Það hló enginn að húmor Diego Costa eftir sigurinn á Anfield í gærkvöldi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2020 09:30 Diego Costa sýndi mönnum í gær hvað hann hefur svartan húmor. Getty/ DeFodi Images Diego Costa og félagar í Atletico Madrid slógu Evrópumeistara Liverpool út úr Meistaradeildinni á Anfield í gærkvöldi og eftir leik ákvað Diego Costa að grínast í blaðamönnum. Diego Costa var mjög pirraður þegar hann var tekinn af velli í stöðunni 1-0 fyrir Liverpool en það var síðan varamaður hans, Marcos Llorente, sem gerði tryggði Atletico sigurinn. Diego Costa er þekktur fyrir hafa mjög gaman að því að pirra menn og skiptir þar engu hvort um er að ræða andstæðingana inn á vellinum eða stuðningsmenn mótherjann. Nú ákvað hann að grínast í fjölmiðlamönnum í viðtalsherberginu eftir leikinn. Hann eignaðist ekki margra aðdáendur í blaðamannastéttinni með því. 'Nothing like humour and that was nothing like humour from Diego Costa' 'Not particularly funny or appropriate' 'Not nice. Not funny either'What is this guy like? https://t.co/L02HrxjgXE— GiveMeSport (@GiveMeSport) March 12, 2020 Þrjú þúsund stuðningsmenn Atletico ferðuðust með spænska liðinu til Liverpool þrátt fyrir að það sé búið að loka öllu í Madrid til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Það voru einhverjir tilbúnir að gagnrýna það enda Spánn einn af löndunum í Evrópu þar sem kórónuveiran hefur mesta útbreiðslu. Það er líka út af kórónuveirunni sem framkoma Diego Costa í viðtalsherberginu á Anfield í gær þótti vera mjög ósmekklega. Diego Costa labbaði framhjá öllum blaðamönnum án þess að gefa viðtal en bauð aftur á móti upp á þykistu hósta svona eins og að hann gæti mögulega verið með kórónuveiruna. Dominic King á Daily Mail, Carl Markham hjá Press Association og ítalski blaðamaðurinn Antonello Guerrera sögðu allir frá þessum ósmekklegu látalátum Diego Costa þegar hann gekk fram hjá fjölmiðlamönnum. „Þetta var ekkert eins og húmor og hvað þá eins og húmor frá Diego Costa. Hann var samt sá eini sem hló,“ skrifaði Dominic King á Twitter. „Ekkert sérstaklega fyndið eða við hæfi,“ skrifaði Carl Markham á Twitter. „Ekki fallegt og heldur ekki fyndið,“ skrifaði Antonello Guerrera á Twitter. Meistaradeild Evrópu Wuhan-veiran Spænski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Markalaust í baráttunni um brúna Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Sjá meira
Diego Costa og félagar í Atletico Madrid slógu Evrópumeistara Liverpool út úr Meistaradeildinni á Anfield í gærkvöldi og eftir leik ákvað Diego Costa að grínast í blaðamönnum. Diego Costa var mjög pirraður þegar hann var tekinn af velli í stöðunni 1-0 fyrir Liverpool en það var síðan varamaður hans, Marcos Llorente, sem gerði tryggði Atletico sigurinn. Diego Costa er þekktur fyrir hafa mjög gaman að því að pirra menn og skiptir þar engu hvort um er að ræða andstæðingana inn á vellinum eða stuðningsmenn mótherjann. Nú ákvað hann að grínast í fjölmiðlamönnum í viðtalsherberginu eftir leikinn. Hann eignaðist ekki margra aðdáendur í blaðamannastéttinni með því. 'Nothing like humour and that was nothing like humour from Diego Costa' 'Not particularly funny or appropriate' 'Not nice. Not funny either'What is this guy like? https://t.co/L02HrxjgXE— GiveMeSport (@GiveMeSport) March 12, 2020 Þrjú þúsund stuðningsmenn Atletico ferðuðust með spænska liðinu til Liverpool þrátt fyrir að það sé búið að loka öllu í Madrid til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Það voru einhverjir tilbúnir að gagnrýna það enda Spánn einn af löndunum í Evrópu þar sem kórónuveiran hefur mesta útbreiðslu. Það er líka út af kórónuveirunni sem framkoma Diego Costa í viðtalsherberginu á Anfield í gær þótti vera mjög ósmekklega. Diego Costa labbaði framhjá öllum blaðamönnum án þess að gefa viðtal en bauð aftur á móti upp á þykistu hósta svona eins og að hann gæti mögulega verið með kórónuveiruna. Dominic King á Daily Mail, Carl Markham hjá Press Association og ítalski blaðamaðurinn Antonello Guerrera sögðu allir frá þessum ósmekklegu látalátum Diego Costa þegar hann gekk fram hjá fjölmiðlamönnum. „Þetta var ekkert eins og húmor og hvað þá eins og húmor frá Diego Costa. Hann var samt sá eini sem hló,“ skrifaði Dominic King á Twitter. „Ekkert sérstaklega fyndið eða við hæfi,“ skrifaði Carl Markham á Twitter. „Ekki fallegt og heldur ekki fyndið,“ skrifaði Antonello Guerrera á Twitter.
Meistaradeild Evrópu Wuhan-veiran Spænski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Markalaust í baráttunni um brúna Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Sjá meira