Þúsundir mótmæltu samfélagslegum takmörkunum á Spáni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. maí 2020 07:53 Frá mótmælum gærdagsins í Madríd. EPA/DANIEL PEREZ Þúsundir mótmæltu í gær viðbrögðum spænskra stjórnvalda við faraldri kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19. Öfgahægriflokkur í landinu hvatti til mótmælanna. Mótmælendur óku í gegnum höfuðborg Spánar, Madríd, og veifuðu spænska fánanum. Það var krafa þeirra að samfélagslegum takmörkunum í borginni yrði aflétt og að Pedro Sánchez, forsætisráðherra landsins úr flokki sósíalista, segði af sér embætti. Mótmælin, sem hvatt var til af öfgahægriflokknum Vox, byggja á því að takmarkanirnar sé til þess fallnar að fara illa með atvinnulíf og efnahag landsins. Santiago Abascal, leiðtogi flokksins, leiddi mótmælin í opinni rútu. Hann var með andlitsgrímu og sagði ríkisstjórnina „beinlínis ábyrga fyrir verstu viðbrögðum við faraldrinum í öllum heiminum.“ Tæplega ein milljón Spánverja missti vinnuna í mars, og hagspár gera ráð fyrir því að efnahagur Spánar dragist saman um allt að 12 prósent á þessu ári sökum faraldursins. Slakað var á helstu samfélagslegu takmörkunum í landinu um miðjan mars, en íbúar tveggja fjölmennustu borga Spánar, Madríd og Barcelona, hafa áfram mátt sæta harðari takmarkana, vegna fjölda kórónuveirutilfella innan þeirra. Á mánudag verður þó slakað á höftum þar, og fólki leyft að snæða utandyra og hittast í allt að tíu manna hópum. Í gær tilkynnti Sánchez um tvenns konar fyrirhugaðar tilslakanir á samfélagslegum takmörkunum. Annars vegar sagði hann að knattspyrnuyfirvöld hefðu fengið grænt ljós á að hefja spænsku deildarkeppnina frá 8. júní og hins vegar að Spánn yrði opnaður fyrir ferðamönnum í júlí. Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spænski boltinn Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Innlent Fleiri fréttir Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Sjá meira
Þúsundir mótmæltu í gær viðbrögðum spænskra stjórnvalda við faraldri kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19. Öfgahægriflokkur í landinu hvatti til mótmælanna. Mótmælendur óku í gegnum höfuðborg Spánar, Madríd, og veifuðu spænska fánanum. Það var krafa þeirra að samfélagslegum takmörkunum í borginni yrði aflétt og að Pedro Sánchez, forsætisráðherra landsins úr flokki sósíalista, segði af sér embætti. Mótmælin, sem hvatt var til af öfgahægriflokknum Vox, byggja á því að takmarkanirnar sé til þess fallnar að fara illa með atvinnulíf og efnahag landsins. Santiago Abascal, leiðtogi flokksins, leiddi mótmælin í opinni rútu. Hann var með andlitsgrímu og sagði ríkisstjórnina „beinlínis ábyrga fyrir verstu viðbrögðum við faraldrinum í öllum heiminum.“ Tæplega ein milljón Spánverja missti vinnuna í mars, og hagspár gera ráð fyrir því að efnahagur Spánar dragist saman um allt að 12 prósent á þessu ári sökum faraldursins. Slakað var á helstu samfélagslegu takmörkunum í landinu um miðjan mars, en íbúar tveggja fjölmennustu borga Spánar, Madríd og Barcelona, hafa áfram mátt sæta harðari takmarkana, vegna fjölda kórónuveirutilfella innan þeirra. Á mánudag verður þó slakað á höftum þar, og fólki leyft að snæða utandyra og hittast í allt að tíu manna hópum. Í gær tilkynnti Sánchez um tvenns konar fyrirhugaðar tilslakanir á samfélagslegum takmörkunum. Annars vegar sagði hann að knattspyrnuyfirvöld hefðu fengið grænt ljós á að hefja spænsku deildarkeppnina frá 8. júní og hins vegar að Spánn yrði opnaður fyrir ferðamönnum í júlí.
Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spænski boltinn Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Innlent Fleiri fréttir Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Sjá meira