Kyle Walker sá eini sem hefur haldið hreinu gegn Atalanta í Meistaradeildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. mars 2020 11:30 Kyle Walker sýndi góða takta í marki Manchester City gegn Atalanta í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. vísir/getty Kyle Walker, hægri bakvörður Manchester City, er eini markvörðurinn sem hefur ekki fengið á sig mark gegn Atalanta í Meistaradeild Evrópu í vetur. Atalanta tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn með 3-4 sigri á Valencia á Mestalla í gær. Ítalska liðið vann einvígið 8-4 samanlagt. Josip Ilicic skoraði öll fjögur mörk Atalanta í leiknum í gær og alls fimm af átta mörkum liðsins í einvíginu gegn Valencia. Atalanta hefur samtals skorað 16 mörk í átta leikjum í Meistaradeildinni í vetur. Ítalska liðið hefur skorað framhjá öllum markvörðum sem það hefur mætt í Meistaradeildinni nema Walker sem er ekki þekktur fyrir hæfileika sína sem markvörður. Walker lék síðustu mínúturnar í marki City í 1-1 jafntefli við Atalanta í fjórðu umferð riðlakeppninnar. Þegar níu mínútur voru eftir af leiknum fékk Claudio Bravo rauða spjaldið fyrir brot á Ilicic. Bravo hafði komið inn á sem varamaður fyrir Ederson þegar sá síðarnefndi fór meiddur af velli í hálfleik. City þurfti því markvörð og Walker var settur í verkið. Hann klæddi sig í markvarðabúning og markmannshanska og stóð á milli stanganna síðustu mínútur leiksins. Walker stóð sig vel í marki City og hélt hreinu. Walker tókst því það sem Ederson, Bravo, Andriy Pyatov, Dominik Livakovic, Jaume Doménech og Jasper Cillesen mistókst; að halda hreinu gegn Atalanta í Meistaradeildinni í vetur. Kyle Walker is the ONLY 'goalkeeper' to prevent Atalanta scoring in the Champions League this season pic.twitter.com/5RoYWG2Tt0— Football on BT Sport (@btsportfootball) March 10, 2020 Mörkin úr 3-4 sigri Atalanta á Valencia í gær má sjá hér fyrir neðan. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Markasúpa fyrir luktum dyrum á Spáni er Atalanta komst áfram Sjö mörk voru skoruð í seinni leik Valencia og Atalanta í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 10. mars 2020 22:00 Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Í beinni: ÍBV - KA | KA-menn í vandræðum Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Sjá meira
Kyle Walker, hægri bakvörður Manchester City, er eini markvörðurinn sem hefur ekki fengið á sig mark gegn Atalanta í Meistaradeild Evrópu í vetur. Atalanta tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn með 3-4 sigri á Valencia á Mestalla í gær. Ítalska liðið vann einvígið 8-4 samanlagt. Josip Ilicic skoraði öll fjögur mörk Atalanta í leiknum í gær og alls fimm af átta mörkum liðsins í einvíginu gegn Valencia. Atalanta hefur samtals skorað 16 mörk í átta leikjum í Meistaradeildinni í vetur. Ítalska liðið hefur skorað framhjá öllum markvörðum sem það hefur mætt í Meistaradeildinni nema Walker sem er ekki þekktur fyrir hæfileika sína sem markvörður. Walker lék síðustu mínúturnar í marki City í 1-1 jafntefli við Atalanta í fjórðu umferð riðlakeppninnar. Þegar níu mínútur voru eftir af leiknum fékk Claudio Bravo rauða spjaldið fyrir brot á Ilicic. Bravo hafði komið inn á sem varamaður fyrir Ederson þegar sá síðarnefndi fór meiddur af velli í hálfleik. City þurfti því markvörð og Walker var settur í verkið. Hann klæddi sig í markvarðabúning og markmannshanska og stóð á milli stanganna síðustu mínútur leiksins. Walker stóð sig vel í marki City og hélt hreinu. Walker tókst því það sem Ederson, Bravo, Andriy Pyatov, Dominik Livakovic, Jaume Doménech og Jasper Cillesen mistókst; að halda hreinu gegn Atalanta í Meistaradeildinni í vetur. Kyle Walker is the ONLY 'goalkeeper' to prevent Atalanta scoring in the Champions League this season pic.twitter.com/5RoYWG2Tt0— Football on BT Sport (@btsportfootball) March 10, 2020 Mörkin úr 3-4 sigri Atalanta á Valencia í gær má sjá hér fyrir neðan.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Markasúpa fyrir luktum dyrum á Spáni er Atalanta komst áfram Sjö mörk voru skoruð í seinni leik Valencia og Atalanta í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 10. mars 2020 22:00 Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Í beinni: ÍBV - KA | KA-menn í vandræðum Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Sjá meira
Markasúpa fyrir luktum dyrum á Spáni er Atalanta komst áfram Sjö mörk voru skoruð í seinni leik Valencia og Atalanta í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 10. mars 2020 22:00