Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, íhugar alvarlega að fresta Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildinni um óákveðinn tíma vegna kórónuveirunnar.
Spænska blaðið Marca greinir frá þessu. Þar segir að UEFA muni staðfesta þessi tíðindi síðar í dag.
Nú þegar hefur tveimur leikjum sem áttu að fara fram í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld verið frestað.
Keppni í ítölsku og spænsku úrvalsdeildinni hefur verið frestað. Leikmenn Real Madrid og Juventus eru í sóttkví og Daniel Rugani, leikmaður Ítalíumeistaranna, hefur greinst með kórónuveirunnar.
Þá hefur fjöldi leikja undanfarna daga farið fram fyrir luktum dyrum.