FH og Dusty áfram í undanúrslit Halldór Már Kristmundsson skrifar 31. maí 2020 14:32 Í gær fór fram seinni umferð í Stórmeistarmóti Vodafone. Mikil spenna var fyrir leik Þór og FH enda er talið að liðin séu hnífjöfn. Sá leikur olli vissulega ekki vonbrigðum er við fengum að sjá æsispennandi leik í öllum þremur kortum. Í seinni viðureign völtuðu Íslandsmeistarar Dusty yfir nýliðana BadCompany. Þór - FH Það kemur alls ekki á óvart að þessi rimma hafi endað í öllum 3 kortunum, liðin eru mjög jöfn og aðeins smáatriði sem skilja þau að, svo sem kortaval og handhófskenndir hlutir sem kunna eiga sér stað inni í leik. Liðstjórnandi FH á mikið lof skilið fyrir að halda sínum mönnum sem og andstæðingunum á tánum með vel tímasettum taktískum pásum. Þór hefði þurft að nýta sér þessar pásur enn það er ljóst að af sex pásum í þremur leikjum er ekki ein tekin af Þór. Kort 1 inferno FH byrja sóknina sterkt og komast í 5 - 0 áður enn Þór nær loks að svara. Hálfleikurinn endar 9 - 6 fyrir FH. Þór hljóta að sitja eftir svekktir því kortið er almennt talið vera vörninni í hag. Það má samt ekki taka það af Þór að þeir börðust af hörku og náðu að setja spennu í leikin þegar þeir taka fyrstu fjórar loturnar í sókn. Það var svo FH sem taka taktískt hlé sem heldur betur slekkur í sókn Þórsara, eftir pásuna var leikurinn aldrei í vafa og FH klára inferno 16 - 11 Kort 2 mirage Það var svo Mirage sem Þór sýndu hvað þeir eru samstilltir og æfðir, FH hafði fá svör við snörpum sóknum Þórsara enn kortavalið gerði þeim kleift að henda í látlausar árásir frá byrjunarreit. Þór fá einnig mikið lof fyrir vörnina sína, þar sem þeim tekst að snúa vörn í sókn með að sækja og loka á miðsvæði kortsins. Mirage endar 16 - 9 Þór í vil. Kort 3 train Það voru FH ingar sem heldur betur mættu til leiks í þriðja og seinasta kortinu, staðan er 7 - 0 þegar Þór svarar og nær að kreista út 5 - 10 hálfleik FH í hag. Þór nær svo fyrstu fimm lotunum í seinni hálfleik þegar FH ingar taka taktíska pásu, og eftir hana var ekki aftur snúið, FH sigrar leikin og þar með umferðina 16 - 12. Maður leiksins: Eyþór Atli Geirdal Kristján Einar Kristjánsson "Þór á móti FH sýndi okkur tvo mismunandi spilastíla skella saman, Þór vill spila sóknina út frá byrjunareit og svo ertu með FH sem treystir á að taka sóknar ákvarðanir þegar lengra er komið inn í loturnar. Það eru klárlega kortin sem spila þarna inn í þegar lið með svona ólíkan spila stíl mætast og í gær virðist það hafa verið FH sem hafði betur í kortavali. BadCompany lagði hart að sér til að komast alla leið í 8 liða úrslit, vonandi nær þessi hópur að halda sér saman og hver veit nema að í framtíðinni ná þeir að stríða liðum eins og Dusty, þeir voru samt langt frá því í leiknum í gær.” sagði Kristján Einar sérfræðingur í Vodafonedeildinni Dusty - BadCompany Frumraun BadCompany á stóra sviðinu á móti Íslandsmeisturunum sjálfum. Kort 1 Mirage Það var í lotu fjögur þar sem BadCompany tekst á ótrúlegan hátt að sigra og leggja grunnin að þessum fimm lotum sem þeir fengu í sókninni. Það var svo Dusty sem skellti í lás og lokaði vörninni. 16 - 5 fyrir Dusty í Mirage. Kort 2 Dust2 Dusty byrjuðu seinna kortið af hörku og komast í 9 - 0 áður enn BadCompany nær að svara. Það var hinsvegar bara 2 lotur sem BadCompany tókst að krækja sér í Dusty gersamlega valta yfir BadCompany og sýndu okkur virkilega munin á liðunum. Dusty sigra leikin 16 - 2. Maður leiksins Alfreð Leó Svansson Í kvöld mætast Fylkir og KR í undanúrslitum klukkan 18:00 í beinni á stöð2 esport. Strax þar á eftir mætast svo FH og Dusty kl 21:00 Vodafone-deildin Rafíþróttir Þór KR Fylkir Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Í gær fór fram seinni umferð í Stórmeistarmóti Vodafone. Mikil spenna var fyrir leik Þór og FH enda er talið að liðin séu hnífjöfn. Sá leikur olli vissulega ekki vonbrigðum er við fengum að sjá æsispennandi leik í öllum þremur kortum. Í seinni viðureign völtuðu Íslandsmeistarar Dusty yfir nýliðana BadCompany. Þór - FH Það kemur alls ekki á óvart að þessi rimma hafi endað í öllum 3 kortunum, liðin eru mjög jöfn og aðeins smáatriði sem skilja þau að, svo sem kortaval og handhófskenndir hlutir sem kunna eiga sér stað inni í leik. Liðstjórnandi FH á mikið lof skilið fyrir að halda sínum mönnum sem og andstæðingunum á tánum með vel tímasettum taktískum pásum. Þór hefði þurft að nýta sér þessar pásur enn það er ljóst að af sex pásum í þremur leikjum er ekki ein tekin af Þór. Kort 1 inferno FH byrja sóknina sterkt og komast í 5 - 0 áður enn Þór nær loks að svara. Hálfleikurinn endar 9 - 6 fyrir FH. Þór hljóta að sitja eftir svekktir því kortið er almennt talið vera vörninni í hag. Það má samt ekki taka það af Þór að þeir börðust af hörku og náðu að setja spennu í leikin þegar þeir taka fyrstu fjórar loturnar í sókn. Það var svo FH sem taka taktískt hlé sem heldur betur slekkur í sókn Þórsara, eftir pásuna var leikurinn aldrei í vafa og FH klára inferno 16 - 11 Kort 2 mirage Það var svo Mirage sem Þór sýndu hvað þeir eru samstilltir og æfðir, FH hafði fá svör við snörpum sóknum Þórsara enn kortavalið gerði þeim kleift að henda í látlausar árásir frá byrjunarreit. Þór fá einnig mikið lof fyrir vörnina sína, þar sem þeim tekst að snúa vörn í sókn með að sækja og loka á miðsvæði kortsins. Mirage endar 16 - 9 Þór í vil. Kort 3 train Það voru FH ingar sem heldur betur mættu til leiks í þriðja og seinasta kortinu, staðan er 7 - 0 þegar Þór svarar og nær að kreista út 5 - 10 hálfleik FH í hag. Þór nær svo fyrstu fimm lotunum í seinni hálfleik þegar FH ingar taka taktíska pásu, og eftir hana var ekki aftur snúið, FH sigrar leikin og þar með umferðina 16 - 12. Maður leiksins: Eyþór Atli Geirdal Kristján Einar Kristjánsson "Þór á móti FH sýndi okkur tvo mismunandi spilastíla skella saman, Þór vill spila sóknina út frá byrjunareit og svo ertu með FH sem treystir á að taka sóknar ákvarðanir þegar lengra er komið inn í loturnar. Það eru klárlega kortin sem spila þarna inn í þegar lið með svona ólíkan spila stíl mætast og í gær virðist það hafa verið FH sem hafði betur í kortavali. BadCompany lagði hart að sér til að komast alla leið í 8 liða úrslit, vonandi nær þessi hópur að halda sér saman og hver veit nema að í framtíðinni ná þeir að stríða liðum eins og Dusty, þeir voru samt langt frá því í leiknum í gær.” sagði Kristján Einar sérfræðingur í Vodafonedeildinni Dusty - BadCompany Frumraun BadCompany á stóra sviðinu á móti Íslandsmeisturunum sjálfum. Kort 1 Mirage Það var í lotu fjögur þar sem BadCompany tekst á ótrúlegan hátt að sigra og leggja grunnin að þessum fimm lotum sem þeir fengu í sókninni. Það var svo Dusty sem skellti í lás og lokaði vörninni. 16 - 5 fyrir Dusty í Mirage. Kort 2 Dust2 Dusty byrjuðu seinna kortið af hörku og komast í 9 - 0 áður enn BadCompany nær að svara. Það var hinsvegar bara 2 lotur sem BadCompany tókst að krækja sér í Dusty gersamlega valta yfir BadCompany og sýndu okkur virkilega munin á liðunum. Dusty sigra leikin 16 - 2. Maður leiksins Alfreð Leó Svansson Í kvöld mætast Fylkir og KR í undanúrslitum klukkan 18:00 í beinni á stöð2 esport. Strax þar á eftir mætast svo FH og Dusty kl 21:00
Vodafone-deildin Rafíþróttir Þór KR Fylkir Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira