Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Pepsi Max-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í Pepsi Max-deild karla hefst með leik Vals og KR laugardagskvöldið 13. júní. KR-ingar eiga titil að verja en þeir urðu Íslandsmeistarar í 27. sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild spáir KR 2. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar og liðið nái því ekki að verja Íslandsmeistatitilinn sem liðið vann með miklum yfirburðum í fyrra. Rúnar Kristinsson hefur þrisvar sinnum gert KR að Íslandsmeisturum en á enn eftir að vinna titilinn tvö ár í röð. Litlar breytingar hafa orðið á leikmannahópi KR sem setur stefnuna á titilinn eins og alltaf. Lið KR er gríðarlega reynt, með frábæra leikmenn og sigurhefðin í vesturbænum er mikil. Meðalaldur KR-liðsins er nokkuð hár en það truflaði ekkert í fyrra. Rúnar er í guðatölu hjá stuðningsmönnum KR enda gert frábæra hluti fyrir félagið sem leikmaður og þjálfari. Tók aftur við KR 2017 eftir að hafa reynt fyrir sér erlendis. Hann náði Evrópusæti á fyrsta tímabili og í fyrra rúlluðu KR-ingar yfir Pepsi Max-deildina. Rúnar er ofboðslega fær þjálfari, býr alltaf til sterka liðsheild og leikmenn virðast elska að spila fyrir hann. Síðasta tímabil Rúnar Kristinsson þurfti eitt ár til að koma KR aftur á toppinn og hann gerði Vesturbæjarliðið ekki aðeins af besta liðinu heldur því langbesta þar sem frábær liðsheild stóð upp úr. KR vann deildina á endanum með fjórtán stiga mun en þeir voru komnir með tíu stiga forskot fyrir Verslunarmannahelgi. Þeir nýttu nær öll sín færi á meðan liðin fyrir neðan misstigu sig ítrekað Gömlu mennirnir Óskar Örn Hauksson og Pálmi Rafn Pálmason áttu báðir frábært sumar, Rúnar færði menn til með góðum árangri og vann vel með þau áföll sem liðið lenti í. Einu töpin komu óvænt á móti HK og Grindavík en KR sýndi aftur á móti styrk sinn og stöðugleika á móti hinum liðunum í toppbaráttunni. Liðið og leikmenn Líklegt byrjunarlið KR í sumar.vísir/toggi KR teflir nánast fram sama liði og á síðasta tímabili. Emil Ásmundsson átti að vera stóra viðbótin við hópinn en hann verður ekkert með í sumar eftir að hafa slitið krossband í hné. Stefán Árni Geirsson, sem lék vel á láni hjá Leikni R. í fyrra, sýndi góða takta í sigrinum á Víkingi í Meistarakeppni KSÍ og gæti fengið mínútur í sumar. Tobias Thomsen leiðir sóknarlínuna til að byrja með en Björgvin Stefánsson og Kristján Flóki Finnbogason eru báðir meiddir. Finnur Tómas Pálmason, besti ungi leikmaður Pepsi Max-deildarinnar í fyrra, er búinn að jafna sig á ristarbroti og verður á sínum stað í miðri vörninni við hlið Arnórs Sveins Aðalsteinssonar. Lykilmennirnir Kristinn Jónsson, Pálmi Rafn Pálmason og Óskar Örn Hauksson eru lykilmenn hjá Íslandsmeistaraliðinu.VÍSIR/BÁRA Kristinn Jónsson (f. 1990): Í gríðarlega öguðu og vel skipulögðu liði KR eru sóknarhæfileikar bakvarðarins gulls ígildi. Stundum skilur hann eftir sig of mikið pláss í vörninni, enda nánast eins og aukakantmaður, en það er vel þess virði. Kristinn var magnaður með Breiðabliki áður en hann fór í atvinnumennsku en virtist ekki ætla að ná sama flugi eftir að hann sneri heim, þar til í fyrra þegar hann sannaði að hann á auðvitað nóg eftir enda rétt að verða þrítugur. Pálmi Rafn Pálmason (f. 1984): Pálmi stóð ekki alveg undir væntingum eftir komuna úr atvinnumennsku en þessi fjölhæfi miðjumaður gekk í endurnýjun lífdaga eftir að Rúnar tók við KR á nýjan leik og hefur verið algjör lykilmaður síðustu ár. Hann skilar boltanum hratt og vel frá sér, verst vel og hefur síðustu tvö ár verið sú ógn við vítateig andstæðinganna sem hann var þekktur fyrir í Noregi. Pálmi skoraði átta mörk í fyrra fyrir KR, þar af þrjú úr vítum, og var markahæstur í liðinu líkt og 2018. Óskar Örn Hauksson (f. 1984): Besti leikmaður Íslandsmótsins í fyrra að mati leikmanna deildarinnar. Óskar er stanslaus höfuðverkur fyrir varnarmenn og getur enn hæglega tekið menn á, fundið samherja í teignum eða einfaldlega lúðrað boltanum í skeytin. Óskar er gríðarlegur íþróttamaður sem hefur alltaf hugsað svo vel um sig að aldurinn heldur minna aftur af honum en öðrum, og við treystum því að þeir Pálmi komi vel út úr kórónuveirupásunni og sanni aftur að oft er gott það er gamlir kveða.x Markaðurinn Vísir/Toggi KR-ingar ætla sér greinilega að keyra áfram á sama mannskap og í fyrra, eins og fyrr segir. Guðjón Orri leysir Sindra Snæ af sem varamarkvörður og kantmaðurinn ungi Stefán Árni Geirsson gæti fengið rullu. KR sér helst á eftir Skúla Jóni en hann var þó í litlu hlutverki í fyrra enda úr leik stóran hluta sumars vegna höfuðmeiðsla. Þarf að gera betur en í fyrra Finnur Orri kom til KR fyrir tímabilið 2016.vísir/hag Flestir leikmenn KR áttu skínandi gott tímabil í fyrra og varla veikan blett að finna á liðinu. Finnur Orri Margeirsson getur þó gert betur en á síðasta tímabili. Hann meiddist eftir nokkrar umferðir, Arnþór Ingi Kristinsson kom inn í byrjunarliðið í hans stað og leysti hlutverk sitt með stæl. Finnur er alla jafna gríðarlega traustur leikmaður og miðað við frammistöðu hans í Meistaraleiknum gegn Víkingi virðist hann vera búinn að finna sitt fyrra form. Heimavöllurinn KR-ingar fengu góðan stuðning á Meistaravöllum í fyrra.VÍSIR/DANÍEL KR-ingar stukku til og réðu Magnús Val Böðvarsson sem vallarstjóra eftir að grasinu í Kópavogi var skipt út fyrir plast, og hvort sem það skrifast á nostur Magnúsar eða annað þá líta Meistaravellir frábærlega út í upphafi móts. Stúkan stendur vel fyrir sínu og rúmar ágætlega þá fjölmörgu gesti sem heimsækja Frostaskjólið, sérstaklega þegar vel gengur eins og í fyrra. Þá er líka stemningin góð og fólk tekur vel undir með besta stuðningsmanninum, Bóasi. Besta mætingin síðasta sumar var á Meistarvöllum en þangað mættu að meðaltali 1.623, flestir á leik KR og Breiðabliks 1. júlí eða 3.012. KR tapaði ekki leik á heimavelli, vann níu leiki og gerði tvö jafntefli. Hvað segir sérfræðingurinn? „KR á náttúrulega frábæra möguleika,“ segir Atli Viðar Björnsson, einn af sérfræðingunum í Pepsi Max Stúkunni í sumar. „Við erum að fara að sjá meira af því sama frá þeim. Þeir verða í toppbaráttunni fram til enda. Ég get alveg séð fyrir mér að þeir verði 2-3 leiki að koma sér í gang, þeir hafa verið örlítið ryðgaðir í aðdraganda mótsins þó að meistarakeppnisleikurinn hafi sýnt ákveðin batamerki hjá þeim. En það verður meira af því sama og titilbarátta í Vesturbænum í sumar,“ segir Atli Viðar og bætir við: „Það eru engir veikleikar á þessu liði frá því í fyrra en þeir hafa sýnt smá veikleikamerki í leikjunum eftir hléið. Það eru leikmenn sem hafa virkað ryðgaðir og sumir tala um aldurinn á liðinu, að það sé erfiðara fyrir þessa menn að koma sér af stað. En eftir 2-3 leiki verða þeir komnir á svipaðar slóðir og í fyrra, og í toppmál.“ Sagan Vísir/Toggi KR hefur aldrei varið Íslandsmeistaratitilinn undir stjórn Rúnars Kristinssonar, lenti í 3. sæti 2014 og í fjórða sætið 2012. KR hefur aðeins varið Íslandsmeistaratitilinn tvisvar sinnum frá því að deildarkeppnina var tekin upp 1955 og síðasti þjálfari KR til að vinna tvö ár í röð var Willum Þór Þórsson frá 2002 til 2003. KR-ingar unnu deildina með fjórtán stigum í fyrra og þar munaði mikið um að liðið nýtti færin sín langbest allra liða en 38 prósent marktækifæri KR-liðsins enduðu með marki. KR liðið er hins vegar einu ári eldra en KR tefldi fram elsta byrjunarliðinu að meðaltali í Pepsi Max deildinni á síðasta tímabili. Toppmenn KR í tölfræðinni á síðasta tímabili Vísir/Toggi Pálmi Rafn Pálmason var markahæstur í KR-liðinu í Pepsi Max deild karla á síðustu leiktíð og Óskar Örn Hauksson gaf flestar stoðsendingar. Óskar Örn Hauksson var mjög áberandi á fleiri listum. Hann átti þátt í flestum mörkum, tók þátt í flestum markasóknum, reyndi flest skot og reyndi flesta einleiki. Arnþór Ingi Kristinsson braut oftast af sér en Kennie Knak Chopart fór í flestar tæklingar og fiskaði flest brot á andstæðingana. Pálmi Rafn Pálmason fór upp í flest skallaeinvígi og Finnur Tómas Pálmason vann flesta bolta. Að lokum Varnarmaðurinn efnilegi, Finnur Tómas Pálmason, skaust fram á sjónarsviðið með eftirminnilegum hætti í fyrra.vísir/bára Rúnar hefur afrekað nánast allt sem þjálfari á íslenskri grundu. Hann á þó enn eftir að verja Íslandsmeistaratitil og hann og svarthvítu strákarnir hans eru væntanlega staðráðnir í að afreka það. KR leit ekki vel út í fyrstu æfingaleikjunum eftir Covid en sýndi styrk sinn gegn Víkingi í Meistaraleiknum. Frammistaðan þar minnti um margt á marga leiki á síðasta tímabili þar sem KR-ingar voru þéttir fyrir og afar skilvirkir fram á við. Ef hungrið er enn til staðar hjá KR eru engar líkur á öðru en að liðið verði í toppbaráttunni og verji Íslandsmeistaratitilinn með kjafti og klóm. Pepsi Max-deild karla KR Tengdar fréttir Pepsi Max-spáin 2020: Flýgur Hrafninn í Kópavoginum? Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Breiðabliki 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 11. júní 2020 10:00 Pepsi Max-spáin 2020: Erfiður vetur en allt önnur staða með hækkandi sól Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 4. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 10. júní 2020 10:00 Pepsi Max-spáin 2020: Vonir og væntingar í Víkinni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 9. júní 2020 10:00 Pepsi Max-spá: Ekki nóg að fá aukamann í brúna Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 6. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 8. júní 2020 10:00 Pepsi Max-spáin 2020: Þurfa að særa meiðsladrauginn í burtu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 7. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 5. júní 2020 10:00 Pepsi Max-spáin: Sama sagan í Árbænum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 8. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 4. júní 2020 10:00 Pepsi Max-spáin 2020: Hvora útgáfuna af ÍA sjáum við í sumar? Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 9. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 3. júní 2020 10:00 Pepsi Max spáin 2020: Þurfa að forðast sömu mistök og síðast Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 10. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 2. júní 2020 10:00 Pepsi Max-spáin 2020: Reynir á unga menn í Grafarvogi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fjölni 11. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 29. maí 2020 10:00 Pepsi Max-spáin 2020: Grýtt leið hjá Gróttu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Gróttu 12. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 28. maí 2020 10:00 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Pepsi Max-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í Pepsi Max-deild karla hefst með leik Vals og KR laugardagskvöldið 13. júní. KR-ingar eiga titil að verja en þeir urðu Íslandsmeistarar í 27. sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild spáir KR 2. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar og liðið nái því ekki að verja Íslandsmeistatitilinn sem liðið vann með miklum yfirburðum í fyrra. Rúnar Kristinsson hefur þrisvar sinnum gert KR að Íslandsmeisturum en á enn eftir að vinna titilinn tvö ár í röð. Litlar breytingar hafa orðið á leikmannahópi KR sem setur stefnuna á titilinn eins og alltaf. Lið KR er gríðarlega reynt, með frábæra leikmenn og sigurhefðin í vesturbænum er mikil. Meðalaldur KR-liðsins er nokkuð hár en það truflaði ekkert í fyrra. Rúnar er í guðatölu hjá stuðningsmönnum KR enda gert frábæra hluti fyrir félagið sem leikmaður og þjálfari. Tók aftur við KR 2017 eftir að hafa reynt fyrir sér erlendis. Hann náði Evrópusæti á fyrsta tímabili og í fyrra rúlluðu KR-ingar yfir Pepsi Max-deildina. Rúnar er ofboðslega fær þjálfari, býr alltaf til sterka liðsheild og leikmenn virðast elska að spila fyrir hann. Síðasta tímabil Rúnar Kristinsson þurfti eitt ár til að koma KR aftur á toppinn og hann gerði Vesturbæjarliðið ekki aðeins af besta liðinu heldur því langbesta þar sem frábær liðsheild stóð upp úr. KR vann deildina á endanum með fjórtán stiga mun en þeir voru komnir með tíu stiga forskot fyrir Verslunarmannahelgi. Þeir nýttu nær öll sín færi á meðan liðin fyrir neðan misstigu sig ítrekað Gömlu mennirnir Óskar Örn Hauksson og Pálmi Rafn Pálmason áttu báðir frábært sumar, Rúnar færði menn til með góðum árangri og vann vel með þau áföll sem liðið lenti í. Einu töpin komu óvænt á móti HK og Grindavík en KR sýndi aftur á móti styrk sinn og stöðugleika á móti hinum liðunum í toppbaráttunni. Liðið og leikmenn Líklegt byrjunarlið KR í sumar.vísir/toggi KR teflir nánast fram sama liði og á síðasta tímabili. Emil Ásmundsson átti að vera stóra viðbótin við hópinn en hann verður ekkert með í sumar eftir að hafa slitið krossband í hné. Stefán Árni Geirsson, sem lék vel á láni hjá Leikni R. í fyrra, sýndi góða takta í sigrinum á Víkingi í Meistarakeppni KSÍ og gæti fengið mínútur í sumar. Tobias Thomsen leiðir sóknarlínuna til að byrja með en Björgvin Stefánsson og Kristján Flóki Finnbogason eru báðir meiddir. Finnur Tómas Pálmason, besti ungi leikmaður Pepsi Max-deildarinnar í fyrra, er búinn að jafna sig á ristarbroti og verður á sínum stað í miðri vörninni við hlið Arnórs Sveins Aðalsteinssonar. Lykilmennirnir Kristinn Jónsson, Pálmi Rafn Pálmason og Óskar Örn Hauksson eru lykilmenn hjá Íslandsmeistaraliðinu.VÍSIR/BÁRA Kristinn Jónsson (f. 1990): Í gríðarlega öguðu og vel skipulögðu liði KR eru sóknarhæfileikar bakvarðarins gulls ígildi. Stundum skilur hann eftir sig of mikið pláss í vörninni, enda nánast eins og aukakantmaður, en það er vel þess virði. Kristinn var magnaður með Breiðabliki áður en hann fór í atvinnumennsku en virtist ekki ætla að ná sama flugi eftir að hann sneri heim, þar til í fyrra þegar hann sannaði að hann á auðvitað nóg eftir enda rétt að verða þrítugur. Pálmi Rafn Pálmason (f. 1984): Pálmi stóð ekki alveg undir væntingum eftir komuna úr atvinnumennsku en þessi fjölhæfi miðjumaður gekk í endurnýjun lífdaga eftir að Rúnar tók við KR á nýjan leik og hefur verið algjör lykilmaður síðustu ár. Hann skilar boltanum hratt og vel frá sér, verst vel og hefur síðustu tvö ár verið sú ógn við vítateig andstæðinganna sem hann var þekktur fyrir í Noregi. Pálmi skoraði átta mörk í fyrra fyrir KR, þar af þrjú úr vítum, og var markahæstur í liðinu líkt og 2018. Óskar Örn Hauksson (f. 1984): Besti leikmaður Íslandsmótsins í fyrra að mati leikmanna deildarinnar. Óskar er stanslaus höfuðverkur fyrir varnarmenn og getur enn hæglega tekið menn á, fundið samherja í teignum eða einfaldlega lúðrað boltanum í skeytin. Óskar er gríðarlegur íþróttamaður sem hefur alltaf hugsað svo vel um sig að aldurinn heldur minna aftur af honum en öðrum, og við treystum því að þeir Pálmi komi vel út úr kórónuveirupásunni og sanni aftur að oft er gott það er gamlir kveða.x Markaðurinn Vísir/Toggi KR-ingar ætla sér greinilega að keyra áfram á sama mannskap og í fyrra, eins og fyrr segir. Guðjón Orri leysir Sindra Snæ af sem varamarkvörður og kantmaðurinn ungi Stefán Árni Geirsson gæti fengið rullu. KR sér helst á eftir Skúla Jóni en hann var þó í litlu hlutverki í fyrra enda úr leik stóran hluta sumars vegna höfuðmeiðsla. Þarf að gera betur en í fyrra Finnur Orri kom til KR fyrir tímabilið 2016.vísir/hag Flestir leikmenn KR áttu skínandi gott tímabil í fyrra og varla veikan blett að finna á liðinu. Finnur Orri Margeirsson getur þó gert betur en á síðasta tímabili. Hann meiddist eftir nokkrar umferðir, Arnþór Ingi Kristinsson kom inn í byrjunarliðið í hans stað og leysti hlutverk sitt með stæl. Finnur er alla jafna gríðarlega traustur leikmaður og miðað við frammistöðu hans í Meistaraleiknum gegn Víkingi virðist hann vera búinn að finna sitt fyrra form. Heimavöllurinn KR-ingar fengu góðan stuðning á Meistaravöllum í fyrra.VÍSIR/DANÍEL KR-ingar stukku til og réðu Magnús Val Böðvarsson sem vallarstjóra eftir að grasinu í Kópavogi var skipt út fyrir plast, og hvort sem það skrifast á nostur Magnúsar eða annað þá líta Meistaravellir frábærlega út í upphafi móts. Stúkan stendur vel fyrir sínu og rúmar ágætlega þá fjölmörgu gesti sem heimsækja Frostaskjólið, sérstaklega þegar vel gengur eins og í fyrra. Þá er líka stemningin góð og fólk tekur vel undir með besta stuðningsmanninum, Bóasi. Besta mætingin síðasta sumar var á Meistarvöllum en þangað mættu að meðaltali 1.623, flestir á leik KR og Breiðabliks 1. júlí eða 3.012. KR tapaði ekki leik á heimavelli, vann níu leiki og gerði tvö jafntefli. Hvað segir sérfræðingurinn? „KR á náttúrulega frábæra möguleika,“ segir Atli Viðar Björnsson, einn af sérfræðingunum í Pepsi Max Stúkunni í sumar. „Við erum að fara að sjá meira af því sama frá þeim. Þeir verða í toppbaráttunni fram til enda. Ég get alveg séð fyrir mér að þeir verði 2-3 leiki að koma sér í gang, þeir hafa verið örlítið ryðgaðir í aðdraganda mótsins þó að meistarakeppnisleikurinn hafi sýnt ákveðin batamerki hjá þeim. En það verður meira af því sama og titilbarátta í Vesturbænum í sumar,“ segir Atli Viðar og bætir við: „Það eru engir veikleikar á þessu liði frá því í fyrra en þeir hafa sýnt smá veikleikamerki í leikjunum eftir hléið. Það eru leikmenn sem hafa virkað ryðgaðir og sumir tala um aldurinn á liðinu, að það sé erfiðara fyrir þessa menn að koma sér af stað. En eftir 2-3 leiki verða þeir komnir á svipaðar slóðir og í fyrra, og í toppmál.“ Sagan Vísir/Toggi KR hefur aldrei varið Íslandsmeistaratitilinn undir stjórn Rúnars Kristinssonar, lenti í 3. sæti 2014 og í fjórða sætið 2012. KR hefur aðeins varið Íslandsmeistaratitilinn tvisvar sinnum frá því að deildarkeppnina var tekin upp 1955 og síðasti þjálfari KR til að vinna tvö ár í röð var Willum Þór Þórsson frá 2002 til 2003. KR-ingar unnu deildina með fjórtán stigum í fyrra og þar munaði mikið um að liðið nýtti færin sín langbest allra liða en 38 prósent marktækifæri KR-liðsins enduðu með marki. KR liðið er hins vegar einu ári eldra en KR tefldi fram elsta byrjunarliðinu að meðaltali í Pepsi Max deildinni á síðasta tímabili. Toppmenn KR í tölfræðinni á síðasta tímabili Vísir/Toggi Pálmi Rafn Pálmason var markahæstur í KR-liðinu í Pepsi Max deild karla á síðustu leiktíð og Óskar Örn Hauksson gaf flestar stoðsendingar. Óskar Örn Hauksson var mjög áberandi á fleiri listum. Hann átti þátt í flestum mörkum, tók þátt í flestum markasóknum, reyndi flest skot og reyndi flesta einleiki. Arnþór Ingi Kristinsson braut oftast af sér en Kennie Knak Chopart fór í flestar tæklingar og fiskaði flest brot á andstæðingana. Pálmi Rafn Pálmason fór upp í flest skallaeinvígi og Finnur Tómas Pálmason vann flesta bolta. Að lokum Varnarmaðurinn efnilegi, Finnur Tómas Pálmason, skaust fram á sjónarsviðið með eftirminnilegum hætti í fyrra.vísir/bára Rúnar hefur afrekað nánast allt sem þjálfari á íslenskri grundu. Hann á þó enn eftir að verja Íslandsmeistaratitil og hann og svarthvítu strákarnir hans eru væntanlega staðráðnir í að afreka það. KR leit ekki vel út í fyrstu æfingaleikjunum eftir Covid en sýndi styrk sinn gegn Víkingi í Meistaraleiknum. Frammistaðan þar minnti um margt á marga leiki á síðasta tímabili þar sem KR-ingar voru þéttir fyrir og afar skilvirkir fram á við. Ef hungrið er enn til staðar hjá KR eru engar líkur á öðru en að liðið verði í toppbaráttunni og verji Íslandsmeistaratitilinn með kjafti og klóm.
Pepsi Max-spáin 2020: Flýgur Hrafninn í Kópavoginum? Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Breiðabliki 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 11. júní 2020 10:00
Pepsi Max-spáin 2020: Erfiður vetur en allt önnur staða með hækkandi sól Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 4. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 10. júní 2020 10:00
Pepsi Max-spáin 2020: Vonir og væntingar í Víkinni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 9. júní 2020 10:00
Pepsi Max-spá: Ekki nóg að fá aukamann í brúna Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 6. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 8. júní 2020 10:00
Pepsi Max-spáin 2020: Þurfa að særa meiðsladrauginn í burtu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 7. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 5. júní 2020 10:00
Pepsi Max-spáin: Sama sagan í Árbænum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 8. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 4. júní 2020 10:00
Pepsi Max-spáin 2020: Hvora útgáfuna af ÍA sjáum við í sumar? Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 9. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 3. júní 2020 10:00
Pepsi Max spáin 2020: Þurfa að forðast sömu mistök og síðast Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 10. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 2. júní 2020 10:00
Pepsi Max-spáin 2020: Reynir á unga menn í Grafarvogi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fjölni 11. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 29. maí 2020 10:00
Pepsi Max-spáin 2020: Grýtt leið hjá Gróttu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Gróttu 12. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 28. maí 2020 10:00