Tónlistamaðurinn Alex Weybury mætti í blindu áheyrnaprufuna í áströlsku útgáfunni af The Voice á dögunum og sló heldur betur í gegn.
Hann flutti lagið Total Eclipse of the Heart með Bonnie Tyler og gerði það einstaklega vel.
Svo vel að dómararnir sneru sér allir við og rifust einfaldlega um það að fá að þjálfa Weybury.
Hér að neðan má sjá prufuna í heild sinni.