Hrósaði Luis Suarez fyrir að bíta sig á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. maí 2020 11:30 Atvikið fræga á HM sumarið 2014. Báðir sitja þeir þarna í grasinu eftir samskipti sín. Giorgio Chiellini er að drepast í öxlinni eftir bitið en Luis Suarez heldur um tennurnar sem höfðu áður farið á bólakaf í öxl Ítalans. EPA/EMILIO LAVANDEIRA JR Ítalski varnarmaðurinn Giorgio Chiellini er að gefa út ævisögu sína og það þarf ekki að koma á óvart að hann fjalli þar um samskipti sín og Úrúgvæmannsins Luis Suarez sem urðu að risafrétt á sínum tíma. Luis Suarez komst þá upp með, tímabundið, að bíta Giorgio Chiellini í öxlina í miðjum leik Úrúgvæ og Ítalíu í riðlakeppni HM. Dómarar leiksins dæmdu ekkert en Luis Suarez fékk síðan langt bann hjá FIFA. Það kemur ekki á óvart að Giorgio Chiellini segi frá glímu sinni við Luis Suarez en það er það sem hann segir sem hefur vakið mesta athygli. Chiellini hrósar nefnilega Luis Suarez fyrir að bíta sig á HM 2014. Giorgio Chiellini says Luis Suarez was right to bite him during 2014 World Cup https://t.co/U5bk4U2HtY pic.twitter.com/2jmCenF5XV— Mirror Football (@MirrorFootball) May 21, 2020 „Illkvittni er hluti af fótboltanum og þú þarf að vera klókur til að hafa betur í baráttunni,“ sagði Giorgio Chiellini í ævisögu sinni „Lo Giorgio“ sem er að koma út. „Ég dáist að kænskubrögðum hans. Ef hann myndi hætta að beita þeim þá væri hann bara venjulegur framherji,“ sagði Chiellini. „Ég var að dekka (Edinson) Cavani stærsta hluta leiksins og það er annar leikmaður sem er manni erfiður og leikmaður sem gaf ekkert eftir,“ sagði Chiellini. Chiellini "admired" Suarez for that bite pic.twitter.com/SocwrB2SIb— B/R Football (@brfootball) May 21, 2020 „Allt í einu fann ég það að ég hafði verið bitinn í öxlina. Það gerðist skyndilega en það er herbragð hans í návígunum að beita slíkum lúmskum brögðum og ef ég segi sjálfur þá er það mín herkænska líka,“ sagði Chiellini. „Ég og hann erum mjög líkur og ég er hrifinn að fá að taksast á við framherja eins og hann,“ sagði Chiellini. Luis Suarez spilaði ekki meira á heimsmeistaramótinu og var á endanum dæmdur í fjögurra mánaða bann. Liverpool ákvað í framhaldinu að selja hann til Barcelona en Luis Suarez hafði verið kosinn leikmaður ársins í ensku deildinni tímabilið á undan með 31 mark í 33 leikjum. HM 2014 í Brasilíu Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Sjá meira
Ítalski varnarmaðurinn Giorgio Chiellini er að gefa út ævisögu sína og það þarf ekki að koma á óvart að hann fjalli þar um samskipti sín og Úrúgvæmannsins Luis Suarez sem urðu að risafrétt á sínum tíma. Luis Suarez komst þá upp með, tímabundið, að bíta Giorgio Chiellini í öxlina í miðjum leik Úrúgvæ og Ítalíu í riðlakeppni HM. Dómarar leiksins dæmdu ekkert en Luis Suarez fékk síðan langt bann hjá FIFA. Það kemur ekki á óvart að Giorgio Chiellini segi frá glímu sinni við Luis Suarez en það er það sem hann segir sem hefur vakið mesta athygli. Chiellini hrósar nefnilega Luis Suarez fyrir að bíta sig á HM 2014. Giorgio Chiellini says Luis Suarez was right to bite him during 2014 World Cup https://t.co/U5bk4U2HtY pic.twitter.com/2jmCenF5XV— Mirror Football (@MirrorFootball) May 21, 2020 „Illkvittni er hluti af fótboltanum og þú þarf að vera klókur til að hafa betur í baráttunni,“ sagði Giorgio Chiellini í ævisögu sinni „Lo Giorgio“ sem er að koma út. „Ég dáist að kænskubrögðum hans. Ef hann myndi hætta að beita þeim þá væri hann bara venjulegur framherji,“ sagði Chiellini. „Ég var að dekka (Edinson) Cavani stærsta hluta leiksins og það er annar leikmaður sem er manni erfiður og leikmaður sem gaf ekkert eftir,“ sagði Chiellini. Chiellini "admired" Suarez for that bite pic.twitter.com/SocwrB2SIb— B/R Football (@brfootball) May 21, 2020 „Allt í einu fann ég það að ég hafði verið bitinn í öxlina. Það gerðist skyndilega en það er herbragð hans í návígunum að beita slíkum lúmskum brögðum og ef ég segi sjálfur þá er það mín herkænska líka,“ sagði Chiellini. „Ég og hann erum mjög líkur og ég er hrifinn að fá að taksast á við framherja eins og hann,“ sagði Chiellini. Luis Suarez spilaði ekki meira á heimsmeistaramótinu og var á endanum dæmdur í fjögurra mánaða bann. Liverpool ákvað í framhaldinu að selja hann til Barcelona en Luis Suarez hafði verið kosinn leikmaður ársins í ensku deildinni tímabilið á undan með 31 mark í 33 leikjum.
HM 2014 í Brasilíu Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Sjá meira