Fyrstu Íslensku hljóðbókaverðlaunin fóru fram í Hörpu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. maí 2020 22:49 Mikið var um dýrðir í kvöld þegar Íslensku hljóðbókaverðlaunin, Storytel awards, voru afhent í fyrsta sinn við hátíðlega athöfn í Hörpu. Eva María Jónsdóttir fjölmiðlakona var kynnir hátíðarinnar þar sem veitt voru verðlaun fyrir bestu hljóðbókina í flokki skáldsagna, glæpasagna, barna- og unglingabóka og almennra bóka. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra ávarpaði gesti og afhenti verðlaun í flokki barna- og ungmennabóka en bókin Vetrargestir eftir Tómas Zoëga í lestri Sölku Sólar Eyfeld hreppti hnossið. Í flokki glæpasagna bar Marrið, frumraun Evu Bjargar Ægisdóttur, sigur úr bítum í lestri Írisar Tönju Flygenring. Þórdís Björk og Íris Tanja fengu báðar hljóðbókaverðlaun fyrir lestur sinn í bókunum Marrið og Gríma.aðsend/storytel Verðlaun fyrir bestu almennu hljóðbókina hlaut Héðinn Unnsteinsson fyrir bók sína Vertu úlfur, wargus esto, í lestri Hjálmars Hjálmarssonar. Bestu hljóðbókina í flokki skáldsagna þótti Gríma eftir Benný Sif Ísleifsdóttur í lestri Þórdísar Bjarkar Þorfinnsdóttur. Sérstök heiðursverðlaun afhenti frú Eliza Reid forsetafrú honum Gísla Helgasyni fyrir mikilvægt frumkvöðlastarf í þágu hljóðbókmennta. Sigurvegarar hlutu glerlistaverk eftir sænska listamanninn Ludvig Löfgren. Hljóðbókaverðlaunin eru með fyrstu viðburðunum sem fara fram í Hörpu eftir að létt var á samkomubanni og því nutu prúðbúnir gestir samvistar - í hæfilegri fjarlægð. Bókmenntir Bókaútgáfa Tengdar fréttir Bein útsending: Íslensku hljóðbókaverðlaunin Íslensku hljóðbókaverðlaunin, Storytel awards fara fram í fyrsta sinn í kvöld. Sýnt verður frá verðlaununum í beinni útsendingu hér á Vísi. 22. maí 2020 19:30 Íslensku hljóðbókarverðlaunin afhent á föstudag Íslensku hljóðbókaverðlaunin, Storytel awards fara fram í fyrsta sinn í Hörpu næstkomandi föstudagskvöld 22. maí. Streymt verður frá afhendingunni í beinni útsendingu á Vísi klukkan 20:00. Tilnefndar eru 20 hljóðbækur í alls fjórum flokkum 20. maí 2020 16:00 Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Mikið var um dýrðir í kvöld þegar Íslensku hljóðbókaverðlaunin, Storytel awards, voru afhent í fyrsta sinn við hátíðlega athöfn í Hörpu. Eva María Jónsdóttir fjölmiðlakona var kynnir hátíðarinnar þar sem veitt voru verðlaun fyrir bestu hljóðbókina í flokki skáldsagna, glæpasagna, barna- og unglingabóka og almennra bóka. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra ávarpaði gesti og afhenti verðlaun í flokki barna- og ungmennabóka en bókin Vetrargestir eftir Tómas Zoëga í lestri Sölku Sólar Eyfeld hreppti hnossið. Í flokki glæpasagna bar Marrið, frumraun Evu Bjargar Ægisdóttur, sigur úr bítum í lestri Írisar Tönju Flygenring. Þórdís Björk og Íris Tanja fengu báðar hljóðbókaverðlaun fyrir lestur sinn í bókunum Marrið og Gríma.aðsend/storytel Verðlaun fyrir bestu almennu hljóðbókina hlaut Héðinn Unnsteinsson fyrir bók sína Vertu úlfur, wargus esto, í lestri Hjálmars Hjálmarssonar. Bestu hljóðbókina í flokki skáldsagna þótti Gríma eftir Benný Sif Ísleifsdóttur í lestri Þórdísar Bjarkar Þorfinnsdóttur. Sérstök heiðursverðlaun afhenti frú Eliza Reid forsetafrú honum Gísla Helgasyni fyrir mikilvægt frumkvöðlastarf í þágu hljóðbókmennta. Sigurvegarar hlutu glerlistaverk eftir sænska listamanninn Ludvig Löfgren. Hljóðbókaverðlaunin eru með fyrstu viðburðunum sem fara fram í Hörpu eftir að létt var á samkomubanni og því nutu prúðbúnir gestir samvistar - í hæfilegri fjarlægð.
Bókmenntir Bókaútgáfa Tengdar fréttir Bein útsending: Íslensku hljóðbókaverðlaunin Íslensku hljóðbókaverðlaunin, Storytel awards fara fram í fyrsta sinn í kvöld. Sýnt verður frá verðlaununum í beinni útsendingu hér á Vísi. 22. maí 2020 19:30 Íslensku hljóðbókarverðlaunin afhent á föstudag Íslensku hljóðbókaverðlaunin, Storytel awards fara fram í fyrsta sinn í Hörpu næstkomandi föstudagskvöld 22. maí. Streymt verður frá afhendingunni í beinni útsendingu á Vísi klukkan 20:00. Tilnefndar eru 20 hljóðbækur í alls fjórum flokkum 20. maí 2020 16:00 Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Bein útsending: Íslensku hljóðbókaverðlaunin Íslensku hljóðbókaverðlaunin, Storytel awards fara fram í fyrsta sinn í kvöld. Sýnt verður frá verðlaununum í beinni útsendingu hér á Vísi. 22. maí 2020 19:30
Íslensku hljóðbókarverðlaunin afhent á föstudag Íslensku hljóðbókaverðlaunin, Storytel awards fara fram í fyrsta sinn í Hörpu næstkomandi föstudagskvöld 22. maí. Streymt verður frá afhendingunni í beinni útsendingu á Vísi klukkan 20:00. Tilnefndar eru 20 hljóðbækur í alls fjórum flokkum 20. maí 2020 16:00