Erlent

Biðja fólk um að sækja ekki kirkjur í bráð

Samúel Karl Ólason skrifar
Mörg smit hafa verið rakin til kirkja í Seoul.
Mörg smit hafa verið rakin til kirkja í Seoul. AP/Hong Ki-won

Yfirvöld Suður-Kóreu hafa beðið viðkvæma íbúa ríkisins að halda sig heima og á sérstaklega í höfuðborg ríkisins, Seoul. Fjöldi þeirra sem smitast hafa af Covid-19 í Seoul hefur aukist á undanförnum dögum. Skólum hefur verið lokað á nýjan leik vegna nýju tilfellanna.

Samkvæmt Yonhap fréttaveitunni hafa mörg nýju tilfellanna verið rakin til kirkja í höfuðborginni. Jeoung Eun-kyeong, yfirmaður sóttvarna Suður-Kóreu, segir að íbúar hafi verið beðnir um að sækja ekki kirkjur á næstunni.

Þá er ekki enn búið að ná tökum á smitum sem rakin hafa verið til lagers í Seoul og smitaðs manns sem sótti nokkra skemmtistaði.

Sjá einnig: Fordómar koma niður á viðbrögðum við nýjum smitum

Samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum hafa um 6,2 milljónir manna smitast af veirunni á heimsvísu og minnst 372.377 hafa dáið.

Suður-Kórea kom hefur þó komið tiltölulega vel út úr faraldrinum þrátt fyrir að hafa verið meðal fyrstu ríkjanna sem veiran greindist í utan Kína. Þar hafa greinst minnst 11.503 smit og 271 hefur dáið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×