Jón Axel fékk boð á mót fyrir þá bestu sem eykur möguleikana á að komast að í NBA Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. mars 2020 11:00 Jón Axel er að klára sitt fjórða og síðasta tímabil með Davidson-háskólanum. vísir/Getty Jón Axel Guðmundsson, leikmaður Davidson, hefur fengið boð um að taka þátt í Portsmouth Invitational Tournament (PIT), móti í Portsmouth í Virginíu fyrir bestu leikmenn á síðasta ári í bandaríska háskólakörfuboltanum. Þangað mæta útsendarar liða í NBA-deildinni og frá liðum í Evrópu og fylgjast grannt með. Mótið fer fram í næsta mánuði og því nánast engar líkur á því að Jón Axel leiki með Grindavík í úrslitakeppni Domino's deildarinnar í vor. „Ég fékk boð um að fara í PIT og ætla að taka þátt í því þar sem það er gríðarlegt tækifæri fyrir mig að sýna mig fyrir útsendurum liða í NBA og bestum deildum í Evrópu,“ sagði Jón Axel í samtali við Vísi. Góð frammistaða á PIT eykur líkur leikmanna að komast á samning hjá liðum í NBA. Meðal leikmanna sem hafa tekið þátt í PIT og svo átt farsælan feril í NBA má nefna Scottie Pippen, John Stockton, Dennis Rodman, Rick Barry og Tim Hardaway. Mótið hefur verið haldið árlega síðan 1953. Fimmtíu af 64 á samning í NBA „Þangað er 64 bestu leikmönnum á elsta ári í Bandaríkjunum boðið. Svo skipt í lið og spilað mót fyrir framan rúmlega 50 NBA njósnara og áhorfendur. Þannig að það er gríðarlega mikilvægt fyrir framtíði mína að einblína á það og standa mig vel þar,“ sagði Jón Axel og benti á að af 64 leikmönnum sem tóku þátt á PIT í fyrra séu 50 á samning hjá liðum í NBA. Jón Axel segir það mikla viðurkenningu fyrir sig að fá boð í PIT. „Það þýðir að sért einn af bestu leikmönnum á elsta ári í Bandaríkjunum og þeim finnst þú eiga tækifæri á að komast í NBA eða í topp deild í Evrópu. Það verður gaman að spila með fleiri leikmönnum sem eru að reyna það sama og ég,“ sagði Jón Axel. „Þetta gefur mér bara meira áhorf frá NBA-njósnurum og tækifæri til að sýna hvað ég get inni á vellinum og utan hans. Því þjálfararnir eru bara einhverjir þjalfarar sem eru með NBA- sambönd og eru að sjá hvað þú getur, hvernig er að þjálfa þig og hvernig leiðtogi þú ert.“ Jón Axel hafði gefið í skyn að hann gæti leikið með Grindavík í úrslitakeppni Domino's deildarinnar en nú er afar ólíklegt að af því verði. Verð að horfa til framtíðar „Þetta er 15.-19. apríl, þannig ég efast um að ég kæmist heim í úrslitakeppnina. Ég elska Grindavík og það kitlar ógeðslega mikið að koma heim og hjálpa liðinu. Grindavík er með titilslið án mín, þannig ég myndi bara hjálpa til með það,“ sagði Jón Axel. „En ég verð að horfa til framtíðar og gera það sem er best fyrir mig. Það er að undirbúa mig fyrir nýliðavalið í NBA og þetta mót. Svo í maí byrja æfingar hjá einhverjum NBA liðum.“ Grindvíkingurinn ætlar sér að fara í nýliðaval NBA-deildarinnar í sumar. „Já, það er klárlega markmið fyrir mig og hvort sem ég verð valinn eða ekki er markmiðið mitt bara að sanna mig og fá gott orðspor svo ég fái samning á næsta ári. Að vera valinn gefur þér ekkert 100%, þannig markmiðið mitt er bara að sanna mig fyrir valið og í sumardeildinni og finna mína leið inn í deildina,“ sagði Jón Axel að lokum. Bandaríski háskólakörfuboltinn NBA Tengdar fréttir Jón Axel gæti klárað tímabilið með Grindavík Jón Axel Guðmundsson, leikmaður Davidson í bandaríska háskólaboltanumm, gæti klárað tímabilið með Grindavík en þetta staðfestir hann í samtali við Karfan.is. 10. mars 2020 18:56 Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
Jón Axel Guðmundsson, leikmaður Davidson, hefur fengið boð um að taka þátt í Portsmouth Invitational Tournament (PIT), móti í Portsmouth í Virginíu fyrir bestu leikmenn á síðasta ári í bandaríska háskólakörfuboltanum. Þangað mæta útsendarar liða í NBA-deildinni og frá liðum í Evrópu og fylgjast grannt með. Mótið fer fram í næsta mánuði og því nánast engar líkur á því að Jón Axel leiki með Grindavík í úrslitakeppni Domino's deildarinnar í vor. „Ég fékk boð um að fara í PIT og ætla að taka þátt í því þar sem það er gríðarlegt tækifæri fyrir mig að sýna mig fyrir útsendurum liða í NBA og bestum deildum í Evrópu,“ sagði Jón Axel í samtali við Vísi. Góð frammistaða á PIT eykur líkur leikmanna að komast á samning hjá liðum í NBA. Meðal leikmanna sem hafa tekið þátt í PIT og svo átt farsælan feril í NBA má nefna Scottie Pippen, John Stockton, Dennis Rodman, Rick Barry og Tim Hardaway. Mótið hefur verið haldið árlega síðan 1953. Fimmtíu af 64 á samning í NBA „Þangað er 64 bestu leikmönnum á elsta ári í Bandaríkjunum boðið. Svo skipt í lið og spilað mót fyrir framan rúmlega 50 NBA njósnara og áhorfendur. Þannig að það er gríðarlega mikilvægt fyrir framtíði mína að einblína á það og standa mig vel þar,“ sagði Jón Axel og benti á að af 64 leikmönnum sem tóku þátt á PIT í fyrra séu 50 á samning hjá liðum í NBA. Jón Axel segir það mikla viðurkenningu fyrir sig að fá boð í PIT. „Það þýðir að sért einn af bestu leikmönnum á elsta ári í Bandaríkjunum og þeim finnst þú eiga tækifæri á að komast í NBA eða í topp deild í Evrópu. Það verður gaman að spila með fleiri leikmönnum sem eru að reyna það sama og ég,“ sagði Jón Axel. „Þetta gefur mér bara meira áhorf frá NBA-njósnurum og tækifæri til að sýna hvað ég get inni á vellinum og utan hans. Því þjálfararnir eru bara einhverjir þjalfarar sem eru með NBA- sambönd og eru að sjá hvað þú getur, hvernig er að þjálfa þig og hvernig leiðtogi þú ert.“ Jón Axel hafði gefið í skyn að hann gæti leikið með Grindavík í úrslitakeppni Domino's deildarinnar en nú er afar ólíklegt að af því verði. Verð að horfa til framtíðar „Þetta er 15.-19. apríl, þannig ég efast um að ég kæmist heim í úrslitakeppnina. Ég elska Grindavík og það kitlar ógeðslega mikið að koma heim og hjálpa liðinu. Grindavík er með titilslið án mín, þannig ég myndi bara hjálpa til með það,“ sagði Jón Axel. „En ég verð að horfa til framtíðar og gera það sem er best fyrir mig. Það er að undirbúa mig fyrir nýliðavalið í NBA og þetta mót. Svo í maí byrja æfingar hjá einhverjum NBA liðum.“ Grindvíkingurinn ætlar sér að fara í nýliðaval NBA-deildarinnar í sumar. „Já, það er klárlega markmið fyrir mig og hvort sem ég verð valinn eða ekki er markmiðið mitt bara að sanna mig og fá gott orðspor svo ég fái samning á næsta ári. Að vera valinn gefur þér ekkert 100%, þannig markmiðið mitt er bara að sanna mig fyrir valið og í sumardeildinni og finna mína leið inn í deildina,“ sagði Jón Axel að lokum.
Bandaríski háskólakörfuboltinn NBA Tengdar fréttir Jón Axel gæti klárað tímabilið með Grindavík Jón Axel Guðmundsson, leikmaður Davidson í bandaríska háskólaboltanumm, gæti klárað tímabilið með Grindavík en þetta staðfestir hann í samtali við Karfan.is. 10. mars 2020 18:56 Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
Jón Axel gæti klárað tímabilið með Grindavík Jón Axel Guðmundsson, leikmaður Davidson í bandaríska háskólaboltanumm, gæti klárað tímabilið með Grindavík en þetta staðfestir hann í samtali við Karfan.is. 10. mars 2020 18:56