir heimamenn með góðu marki úr aukaspyrnu. Lokatölur 5-0 og Eyjamenn örugglega áfram í næstu umferð Mjólkurbikarsins. Af hverju vann ÍBV? Eyjamenn voru grimmari í öllum sínum aðgerðum og virðast þar að auki vera komnir lengra í sínum undirbúningi en Grindavíkurliðið. Spurning hvort þeir hafi verið duglegri að hlaupa í Covid-pásunni því leikmenn Grindavíkur virkuðu margir þungir. Það hafði auðvitað sitt að segja að ÍBV komst yfir strax á 1.mínútu leiksins en þar fyrir utan var frammistaða þeirra á allan hátt betri en frammistaða heimamanna. Þessir stóðu upp úr: Gary Martin setti þrennu og virðist vel gíraður fyrir þetta tímabil. Telmo Castaneira var virkilega öflugur á miðjunni og fyrir utan mörkin tvö þá var hann afar traustur og dreifði boltanum vel. Þessir leikmenn eru í Pepsi Max gæðaflokki. Þá var gaman að sjá hinn unga Guðjón Erni Hrafnkelsson sem var áræðinn og duglegur en hann kom til ÍBV í vetur frá Hetti. Heilt yfir spilaði ÍBV-liðið vel í dag og Helgi greinilega kominn með það á fínan stað. Hvað gekk illa? Það var ekki margt sem gekk vel hjá heimamönnum í dag. Byrjunin var auðvitað hræðileg og það vantaði einhvern veginn meiri áræðni og grimmd hjá heimamönnum í dag. Varnarlega voru þeir langt frá mönnum og ÍBV-liðið átti auðvelt með að spila í gegnum þá, sérstaklega í fyrri hálfleik. Það eina sem ÍBV átti í einhverjum vandræðum með voru föstu leikatriði heimamanna í fyrri hálfleik en þeim tókst að laga það fyrir síðari hálfleikinn. Hvað gerist næst? ÍBV er komið áfram í 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins en Grindavík er úr leik. Lengjudeildin hefst síðan um næstu helgi og þá mæta bæði liðin liðum að norðan. ÍBV mætir Magna en Grindvíkingar heimsækja Þórsara. Gary Martin ætlar sér stóra hluti í sumar og byrjaði tímabilið með látum í dag.vísir/stöð 2 sport Gary: Vitum hvað við erum góðir „Augljóslega viljum við fara eins langt og við getum í bikarnum en það er ekki efst á listanum, við ætlum okkur upp og fáum ekki þrjú stig fyrir þennan sigur. Ég er ánægður með góða byrjun á tímabilinu og lít á þetta sem góða upphitun fyrir næstu helgi,“ sagði Gary Martin eftir 5-1 sigurinn á Grindavík í Mjólkurbikarnum í dag. Eyjamenn höfðu töluverða yfirburði í leiknum eins og tölurnar gefa til kynna og komust yfir strax eftir 55 sekúndur eftir nokkuð umdeilt mark. „Við unnum 5-1 og fólk mun gera mikið úr þessu, ég veit hvernig þetta er á Íslandi. Þetta var góð liðsframmistaða og gott að skora þrjú mörk. Þetta snýst um liðið og þú sérð í lokin að leikmennirnir sem eru að koma inná eru 16-19 ára gamlir.“ Flestir ef ekki allir sparkspekingar spá því að ÍBV fari beina leið aftur upp í Pepsi Max-deildina eftir að hafa fallið þaðan eftir síðustu leiktíð. Liðið er vel mannað og sýndu í dag að þeir eru ógnarsterkir. „Við vitum hvað við erum góðir þegar við spilum okkar leik. Ef við gerum það ekki þá töpum við fyrir slakari liðum. Ef við náum okkar leik þá gerum við þetta. Við spiluðum æfingaleik við KA síðustu helgi og hefðum getað unnið 5-1. Það fór 1-1 og nýttum ekki færin. Í dag nýttum við færin og það er jákvætt.“ Hefur Gary áhyggjur af því að það verði erfitt að halda leikmönnum ÍBV á jörðinni í sumar? „Nei, það er ekki erfitt. Eina markmið okkar er að fara upp. Þetta þýðir ekkert, við unnum 5-1 en 2-1 hefði verið það sama. Við tökum þetta leik fyrir leik, ég hef leikið í næst efstu deild áður því ég gerði það þegar ég kom hingað fyrst fyrir 10 árum. Besta liðið fer yfirleitt upp og við erum líklega eitt besta liðið sem hefur verið í þessari deild.“ „Við erum með fagmenn í þessum hóp og við vitum að þetta var góð frammistaða og ekkert meira en það.“ Sigurbjörn Hreiðars: Þeir mættu grimmir og negldu okkur „Við vorum bara ekki nógu góðir. Þeir voru grimmari en við og við vorum ekki klárir í þetta,“ sagði Sigurbjörn Hreiðarsson þjálfari Grindavíkur í samtali við Vísi eftir leikinn í dag. Fyrsta mark Eyjamanna kom eftir 55 sekúndur og var nokkuð umdeilt en heimamenn vildu þá fá dæmda aukaspyrnu á Gary Martin áður en hann skoraði. „Þetta var aukaspyrna. Þetta breytti miklu og þeir gengu á lagið og skoruðu hitt á eftir. Að mínu viti var þetta aukaspyrna en þeir voru bara grimmari en við í dag.“ ÍBV er spáð góðu gengi í Lengjudeildinni í sumar og margir sem spá því að Grindvíkingar verði í baráttunni með þeim. Miðað við leik dagsins er hins vegar töluvert langt á milli þessara liða í augnablikinu. „Við vorum eins og maður segir „svag“ og vorum undir í flestöllu í þessum leik. Þeir mættu hérna grimmir og negldu okkur. Við erum bara úr leik í þessum bikar og nú byrjar Íslandsmótið og við þurfum að fara yfir ansi margt.“ Mjólkurbikarinn ÍBV Grindavík
Eyjamenn tryggðu sér í dag sæti í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í knattspyrnu með stórsigri Á Grindavík. Gary Martin skoraði þrennu og var sigur Eyjamanna aldrei í hættu. Strax eftir 55 sekúndur hafði Martin skorað fyrsta mark sitt. Hann var þá skyndilega kominn einn gegn Maciej Majewski markverði og skoraði örugglega. Hann virtist hins vegar brjóta á Sigurjóni Rúnarssyni áður en hann fékk boltann og því spurning hvort markið hefði átt að standa. Á 8.mínútu kom Telmo Castaneira ÍBV í 2-0 með góðu skoti úr teignum og þannig var staðan í hálfleik. Hafi einhverjir haldið að gestirnir myndu slaka á eftir hlé var sú ekki raunin. Strax á 52.mínútu kom Gary Martin þeim í 3-0 þegar hann fylgdi eftir stangarskoti Óskars Óskarsson og Castaneira gerði sitt annað mark á 63.mínútu og kom ÍBV í 4-0. Í lokin komu síðan tvö mörk. Gary Martin fullkomnaði þrennuna með marki úr vítaspyrnu á 86.mínútu og með síðustu spyrnu leiksins lagaði Aron Jóhannsson stöðuna fyrir heimamenn með góðu marki úr aukaspyrnu. Lokatölur 5-0 og Eyjamenn örugglega áfram í næstu umferð Mjólkurbikarsins. Af hverju vann ÍBV? Eyjamenn voru grimmari í öllum sínum aðgerðum og virðast þar að auki vera komnir lengra í sínum undirbúningi en Grindavíkurliðið. Spurning hvort þeir hafi verið duglegri að hlaupa í Covid-pásunni því leikmenn Grindavíkur virkuðu margir þungir. Það hafði auðvitað sitt að segja að ÍBV komst yfir strax á 1.mínútu leiksins en þar fyrir utan var frammistaða þeirra á allan hátt betri en frammistaða heimamanna. Þessir stóðu upp úr: Gary Martin setti þrennu og virðist vel gíraður fyrir þetta tímabil. Telmo Castaneira var virkilega öflugur á miðjunni og fyrir utan mörkin tvö þá var hann afar traustur og dreifði boltanum vel. Þessir leikmenn eru í Pepsi Max gæðaflokki. Þá var gaman að sjá hinn unga Guðjón Erni Hrafnkelsson sem var áræðinn og duglegur en hann kom til ÍBV í vetur frá Hetti. Heilt yfir spilaði ÍBV-liðið vel í dag og Helgi greinilega kominn með það á fínan stað. Hvað gekk illa? Það var ekki margt sem gekk vel hjá heimamönnum í dag. Byrjunin var auðvitað hræðileg og það vantaði einhvern veginn meiri áræðni og grimmd hjá heimamönnum í dag. Varnarlega voru þeir langt frá mönnum og ÍBV-liðið átti auðvelt með að spila í gegnum þá, sérstaklega í fyrri hálfleik. Það eina sem ÍBV átti í einhverjum vandræðum með voru föstu leikatriði heimamanna í fyrri hálfleik en þeim tókst að laga það fyrir síðari hálfleikinn. Hvað gerist næst? ÍBV er komið áfram í 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins en Grindavík er úr leik. Lengjudeildin hefst síðan um næstu helgi og þá mæta bæði liðin liðum að norðan. ÍBV mætir Magna en Grindvíkingar heimsækja Þórsara. Gary Martin ætlar sér stóra hluti í sumar og byrjaði tímabilið með látum í dag.vísir/stöð 2 sport Gary: Vitum hvað við erum góðir „Augljóslega viljum við fara eins langt og við getum í bikarnum en það er ekki efst á listanum, við ætlum okkur upp og fáum ekki þrjú stig fyrir þennan sigur. Ég er ánægður með góða byrjun á tímabilinu og lít á þetta sem góða upphitun fyrir næstu helgi,“ sagði Gary Martin eftir 5-1 sigurinn á Grindavík í Mjólkurbikarnum í dag. Eyjamenn höfðu töluverða yfirburði í leiknum eins og tölurnar gefa til kynna og komust yfir strax eftir 55 sekúndur eftir nokkuð umdeilt mark. „Við unnum 5-1 og fólk mun gera mikið úr þessu, ég veit hvernig þetta er á Íslandi. Þetta var góð liðsframmistaða og gott að skora þrjú mörk. Þetta snýst um liðið og þú sérð í lokin að leikmennirnir sem eru að koma inná eru 16-19 ára gamlir.“ Flestir ef ekki allir sparkspekingar spá því að ÍBV fari beina leið aftur upp í Pepsi Max-deildina eftir að hafa fallið þaðan eftir síðustu leiktíð. Liðið er vel mannað og sýndu í dag að þeir eru ógnarsterkir. „Við vitum hvað við erum góðir þegar við spilum okkar leik. Ef við gerum það ekki þá töpum við fyrir slakari liðum. Ef við náum okkar leik þá gerum við þetta. Við spiluðum æfingaleik við KA síðustu helgi og hefðum getað unnið 5-1. Það fór 1-1 og nýttum ekki færin. Í dag nýttum við færin og það er jákvætt.“ Hefur Gary áhyggjur af því að það verði erfitt að halda leikmönnum ÍBV á jörðinni í sumar? „Nei, það er ekki erfitt. Eina markmið okkar er að fara upp. Þetta þýðir ekkert, við unnum 5-1 en 2-1 hefði verið það sama. Við tökum þetta leik fyrir leik, ég hef leikið í næst efstu deild áður því ég gerði það þegar ég kom hingað fyrst fyrir 10 árum. Besta liðið fer yfirleitt upp og við erum líklega eitt besta liðið sem hefur verið í þessari deild.“ „Við erum með fagmenn í þessum hóp og við vitum að þetta var góð frammistaða og ekkert meira en það.“ Sigurbjörn Hreiðars: Þeir mættu grimmir og negldu okkur „Við vorum bara ekki nógu góðir. Þeir voru grimmari en við og við vorum ekki klárir í þetta,“ sagði Sigurbjörn Hreiðarsson þjálfari Grindavíkur í samtali við Vísi eftir leikinn í dag. Fyrsta mark Eyjamanna kom eftir 55 sekúndur og var nokkuð umdeilt en heimamenn vildu þá fá dæmda aukaspyrnu á Gary Martin áður en hann skoraði. „Þetta var aukaspyrna. Þetta breytti miklu og þeir gengu á lagið og skoruðu hitt á eftir. Að mínu viti var þetta aukaspyrna en þeir voru bara grimmari en við í dag.“ ÍBV er spáð góðu gengi í Lengjudeildinni í sumar og margir sem spá því að Grindvíkingar verði í baráttunni með þeim. Miðað við leik dagsins er hins vegar töluvert langt á milli þessara liða í augnablikinu. „Við vorum eins og maður segir „svag“ og vorum undir í flestöllu í þessum leik. Þeir mættu hérna grimmir og negldu okkur. Við erum bara úr leik í þessum bikar og nú byrjar Íslandsmótið og við þurfum að fara yfir ansi margt.“
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti