Alistair Ryan hefur gefið út playlista á Spotify undir nafninu COVID-19 Quarantine Party og má þar finna yfir áttatíu lög.
Um er að ræða lög sem vísa í ástand heimsins í dag en gríðarlega margir einstaklingar eru í sóttkví eða veikir vegna kórónuvírusins sem veldur Covid-19 sjúkdómnum.
Yfir 76.000 manns eru nú þegar að elta listann á Spotify og má hlusta á lögin hér að neðan.