Búið spil hjá Zlatan? Sindri Sverrisson skrifar 25. maí 2020 23:00 Zlatan Ibrahimovic sneri aftur til AC Milan í janúar eftir að hafa spilað með LA Galaxy í Bandaríkjunum en gæti nú hafa spilað sinn síðasta leik fyrir Milan. VÍSIR/GETTY Sænska fótboltastjarnan Zlatan Ibrahimovic meiddist alvarlega á æfingu með AC Milan í dag og sá orðrómur komst á kreik að þau gætu orðið til þess að knattspyrnuferli hans væri lokið. Zlatan, sem er 38 ára gamall, sneri aftur til Ítalíu fyrr í þessum mánuði eftir að hafa farið til Svíþjóðar þegar hlé var gert á íþróttum í Ítalíu vegna kórónuveirufaraldursins. Hann meiddist á æfingu Milan í dag og miðað við fyrstu fréttir Sky Sports Italia og Corriere della Sera var talið að hann gæti hafa slitið hásin. Það hefði þýtt að hann yrði frá keppni í að minnsta kosti hálft ár og að óvíst væri að hann myndi spila aftur fótbolta á hæsta stigi. Gazzetta dello Sport greindi hins vegar frá því síðar að þó að óttast hefði verið að um hásinarmeiðsli væri að ræða þá liti nú út fyrir að Zlatan hefði „aðeins“ meiðst alvarlega í hægri kálfa. Hann hafi haltrað af velli, mjög þjáður, og að ljóst væri að hann gæti orðið margar vikur að jafna sig. Sænska blaðið Aftonbladet hefur eftir fyrrverandi lækni sænska landsliðsins að sé um kálfameiðsli að ræða gæti Zlatan orðið að sleppa fótbolta næstu tvo mánuðina. Það bendir því allt til þess að Zlatan spili ekki meira á leiktíðinni með AC Milan, en Ítalir stefna á að hefja keppni í efstu deild að nýju í næsta mánuði eftir hlé vegna kórónuveirunnar. Milan á fyrir höndum harða baráttu um Evrópusæti og Gazzetta bendir á að þar hefði Zlatan nýst jafnvel enn betur en áður. Hann hafi nefniega verið í betra ásigkomulagi en flestir samherja sinna eftir að hafa getað æft af fullum krafti með Hammarby í Svíþjóð á meðan að útgöngubann var á Ítalíu. Ítalski boltinn Tengdar fréttir „Ef þú ert með Zlatan í liði viltu ekki bregðast honum“ Síðasta mánuðinn hefur Aron Jóhannsson æft með Zlatan Ibrahimovic hjá Hammarby. 5. maí 2020 16:04 Zlatan æfir á fullu með Hammarby en veit ekki hvar hann mun spila næst Sænski markahrókurinn Zlatan Ibrahimovic kveðst ekki vita hvar hans framtíð liggur í boltanum en hann æfir um þessar mundir af fullum krafti með sænska úrvalsdeildarliðinu Hammarby. 25. apríl 2020 11:15 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Sjá meira
Sænska fótboltastjarnan Zlatan Ibrahimovic meiddist alvarlega á æfingu með AC Milan í dag og sá orðrómur komst á kreik að þau gætu orðið til þess að knattspyrnuferli hans væri lokið. Zlatan, sem er 38 ára gamall, sneri aftur til Ítalíu fyrr í þessum mánuði eftir að hafa farið til Svíþjóðar þegar hlé var gert á íþróttum í Ítalíu vegna kórónuveirufaraldursins. Hann meiddist á æfingu Milan í dag og miðað við fyrstu fréttir Sky Sports Italia og Corriere della Sera var talið að hann gæti hafa slitið hásin. Það hefði þýtt að hann yrði frá keppni í að minnsta kosti hálft ár og að óvíst væri að hann myndi spila aftur fótbolta á hæsta stigi. Gazzetta dello Sport greindi hins vegar frá því síðar að þó að óttast hefði verið að um hásinarmeiðsli væri að ræða þá liti nú út fyrir að Zlatan hefði „aðeins“ meiðst alvarlega í hægri kálfa. Hann hafi haltrað af velli, mjög þjáður, og að ljóst væri að hann gæti orðið margar vikur að jafna sig. Sænska blaðið Aftonbladet hefur eftir fyrrverandi lækni sænska landsliðsins að sé um kálfameiðsli að ræða gæti Zlatan orðið að sleppa fótbolta næstu tvo mánuðina. Það bendir því allt til þess að Zlatan spili ekki meira á leiktíðinni með AC Milan, en Ítalir stefna á að hefja keppni í efstu deild að nýju í næsta mánuði eftir hlé vegna kórónuveirunnar. Milan á fyrir höndum harða baráttu um Evrópusæti og Gazzetta bendir á að þar hefði Zlatan nýst jafnvel enn betur en áður. Hann hafi nefniega verið í betra ásigkomulagi en flestir samherja sinna eftir að hafa getað æft af fullum krafti með Hammarby í Svíþjóð á meðan að útgöngubann var á Ítalíu.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir „Ef þú ert með Zlatan í liði viltu ekki bregðast honum“ Síðasta mánuðinn hefur Aron Jóhannsson æft með Zlatan Ibrahimovic hjá Hammarby. 5. maí 2020 16:04 Zlatan æfir á fullu með Hammarby en veit ekki hvar hann mun spila næst Sænski markahrókurinn Zlatan Ibrahimovic kveðst ekki vita hvar hans framtíð liggur í boltanum en hann æfir um þessar mundir af fullum krafti með sænska úrvalsdeildarliðinu Hammarby. 25. apríl 2020 11:15 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Sjá meira
„Ef þú ert með Zlatan í liði viltu ekki bregðast honum“ Síðasta mánuðinn hefur Aron Jóhannsson æft með Zlatan Ibrahimovic hjá Hammarby. 5. maí 2020 16:04
Zlatan æfir á fullu með Hammarby en veit ekki hvar hann mun spila næst Sænski markahrókurinn Zlatan Ibrahimovic kveðst ekki vita hvar hans framtíð liggur í boltanum en hann æfir um þessar mundir af fullum krafti með sænska úrvalsdeildarliðinu Hammarby. 25. apríl 2020 11:15