Réttarhöld yfir Netanjahú hefjast í dag Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. maí 2020 07:35 Benjamín Netanjahú er ákærður fyrir spillingu í þremur liðum. Vísir/EPA Réttarhöld yfir Benjamín Netanjahú, einum tveggja eiginlegra forsætisráðherra Ísraels, hefjast í dag. Netanjahú er ákærður fyrir að þiggja mútur í formi jákvæðrar umfjöllunar um sig og gjafa frá valdamiklum viðskiptamönnum. Netanjahú neitar ásökunum á hendur sér staðfastlega. Alls er málið gegn honum byggt upp af þremur ákæruliðum. Þannig er Netanjahú sakaður um að hafa þáð gjafir, aðallega vindla og kampavínsflöskur, frá valdamiklum viðskiptamönnum í skiptum fyrir greiða. Eins er hann sakaður um að hafa samþykkt að koma dagblaðinu Yediot Ahronot í aukna dreifingu, í skiptum fyrir jákvæða umfjöllun í miðlinum, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins. Að lokum er honum gefið að sök að hafa, í valdatíð sinni sem samskiptamálaráðherra, tekið ákvarðanir sem voru ráðandi hluthafa í fjarskiptafyrirtækinu Bezeq telecom, Shaul Elovitch, í vil. Þetta á hann að hafa gert í skiptum fyrir jákvæða umfjöllun um sjálfan sig. Netanjahú er fyrsti sitjandi forsætisráðherra Ísraels sem er ákærður. Hann er jafnframt sá forsætisráðherra sem hefur setið lengst á valdastóli, eða frá 1996 til 1999 og svo allar götur síðan árið 2009. Fari svo að Netanjahú verði sakfelldur í málinu getur hann þó áfram sinnt forsætisráðherraembættinu, í það minnsta um sinn. Það væri ekki fyrr en ekki væri lengur hægt að áfrýja máli hans sem hann þyrfti að láta af embætti. Ísrael Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Réttarhöld yfir Benjamín Netanjahú, einum tveggja eiginlegra forsætisráðherra Ísraels, hefjast í dag. Netanjahú er ákærður fyrir að þiggja mútur í formi jákvæðrar umfjöllunar um sig og gjafa frá valdamiklum viðskiptamönnum. Netanjahú neitar ásökunum á hendur sér staðfastlega. Alls er málið gegn honum byggt upp af þremur ákæruliðum. Þannig er Netanjahú sakaður um að hafa þáð gjafir, aðallega vindla og kampavínsflöskur, frá valdamiklum viðskiptamönnum í skiptum fyrir greiða. Eins er hann sakaður um að hafa samþykkt að koma dagblaðinu Yediot Ahronot í aukna dreifingu, í skiptum fyrir jákvæða umfjöllun í miðlinum, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins. Að lokum er honum gefið að sök að hafa, í valdatíð sinni sem samskiptamálaráðherra, tekið ákvarðanir sem voru ráðandi hluthafa í fjarskiptafyrirtækinu Bezeq telecom, Shaul Elovitch, í vil. Þetta á hann að hafa gert í skiptum fyrir jákvæða umfjöllun um sjálfan sig. Netanjahú er fyrsti sitjandi forsætisráðherra Ísraels sem er ákærður. Hann er jafnframt sá forsætisráðherra sem hefur setið lengst á valdastóli, eða frá 1996 til 1999 og svo allar götur síðan árið 2009. Fari svo að Netanjahú verði sakfelldur í málinu getur hann þó áfram sinnt forsætisráðherraembættinu, í það minnsta um sinn. Það væri ekki fyrr en ekki væri lengur hægt að áfrýja máli hans sem hann þyrfti að láta af embætti.
Ísrael Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira