Helgi Björns ætlar að fylla Háskólabíó tvisvar í ágúst Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. apríl 2020 12:00 Helgi Björns í Garðpartýi Bylgjunnar á Menningarnótt. Vísir/Vilhelm Selst hefur upp á Sumarhátíð Helga Björns í Háskólabíó. Tónleikunum, sem fara áttu fram í vor, var frestað til 28. ágústu vegna kórónuveirunnar. Það kom ekki í veg fyrir að seldist upp á tónleikana og hefur verið ákveðið að blása til aukatónleika laugardagskvöldið 29. ágúst að því er segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lagt til við heilbrigðisráðherra að samkomur í sumar verði takmarkaðar við tvö þúsund manns, út ágúst. Þá kemur fram í minnisblaði hans til ráðherra að jafnframt þurfi að viðhalda leiðbeiningum til einstaklinga varðandi nándarmörk, tveggja metra regluna. Stóri salurinn í Háskólabíó tekur 970 manns í sæti.Háskólabíó Skipuleggjendur viðburða á Íslandi næstu vikur og mánuði klóra sér margir hverjir í kollinm þessa dagana varðandi framkvæmdir á þeim. Breytingar á samkomubanni taka gildi 4. maí og þá verður miðað við að ekki fleiri en fimmtíu safnist saman, en um leið virði tveggja metra regluna. Næstu tilslakana má vænta seint í maí. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði gefa auga leið að fimmtíu manna veislur gætu ekki farið fram í fimmtíu fermetra íbúðum. Íslendingar væru þó lausnamiðaðir. Hann sagðist jafnframt vonast til þess að Íslendingar gætu farið að kyssast og knúsast aftur í júlí. Allt með fyrirvörum þó. Sýningum á Níu líf, söngleiknum um Bubba Morthens, var frestað að lokinni frumsýningarhelgi í mars. Ekki liggur fyrir hvenær sýningar halda áfram. Stjórnendur leikhúsa og kvikmyndahús sem fréttastofa hefur rætt við eru að velta málunum fyrir sér en engin plön eru komin varðandi breytingar strax 4. maí. Þegar horft er til lengri tíma velta stjórnendur meðal annars fyrir sér hversu hörð viðmiðin verða varðandi tveggja metra regluna. Stórar leikhússýningar standi varla undir sér ef aðeins má sitja í öðru hverju sæti svo dæmi sé tekið. Greinilegt er að Helgi Björns og félagar treysta á að fólk geti setið hlið við hlið á tónleikunum í Háskólabíó í lok ágúst. Stóri salurinn í Háskólabíó tekur 970 manns í sæti. Til samanburðar tekur Eldborg rúmlega 1600 manns í sæti. Tónlist Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira
Selst hefur upp á Sumarhátíð Helga Björns í Háskólabíó. Tónleikunum, sem fara áttu fram í vor, var frestað til 28. ágústu vegna kórónuveirunnar. Það kom ekki í veg fyrir að seldist upp á tónleikana og hefur verið ákveðið að blása til aukatónleika laugardagskvöldið 29. ágúst að því er segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lagt til við heilbrigðisráðherra að samkomur í sumar verði takmarkaðar við tvö þúsund manns, út ágúst. Þá kemur fram í minnisblaði hans til ráðherra að jafnframt þurfi að viðhalda leiðbeiningum til einstaklinga varðandi nándarmörk, tveggja metra regluna. Stóri salurinn í Háskólabíó tekur 970 manns í sæti.Háskólabíó Skipuleggjendur viðburða á Íslandi næstu vikur og mánuði klóra sér margir hverjir í kollinm þessa dagana varðandi framkvæmdir á þeim. Breytingar á samkomubanni taka gildi 4. maí og þá verður miðað við að ekki fleiri en fimmtíu safnist saman, en um leið virði tveggja metra regluna. Næstu tilslakana má vænta seint í maí. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði gefa auga leið að fimmtíu manna veislur gætu ekki farið fram í fimmtíu fermetra íbúðum. Íslendingar væru þó lausnamiðaðir. Hann sagðist jafnframt vonast til þess að Íslendingar gætu farið að kyssast og knúsast aftur í júlí. Allt með fyrirvörum þó. Sýningum á Níu líf, söngleiknum um Bubba Morthens, var frestað að lokinni frumsýningarhelgi í mars. Ekki liggur fyrir hvenær sýningar halda áfram. Stjórnendur leikhúsa og kvikmyndahús sem fréttastofa hefur rætt við eru að velta málunum fyrir sér en engin plön eru komin varðandi breytingar strax 4. maí. Þegar horft er til lengri tíma velta stjórnendur meðal annars fyrir sér hversu hörð viðmiðin verða varðandi tveggja metra regluna. Stórar leikhússýningar standi varla undir sér ef aðeins má sitja í öðru hverju sæti svo dæmi sé tekið. Greinilegt er að Helgi Björns og félagar treysta á að fólk geti setið hlið við hlið á tónleikunum í Háskólabíó í lok ágúst. Stóri salurinn í Háskólabíó tekur 970 manns í sæti. Til samanburðar tekur Eldborg rúmlega 1600 manns í sæti.
Tónlist Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira